Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 88 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 35 stk. Heilsa 9 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 15 stk. Atvinna 26 stk. Tilkynningar 2 stk. Ávaxtabíllinn í fyrirtæki BLS. 3 Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 14. september, 258. dagur ársins 2004. Reykjavík 6.48 13.23 19.56 Akureyri 6.30 13.08 19.43 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Það er nú ákveðin líkamsrækt að spila á orgel, bæði fingraleikfimi og þó einkum fóta því maður reynir að láta rjúka úr pedalanum,“ segir Steingrímur Þórhalls- son, organisti í Neskirkju, hlæjandi þegar hann er inntur eftir því hvernig hann haldi sér í formi dags daglega. „Svo brenna menn líka vel þegar menn eru að stjórna söng,“ bætir hann við og telur sig greinilega vera í góðum málum. Þegar nánar er grennslast kemur í ljós að Steingrímur gerir meira en sprikla í kirkjunni. Hann fer líka reglulega út að hlaupa og reynir að fara af og til í sund. En fótboltinn er í mestu uppáhaldi. „Sundið er voða gott fyrir líkamann, það hitar mann vel upp og liðkar. Það er bara svo leiðinlegt að synda og eiginlega má segja það sama um hlaupið. Mér finnst hvorugt skemmti- legt. Það er langfjörugast að spila fótbolta og ég geri það stundum en gallinn við þá íþrótt er sá að maður á það til að missa fæt- urna í einhvern tíma og það er slæmt fyrir mann í mínu starfi.“ ■ Fólk sem tekur lífinu létt sýnir færri öldrun- areinkenni en svartsýnismenn- irnir, samkvæmt nýrri könnun vísindamanna í Texas. Niðurstöðurnar, sem voru birtar í tímaritinu Psychology and Aging, gefa ótvírætt til kynna að jákvætt hugarfar tefji fyrir öldrun. 1.558 eldri borgarar tóku þátt í rannsókninni, sem tók sjö ár. Fylgst var með þyngd þátttakenda, úthaldi, göngu- hraða og handstyrk og niður- stöðurnar voru þær að þeir sem horfðu jákvæðum augum á lífið og tilveruna hrörnuðu mun hægar. Nýtt lyf gegn þvagleka hefur nú verið leyft í Bretlandi, hið fyrsta sinnar tegundar. Lyfið, sem heitir Yentreve, styrkir vöð- vana sem stjórna þvagi frá blöðrunni, en um það bil fjórar milljónir kvenna í Bretlandi eru taldar eiga við þvagleka að stríða. Orsakirnar geta meðal annars verið barnsburður, offita og harðlífi. Fjórðungur kvenn- anna er undir 30 ára aldri. Lyfið hentar konum sem hafa væg einkenni af þvagleka og missa helst þvag við áreynslu, hnerra og hósta. Linda Cardozo, pró- fessor við King’s College-sjúkra- húsið í London, segir lyfið geta gjörbreytt lífi fjölda kvenna. Hún segir jafnframt að þó umræða um þvagleka hafi verið opnari á undanförnum árum séu konur enn feimnar við að ræða vanda- málið. „Lyfið mun gjörbreyta og bæta líf þessara kvenna,“ segir Cardozo. “Það er ekk- ert sem heitir öruggt magn af alkólhóli fyrir þungaðar konur. Jafnvel mjög lítið magn áfengis getur skaðað ófætt barn.“ Þetta kom fram á ráðstefnu um meðgöngu og alkóhól sem haldin var í Bretlandi í vikunni. Dr. Raja Mukherjee, prófessor við St. Ge- orge’s-læknaskólann, segir að mun fleiri börn en talið hefur verið, allt að eitt af hverjum hundrað, skaðist vega áfengis- neyslu móður. „Vandamál barna síðar á lífsleiðinni, eins og hegðunarvandamál ýmiss konar, má líka oftar en talið hefur ver- ið rekja til áfengisneyslu móður á meðgöngu,“ segir Mukherjee. heilsa@frettabladid.is Steingrímur fer reglulega út að hlaupa heilsunnar vegna þó að honum þyki það lítið skemmtilegt. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í HEILSU FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi er svo duglegur að brenna brauð. Steingrímur Þórhallsson: Ákveðin líkamsrækt að spila á orgel FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Niður með sykurstuðul- inn er heiti nýrrar bókar frá PP-forlagi. Í henni er gerð grein fyrir áhrif- um mismun- andi fæðu- tegunda á blóðsykur- inn og boðið upp á fjórar uppskriftir að mataræði sem eiga að gera það auðveldara að léttast og lifa hollu lífi án þess að grípa til mein- læta. Mikið hefur verið talað um kolvetni í megrunarfæði. Eitt sinn var lausnin að borða sem mest af kolvetnaríku fæði en hin síðari ár hefur kolvetnalaust fæði verið mikið í tísku. Eftirlit með sykurstuðli er hins vegar nýjasta aðferðin í megrunarfæði. Sú fæða sem við erum vön að borða hefur mis- munandi hröð áhrif á syk- urinn í blóðinu og veldur of örum og óþægilegum sveiflum í blóðsykrinum. Sykurstuðullinn (sem á ensku kallast glycemic i n d e x , skammstaf- að GI) er notaður til að fylgjast með því h v e r n i g áhrif fæða hefur á syk- urmagn í blóði og því minni áhrif eða sveiflur sem skapast, því hollari er fæðan. Sérstaka athygli vekur að í bókinni er boðið upp á sérstaka megrunaráætl- un fyrir grænmetisætur, sem oftast verða útundan í kúrum sem miða að því að minnka kolvetnin. Í bókinni eru ýmis sjálfspróf og næringar- efnatöflur en jafnframt fróðleikur og ráðlegging- ar til að gera megrunina skemmtilegri. Bókin er aðgengileg og prýdd fal- legum myndum og stór- skemmtilegum og hollum uppskriftum. Nýr hollustufróðleikur frá PP-Forlagi: Niður með sykurstuðulinn!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.