Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 2
2 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Aðeins sex dagar í boðað verkfall kennara:
Dagvistun fyrirtækja
ekki verkfallsbrot
VERKFALL Íslandsbanki og Sjóvá-
Almennar tryggingar bjóða
börnum starfsfólks síns í
Heilsuskóla komi til verkfalls
kennara, samkvæmt fréttum
Stöðvar 2. Um 40 börn hafa ver-
ið skráð í skólann og verður
áherslan lögð á leiki, hreyfingu
og list.
Sesselja G Sigurðardóttir,
varaformaður Félags grunn-
skólakennara, segir við fyrstu
sýn Heilsuskólann ekki verk-
fallsbrot. „Einkafyrirtækjum
hlýtur að vera frjálst að gera
það sem þau vilja. Persónulega
tel ég að þetta hljóti að vera allt
í lagi ef þeir fara ekki inn í okk-
ar störf og kenna,“ segir Sess-
elja. Hún segir samninganefnd
kennara eiga eftir að skoða slík-
an rekstur. „Ef við teljum að
svona skólar viðhafi verkfalls-
brot gerum við athugasemd við
það þegar og ef til verkfalls
kemur.“
Ásmundur Stefánsson ríkis-
sáttasemjari segir engar fréttir
að færa af viðræðum kennara
og sveitarfélaga: „Staðan er sú
að menn ætla að hittast í dag.
Ekki er búið að brúa það bil sem
er á milli þeirra eða finna leiðir
til að leysa það.“ ■
Baugur græðir
milljarð í London
Baugur seldi hlut í House of Fraser og sýndi áhuga á kaupum á tískukeðj-
unni Hobbs. Líkur eru taldar á að Baugur muni yfirtaka Big Food Group.
Verkefni upp á 40 milljarða auk endurfjármögnunar um 30 milljarða skulda.
VIÐSKIPTI Baugur hefur selt hlut
sinn í verslunarkeðjunni House
of Fraser. Samhliða hefur Tom
Hunter selt sinn hlut í fyrirtæk-
inu.
Hunter gerði á sínum tíma
yfirtökutilboð í félagið og naut
til þess stuðning Baugs. Hagn-
aður Baugs af fjárfestingunni er
ekki gefinn upp, en miðað við
dagsetningar kaupa má gera ráð
fyrir að innleystur hagnaður
Baugs sé öðru hvoru megin við
einn milljarð króna.
Samkvæmt upplýsingum frá
Baugi hugði félagið ekki á yfir-
töku House of Fraser, en taldi
félagið á góðu verði til fjárfest-
ingar, eins og kom á daginn.
Bréf House of Fraser lækkuðu í
kjölfar þess að Hunter og Baug-
ur hurfu úr hópi hluthafa.
Baugur hefur verið áberandi
í umræðu breskra fjölmiðla í
tengslum við mögulegar fjár-
festingar í breskri smásölu-
verslun. Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri félagsins hefur
gefið út að Baugur leiti tæki-
færa og hafi áhuga á kaupum
verslanakeðja í samvinnu við
stjórnendur þeirra.
Baugur hefur sýnt áhuga á
kaupum á bresku verslunarkeðj-
unni Hobbs. Barclays Capital á 80
prósent í fyrirtækinu og hefur
lýst áhuga á að selja hlut sinni.
Áætlað söluverð Hobbs er um tólf
milljarðar króna. Söluferli Hobbs
er skammt á veg komið, en Baug-
ur hefur áhuga á að kaupa félagið.
Samkvæmt heimildum eru ekki
uppi áætlanir um að Hobbs renni
inn í Oasis verslanakeðjunna sem
Baugur keypti ásamt stjórnend-
um félagsins á um 20 milljarða
króna.
Baugur á 22 prósent í Big
Food Group. Þrálátur orðrómur
er um að Baugur hyggi á yfirtöku
Big Food. Ekkert fæst staðfest
um slíkar ráðagerðir, en Baugur
hefur lengi metið mikil tækifæri
í heildsöluhluta fyrirtækisins.
Big Food rekur einnig lágvöru-
verlsunarkeðjuna Iceland. Sú
keðja hefur ekki skilað miklum
árangri að undanförnu og tilraun-
ir til að hækka þjónustustig ekki
skilað sér í bættri afkomu. Big
Food er metið á um 40 milljarða
króna. Við yfirtöku þyrfti að end-
urfjármagna skuldir upp á um 30
milljarða. Big Food hefur verið
að missa flugið að undanförnu og
jafnan er erfiðara að fjármagna
skuldir lækkandi fyrirtækja við
yfirtöku. Þrátt fyrir verulega
lækkun að undanförnu situr
Baugur enn á talsverðum gengis-
hagnaði vegna upphaflegra
kaupa hlutarins í Big Food.
haflidi@frettabladid.is
Innbrot:
Brotist inn í
Iðnskólann
LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um
þrjú innbrot í höfuðborginni í
fyrrinótt.
Innbrotsþjófur komst inn um
glugga í Iðnskólanum sem hann
hafði spennt upp. Þjófurinn
reyndi, þegar inn var komið, að
koma höndum yfir myndvarpa í
skólanum en stuggur kom að
honum og hann tók tómhentur
til fótanna.
Þá var farið inn í bíl við Ein-
arsnes þaðan sem DVD-spilara
og geisladiskum var stolið og í
Breiðholti braust maður inn í bíl
og náði úr honum hátölurum. ■
Hvalfjörður:
Bruni í
Brekku
ELDSVOÐI Betur fór en á horfðist þeg-
ar eldur kom upp á bænum Brekku
í Hvalfirði í fyrrinótt. Karlmaður,
sem var einn í húsinu, vaknaði við
hávaða frá eldinum. Hann leitaði
ásjár hjá nágrönnum, sem reyndu
að slökkva eldinn. Slökkvilið frá
Akranesi kom á staðinn fimmtán
mínútur fyrir sex, hálftíma eftir að
það var kallað út.
Bærinn er timburhús með
steyptum kjallara, þar sem talið er
að upptök eldsins hafi verið. Þá
brann bíll sem stóð fyrir utan. Eld-
urinn náði ekki að læsa sig í efri
hæð hússins nema að litlu leyti. ■
Símadóni dæmdur:
Fangelsi fyrir
dónasímtöl
DÓMSMÁL Rúmlega fertugur maður
var í Héraðsdómi Reykjavíkur í
gær dæmdur í þriggja mánaða
fangelsi fyrir að hafa hringt 97 sinn-
um í tvær stúlkur og verið með
klámfengið og kynferðislegt tal.
Maðurinn játaði að hafa, frá því í
september 2002 til janúars 2003,
hringt áttatíu og níu dónasímtöl í
stúlku, sem er fædd 1988. Hin stúlk-
an er fædd árið 1982, en hana hring-
di hann í átta sinnum í mars 2003.
Dómaranum þótti ekki hægt að skil-
orðsbinda refsinguna þar sem mað-
urinn var árið 1998 dæmdur í
ársfangelsi fyrir kynferðisbrot. ■
■ SJÁVARÚTVEGUR
„Nei en Skandinavar eru nýju
heimsborgararnir.“
Eva María Jónsdóttir er stjórnandi norrænu stutt-
myndahátíðarinnar Nordisk panorama sem verður
haldin hér á næstunni og er bæklingur hátíðar-
innar allur á ensku.
SPURNING DAGSINS
Eva María, er enskan nýja
skandinavískan?
SKOTVEIÐI „Á síðasta ári skiluðu
nokkrir veiðimenn inn vitlausum
veiðiskýrslum til hefna sín og lýsa
reiði sinni á rjúpnaveiðibanninu,“
segir Arnór Þórir Sigfússon, hjá
verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen, sem er bæði fugla-
fræðingur og skotveiðimaður.
Hann hvetur veiðimenn til skila
inn réttum skýrslum, það sé þeim
í hag að upplýsingarnar séu sem
réttastar.
Arnór segir að samkvæmt upp-
lýsingum frá Umhverfisstofnun
hafi verið skilað talsvert af
skýrslum sem augljóslega séu
rangar. Þá hafi margir ekki skilað
inn veiðiskýrslum þar sem þeir
hafi ekki endurnýjað veiðikortið
sitt út af rjúpnaveiðibanninu en
ekki er hægt að endurnýja veiði-
kort fyrr en skýrslu frá árinu
áður hefur verið skilað inn.
Arnór gerði könnun til að kanna
áreiðanleika veiðikortanna, í sam-
starfi við Umhverfisstofnun vetur-
inn 2000 til 2001. Niðurstaða könn-
unarinnar sýndi að veiðikortakerf-
ið væri mjög gott og upplýsingarn-
ar sem það veitti væru nærri lagi
en til þess að svo sé þurfa skýrsl-
urnar að vera réttar. ■
SELT MEÐ HAGNAÐI
Baugur hefur selt hlut sinn í House of Fraser. Áætlaður hagnaður er um eða yfir milljarður
króna. Þrálátur orðrómur er um það í Bretlandi að Baugur stefni að yfirtöku á Big Food Group.
M
YN
D
/K
AR
L
PE
TE
R
SO
N
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
. Ó
L.
RÆTT VIÐ KENNARA
Ríkissáttasemjari hlustar á kennara sem
funda fyrir samningaviðræðurnar rétt eins
og launanefnd sveitarfélaganna.
VEIÐIMÖNNUM Í HAG AÐ
SKILA INN RÉTTUM SKÝRSLUM
Einhverjir veiðimenn skiluðu inn
röngum veiðiskýrslum á síðasta ári
til að hefna sín á rjúpnaveiðibann-
inu. Myndin tengist ekki fréttinni.
Fuglafræðingur segir veiðikortakerfið gott:
Réttar veiðiskýrslur
hagur veiðimanna
BREKKA
Lögreglan í Borgarnesi rannsakar
upptök eldsins.
Náttúrufræðistofnun:
Rjúpan á
válista
RJÚPA Rjúpu hefur fækkað verulega
samkvæmt endurskoðun og túlkun
á gögnum um stofninn sem gerð var
af Náttúrufræðistofnun Íslands í
samstarfi við Reiknistofu Raunvís-
indastofnunar Háskólans.
Skýrslan staðfestir fyrra mat
um að veruleg fækkun hafi orðið á
rjúpu á undanförnum áratugum.
Stórir rjúpnatoppar sem einkenndu
ástand stofnsins á fyrri hluta síð-
ustu aldar eru nú horfnir. Sam-
kvæmt skilgreiningu Alþjóða-nátt-
úruverndarsamtakanna (IUCN)
nægir fækkunin til þess að rjúpan
fari á válista sem tegund í yfirvof-
andi hættu. ■
SJÓMENN OG ÚTVEGSMENN Sjó-
menn og útvegsmenn funduðu í
tæpa átta tíma hjá ríkissátta-
semjara í gær. Ásmundur
Stefánsson ríkissáttasemjari seg-
ir enga lausn í sjónmáli. „Fundur-
inn var langur en það var ekki
eins og menn sæju fyrir sér ein-
hlíta niðurstöðu. Menn hittast aft-
ur í dag,“ segir Ásmundur.
Innfjarðarrækja:
Segir bætur
nægar
SJÁVARÚTVEGUR „Þeir hafa verið að fá
bætur í nokkur ár í Húnaflóanum,“
segir Árni Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra um skoðun útvegsmanna
þar hækka beri bætur til þeirra sem
hafa gert út á innfjarðarrækju í fló-
anum. Árni bendir á að bæturnar
séu til að hjálpa mönnum að aðlag-
ast breyttum aðstæðum. „Þeir fá
því ekki bæturnar endalaust,“ segir
hann og telur ekki raunhæft að út-
vegsmennirnir fái hærri bætur en
þeir hafi fengið undanfarin ár. „Og
þykir mörgum vel í lagt.“ ■