Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 16
Kalt á toppnum – kominn á ís Eitt af síðustu embættisverkum Hall- dórs Ásgrímssonar og Sivjar Friðleifs- dóttur sem utanríkisráðherra og um- hverfisráðherra fólst í því að koma stóreflis ísklumpi í póst til út- landa. Ráðherrarnir voru báðir mættir aust- ur á jökulsandana í gær og fylgdust þar með því þegar klakanum var komið upp á vörubíl með miklum til- færingum, en honum er ætlað að vekja athygli á landi og þjóð á sýn- ingu erlendis – sem er önnur saga. Hægt er að leggja misjafna merkingu í þetta tilkomumikla embættisverk ráðherranna; Halldór sé með þessu móti að kynnast því hversu kalt getur verið á toppnum, en Siv sé hins veg- ar að venja sig við það að vera komin á ís... Komin út á kant Framsóknarforystan kom saman á fundi í Borgarnesi fyrir helgi og barði þar í brestina innan flokksins – en kvennaráð hans hafa verið æði köld upp á síðkastið. Helstu forkólfar flokksins röðuðu sér upp á sviðið gegnt almúganum frammi í sal og vakti sérstaka athygli að fráfarandi umhverfisráðherra valdi sér sæti yst á kanti langborðsins – og virtist sem nokkuð þungt væri yfir honum. Sami ráðherra hefur vanalega átt fast sæti við hlið formanns eða varaformanns Framsóknar þegar forystumennirnir hafa raðað sér upp á fundum flokksins enda um sjálfan rit- ara flokksins að ræða. Fund- armenn höfðu á orði að Siv væri greinilega komin út á kant í flokknum – og tæki það sjálf bókstaflega... Undanfarið hafa birst auglýsingar um íslenska daga í Hagkaupum. Auglýsingarnar eru styrktar af ASÍ, Bændasamtökunum og Sam- tökum iðnaðarins. Framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna andskotast út í auglýsing- arnar og bendir réttilega á að frjáls verslun stuðlar að efnahagslegri velmegun í landinu. Tvenn þeirra samtaka sem að auglýsingunum standa verða hvorki sökuð um and- stöðu við frjálsa verslun né and- stöðu við samvinnu við aðrar þjóðir. Forsvarsmenn Samtaka iðnaðarins hafa um árabil verið fremstir í flokki þeirra sem vekja athygli á þeim ávinningi sem mætti hafa af enn nánari samvinnu við ríki Evr- ópusambandsins, eða með öðrum orðum af inngöngu Íslands í það samband. Iðnaðurinn hefur á síð- ustu áratugum að ég held ekki notið mikillar verndar ríkisvaldsins, reyndar miðaðist hagstjórn á Ís- landi til skamms tíma eingöngu við forsendur afkomu sjávarútvegsins, sem síður en svo eru hinar sömu og iðnaðarins. Ísland gekk í EFTA árið 1970 og iðnaðurinn fékk ákveðinn aðlögunartíma til að geta svarað hinni auknu samkeppni sem af því leiddi. Væntanlega hefur ríkið þó aldrei pundað jafn miklum pening- um í sjávarútveginn eins og á þess- um sama aðlögunartíma, og töluðu gárungar þá um „skuttogara á hvert heimili“. Talsmenn ASÍ þekkja best og hafa oft bent á þá réttarbót sem EES-samningurinn færði íslenskum launþegum og taka virkan þátt í því starfi á Evrópuvettvangi sem samn- ingurinn veitir þeim aðgang að, svo varla verða þeir sakaðir um ein- angrunar- og haftastefnu. Bænda- samtökin eru sér á parti í þessari þrenningu, svo sem eins og í mörg- um öðrum efnum. Landbúnaður nýtur óeðlilegrar verndar, sem draga lífskjör í landinu niður, og bændur hafa óeðlileg pólitísk áhrif eins og sést á skipan ríkisstjórnar- innar. Vonandi horfir þetta þó til bóta með nýjum reglum á alþjóða- vettvangi, þó íslenskir ráðamenn virðist telja það helsta kost sam- komulagsins sem náðist nýlega í Al- þjóðaviðskiptastofnuninni að það sé fullt af smugum sem geri okkur kleift að halda áfram sömu vitleys- unni á þessu sviði. En þá reynir á ís- lenska kjósendur og í kjölfarið nýja ráðamenn að láta það ekki henda. Frjálsri verslun fylgir sam- keppni. Hún bætir líka lífskjörin í landinu. Sagt er að verkalýðsfröm- uðurinn Guðmundur jaki hafi ein- hvern tímann sagt að Pálmi í Hag- kaup hefði gert meira til að bæta lífskjör fólksins í landinu með því að lækka vöruverð en verkalýðsfé- lögunum tókst með kjarasamning- um. Þessa dagana er mikið talað um samkeppni svo ekki sé minnst á alla umræðuna um fákeppni. Stundum virðist manni talað eins og engin samkeppni sé á milli fyrirtækja ef fá fyrirtæki eru á markaði þ.e. ef fákeppni ríkir. Samkvæmt fræðun- um, og í raun, eru slíkar staðhæf- ingar ekki réttar, samkeppni getur vel verið mikil þó fákeppni sé á markaði. Það er augljóst að það er samkeppni á fjarskiptamarkaði hér á landi, þó fjarskiptafyrirtækin séu fá. Fákeppni er einfaldlega stað- reynd og sérstaklega á litlu mark- aðssvæði eins og Íslandi og alls ekki af hinu illa nema fyrirtækin fari að vinna saman, hafa samráð, með það að markmiði t.d. að halda uppi verði eða útiloka aðra frá því að koma inn á markaðinn. Þá er á útlensku talað um kartel og á íslensku um hringa- myndun. Þess vegna eru sett lög um hvernig fyrirtæki mega hegða sér í fákeppni og um eftirlitsstofnanir sem eiga að fylgjast með því að fyrirtækin misnoti ekki markaðs- stöðuna og hagnist ekki á kostnað neytenda. Stundum virðist eins og menn fjandskapist aðallega út í fá- keppni hér á landi vegna þess að önnur fyrirtæki eru ekki mjög ánægð og minna hugað að neytend- um, sem þetta á þó allt að snúast um. Talsmanni stórkaupmanna er t.d. tíðrætt um fákeppni á smásölu- markaði. Er hann þá að tala um að fákeppnin leiði til hærra vöruverðs til neytenda eða er hann að tala um að smásölufyrirtækin séu erfið við- skiptis við fyrirtækin sem hafa ráð- ið hann til starfa? Ef hann á við hið síðarnefnda þá þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því, fyrirtækin hans verða einfaldlega að standast þær kröfur sem smásölufyrirtækin gera til þeirra, annars annast þau einfaldlega innflutning sinn sjálf eða leita til annarra fyrirtækja sem ekki eru endilega í samtökunum hans. Hins vegar þarf að hafa áhyggjur ef fyrirtækin á smásölu- markaðnum bindast samtökum sem koma í veg fyrir að önnur fyrirtæki komi inn á þann markað. Ef enginn fer inn á markaðinn vegna þess að ekki er hægt að keppa í verði við fyrirtækin, sem fyrir eru, þá er samkeppnin virk og ekkert yfir fákeppninni að kvarta. Það er nefnilega afkoma neytenda sem skiptir máli en ekki milliliðanna. Til að svara spurningunni í fyrir- sögn já, þá eigum við endilega að kaupa íslenskt ef við teljum það góð kaup á hvaða forsendum sem er. Við búum nefnilega við frjálsa samkeppni og getum því valið það sem okkur sýnist. Það er því eng- in ástæða til amast við auglýsing- um sem hvetja fólk til þess að kaupa íslenskt, fremur en auglýs- ingum um hvað annað eins og t.d. bara kók. ■ Ummæli Davíðs Oddssonar, fráfarandi forsætisráðherra,um sölu Símans um síðustu helgi benda til þess að sölufyrirtækisins hafi verið frestað um óákveðinn tíma. Heimildir Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda til þess að algjör óvissa ríki um næstu skref sem stigin verða í málinu. Þetta eru slæmar fréttir ef réttar reynast og álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina ofan í margvíslegt klúður undanfarinna vikna og mánaða. Átta ár eru liðin síðan Símanum var breytt í hlutafélag og fimm og hálft ár síðan áform um sölu fyrirtækisins voru fyrst sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Fyrir þeim voru færð sterk og heilbrigð rök: Samkeppnin á fjarskiptamarkaði, eins og öðrum mörkuðum, var talin líkleg til að bæta símaþjónustu, auka fjölbreytni og lækka verð. Reynslan af sölu símafélaga erlendis vísaði enn fremur í þessa átt. Og þessar væntingar hafa þegar gengið eftir vegna þeirrar samkeppni sem hafin er við innlend og erlend símafélög. En óeðlilegt er og gegn öllum meginreglum markaðsbúskapar að ríkið standi í samkeppnisrekstri af þessu tagi og því er eðlilegt að knúið sé á um fullar efndir fyrirheitanna um sölu fyrirtækisins. Eru raunar svo sterk efnahagsleg rök fyrir því að nú sé heppilegur tími til framkvæmda vegna mikils peningamagns í umferð og vísbendinga um þenslu að furðu vek- ur að stjórnvöld skuli draga lappirnar í málinu. Það er sérstakt áhyggjuefni að engin skýr svör fást um það frá ríkisstjórninni í hvaða stöðu söluferli Símans er nákvæmlega og hver afstaða ríkisstjórnarinnar er til þeirra fyrirvara sem ein- stakir stjórnarþingmenn hafa á undanförnum dögum verið að setja við stuðning við söluna og snúa að aðskilnaði grunnnets og þjónustu. Hin óljósu svör benda til þess að stefnumörkunin hafi aldrei verið kláruð og undirbúningsstarf einkavæðingarnefndar byggt á óskýrum forsendum. Fyrir þremur árum var gerð tilraun til að selja Símann en þá voru þau mistök gerð að ákveða verð fyrirtækisins of hátt í upp- hafi og byrja á almennu útboði í stað þess að finna fyrst kjölfestu- fjárfesti. Mikilvægt er að slík mistök endurtaki sig ekki enda mundi það leiða til mikils tjóns fyrir fyrirtækið. Þegar kaup Símans á stórum hlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum spurðust út voru mjög algeng og almenn viðbrögð að telja að kaup- in flýttu fyrir einkavæðingu fyrirtækisins. Óþolandi væri að hluta- félag í eigu ríkisins væri í öflugum samkeppnisrekstri á tveimur mikilvægum mörkuðum, í fjarskiptum og fjölmiðlun. Undir þetta tóku meðal annars þingmenn úr stjórnarflokkunum. Í þessu ljósi er hin óvænta kreppa í málinu óskiljanleg. Tal fráfarandi forsætisráð- herra um að formannsskipti í einkavæðingarnefnd feli í sér eðli- lega töf á málinu er óskiljanlegt í ljósi forsögunnar. Það gefur að- eins undir fótinn hugmyndum um að annarlegar ástæður búi að baki, að verið sé að finna yfirvarp til að réttlæta að Síminn fari ekki á markað eins og lofað hefur verið. Daginn áður en forsætisráðherraskipti verða í ríkisstjórn Ís- lands er eitt mikilvægasta stefnumál ríkisstjórnarinnar í upp- námi. Það er ekki gæfuleg staða. Eðlilegt er að æ fleiri velti því fyrir sér í fullri alvöru hvort ríkisstjórnarsamstarfið muni halda út kjörtímabilið. ■ 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Frestun á einkavæðingu Símans er vond hagstjórn og álitshnekkir fyrir ríkisstjórnina. Ekkert réttlætir tafir á Símasölu Á að kaupa íslenskt? ORÐRÉTT FRÁ DEGI TIL DAGS Viltu ná forskoti í nýsköpun? Frumkvöðlaskóli Impru nýsköpunarmiðstöðvar Hagnýtt 28 vikna nám sem veitir þekkingu og þjálfun í að vinna með viðskiptahugmynd og koma henni í markaðshæfa vöru eða þjónustu Kennsla hefst á Akureyri 7. október 2004 og er kennt einu sinni í viku Námið er opið einstaklingum úr öllum greinum atvinnulífs Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.impra.is og í síma 462 1700. Glerárgata 34 600 Akureyri Netfang: arnheidurj@iti.is ser@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG HERFERÐIN “VELJUM ÍSLENSKT” VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Til að svara spurn- ingunni í fyrirsögn já, þá eigum við endilega að kaupa íslenskt ef við teljum það góð kaup á hvaða for- sendum sem er. Við búum nefnilega við frjálsa sam- keppni og getum því valið það sem okkur sýnist. ,, Skakkur forstjóri? Hann segir sérsaum henta sér mjög vel þar sem hann sé svolít- ið skakkur og klæðskerinn hafi tekið mið af því. Um forstjóra Össurar. Tímarit Morgunblaðsins 12. september. Alcoa gaf og Alcoa tók Loksins þegar húseignir manns eru orðnar einhvers virði, þá kemur Alcoa og gefur það út að þeir hyggist beita sér fyrir því að lækka það aftur. Samúel Sigurðsson á Reyðarfirði. DV 13. september Ný tískulögga á vaktinni Hvers konar maður spilar knatt- spyrnulandsleik í náttbuxunum sínum? Stefán Pálsson um markvörð Búlgara. DV 13. september Fylgjum tillögum... Ég taldi að það ætti að ganga lengra en þarna var gert, en þarna finna menn millilendingu sem ég held að sé hagfelld. Davíð Oddsson. Morgunblaðið 12. september ...göngum lengra Þau stóru mál, sem krefjast úr- lausnar á næstu mánuðum, misserum og árum, þ.á m. ný fjölmiðlalög, löggjöf gegn hringa- myndun og endurnýjun stjórnar- skrár kalla á öfluga forystu. Leiðari. Morgunblaðið 13. september

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.