Fréttablaðið - 14.09.2004, Side 18

Fréttablaðið - 14.09.2004, Side 18
Jákvætt viðhorf er lykilatriði til að viðhalda góðri heilsu. Sá sem temur sér jákvætt og fordómalaust viðhorf mætir færri hindrunum á veginum í átt til bættrar heilsu. Að ala með sér jákvæðni er auðveldara en margur hyggur, þótt það gerist kannski ekki á einum degi, en því er best að byrja strax. Er maginn vandamál? Stress, þreyta og sérstakur matur getur sett magann úr jafnvaægi. Óþægindi lýsa sér oft sem nábítur, brjóstsviði, vindgangur, harðlífi og niðurgangur. Þetta þykir öllum afar óþægilegt og líður þá illa í öllum líkamanum. Silicol fæst í apótekum Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Hvernig kemst maður upp og niður stiga, yfir kanta og áfram í þrengslum þegar maður er í hjólastól? Og hvað gerir maður ef maður dettur um koll? Þetta og margt annað í sama dúr var kennt á námskeiði á Reykjalundi í lok síðustu viku. Þar fengu átta mænuskaðaðir einstaklingar og átta fagmenn sem starfa með fötluðum að æfa sig og þeir fóru ekki úr stólunum í þrjá daga nema til að sofa. Það voru Sól- veig Sverrisdóttir sjúkraþjálfari í Gáska og Sigþrúður Loftsdóttir iðjuþjálfi á Grensási sem komu námskeiðinu á fót og fengu tvo væna Svía sem báðir heita Per til að koma og kenna. „Þetta er bara spurning um tækni,“ segir Per Jameson, sem kveðst vilja gera alla hjólastólanotendur sem sjálfstæðasta. „Við erum að sýna fólki hvernig hægt er að vera virkir einstaklingar í hjólastól. Hvernig hægt er að stunda ýms- ar íþróttir og hvernig best er að halda jafnvægi við erfiðar að- stæður, svo nokkuð sé nefnt.“ Svíarnir byrjuðu á að halda fyrirlestra sem voru vel sóttir og síðan tóku verklegar æfingar við. ■ Per Bykvist og Per Jameson kenndu fólki að æfa íþróttir og yfirstíga margs konar hindranir í hjólastólum. Námskeið í notkun hjólastóla: Verklegar æfingar til að efla færnina FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Vinsældir jóga á Vesturlöndum síðastliðin ár eiga sér bæði já- kvæðar og neikvæðar hliðar. Svo virðist sem allir vilji eiga hlutdeild í þeim ávinningi sem reglubundin jógaástundun skil- ar. Hver vill ekki verða sterkari, liðugri, einbeittari, ná djúpri slökun og upplifa hugarró? Jafnt auglýsendur og aðilar úr heilsuræktariðnaðinum hafa reynt að nýta sér þessar vin- sældir með því að tengja vörur sínar og þjónustu við jóga. Í auglýsingum er yfirleitt ein- hver í sitjandi hugleiðslustöðu tengdur við vöruna. Í heilsu- ræktariðnaðinum eru til alls konar líkamsræktarkerfi sem hafa splæst orðinu jóga inn í nafn sitt. Kerfin eru mörg hver mjög góð og skila sjálfsagt góðu líkamlegu formi og hafa einhver andleg áhrif en það þýðir ekki að þau hafi nokkuð með jóga að gera. Jóga er heildrænt æfinga- og hugræktarkerfi fyrir alla þætti manneskjunnar. Jógastöð- ur æfa öll kerfi líkamans. Að taka nokkrar æfingar úr jóga, hvort sem er öndunaræfingar eða jógastöður, og kalla æfinga- kerfið jóga er einfaldlega rangt. Eðlilegt er að í jóga sé framþró- un og upp komi nýjungar. Hins vegar eru jógafræðin of oft út- þynnt í gegnum auglýsingar og aðlögun við önnur líkamsrækt- arkerfi. Því er ekki allt gull sem glóir eða allt jóga sem kennt er við jóga. Vinsamlega sendið fyrirspurnir til Guðjóns í gegnum gbergmann@gbergmann.is Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM OFNOTKUN Á HUGTAKINU JÓGA. Í nafni jóga 100% lífrænt Xylitol: Verndar tennur og öndunarveg Nú er fáanlegt hér á landi 100% hreint Xylitol. Það er ýmist í tyggjóplötum, mynt- um, tannkremi, nefúða eða eins og hreinn sykur og er til sölu í flestum heilsubúðum landsins, sem og heilsuhorn- um stórmarkaða og í nokkrum apótekum. Sætu- efnið Xylitol er að finna í ýmsum vörum eins og til dæmis tyggjóplötum, mynt- um, hálstöflum og ópal svo eitthvað sé nefnt. Þessar vör- ur innihalda þó aðeins lítið af efninu sökum þess hversu dýrt það er. Hreint Xylitol hefur hins vegar margs kon- ar verkun á mannslíkamann. Það verndar tennurnar og öndunarveginn og kemur í veg fyrir ofnæmi og eyrna- bólgur, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess að vera miklu sæt- ara en sykur inniheldur það 40% færri hitaeiningar og allir geta neytt þess, meira að segja sykursjúkir. ■ ! HÚSRÁÐ: MIKILVÆGT AÐ TEYGJAEnginn ætti að fara á fætur á morgnana án þess að teygjavel úr líkamanum. Það kemur blóðinu af stað og er góðleið til að vekja líkamann. Þeir sem eiga ketti ættu að fylgjast með þeim vakna og reyna að leika teygjurnar eftir. ! HÚSRÁÐ: HREYFING Á KLUKKUTÍMA FRESTIÞeir sem vinna við tölvur ættu að gera meira en að lítaupp á klukkutíma fresti. Best er að standa upp, ganga aðnærliggjandi glugga og horfa langt. Það róar hugann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.