Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 28
20 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Brautarholt 22 • Sími: 551 4003
www.thorshamar.is • thorshamar@thorshamar.is
Við vorum að reikna út ...
... að ef David Beckham fær 4.300 milljónir fyrir raksápusamn-
ing á næstu árum þá hefur hann 2,3 milljónir á dag fyrir að raka
sig ef við gefum okkur það að hann raki sig eftir morgunbaðið.
Raki hann sig einnig eftir æfingu og á fleiri líkamstöðum þá lækka
rak-launin talsvert.
„Hann er baneitraður. Ef hann væri í apóteki þá
væri hann lyfseðilsskyldur.“
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn í beinni sjónvarpslýsingu á leik
FH og Fram þegar Allan Borgvardt skoraði þriðja mark sitt í leiknum.sport@frettabladid.is
Alfreð Finnsson, þjálfari ÍBV:
Mikið púslu-
spil hjá ÍBV
HANDBOLTI Alfreð Finnsson, sem tók
við þjálfun ÍBV af Aðalsteini Eyj-
ólfssyni í vor, sagði spána koma
sér lítið á óvart.
„Spáin er í
raun svipuð og
maður gat búist
við fyrir fram.
Haukaliðið er
búið að bæta
mikið við sig og
er án vafa tölu-
vert sterkara
en í fyrra.
Mitt lið hef-
ur tekið miklum
breytingum og
ég á von á að
það taki nokk-
uð langan tíma
að setja saman
sterka liðs-
heild. Það fór nánast allt byrjun-
arliðið og þá var mikið áfall að
missa Önnu Yakovu núna um dag-
inn en á hinn bóginn eru komnir
sjö nýir leikmenn til liðs við okk-
ur. Þetta verður skemmtilegt og
krefjandi verkefni, mikið púslu-
spil í upphafi, það er alveg ljóst,
en við setjum stefnuna klárlega á
að halda okkar sæti enda er ÍBV
metnaðarfullt félag sem setur
stefnuna á toppinn.
Deildin skiptist nokkuð í
tvennt í fyrra og samkvæmt spán-
ni nú mun það gerast aftur en ég
er á því að liðin frá 4 til 7 séu
sterkari en þau voru í fyrra. Við
gætum alveg séð fram á vetur þar
sem óvænt úrslit og fullt af
skemmtilegum leikjum verði í
boði,“ sagði Alfreð Finnsson. ■
HANDBOLTI Árleg spá formanna,
þjálfara og leikmanna félaganna í
1. deild karla og kvenna í handbolt-
anum var birt á blaðamannafundi í
gær.
Þótt vissulega sé slík spá fyrst
og fremst til gamans gerð endur-
speglar hún engu að síður álit
manna á styrkleika liðanna fyrir
mót. Þetta árið var niðurstaðan hjá
körlunum varðandi efsta sætið ein
sú óvæntasta frá upphafi.
Kópavogsliðinu HK er spáð Ís-
landsmeistaratitlinum en félagið
hefur aldrei hampað þeim titli.
Hilmar Sigurgíslason er formaður
félagsins og þetta voru hans við-
brögð við spánni:
„Þetta kom okkur talsvert mik-
ið á óvart, það verður að segjast
eins og er. Við höfum ekki verið
mjög sýnilegir á undirbúnings-
tímabilinu, tókum ekki þátt í
Reykjavíkurmótinu en fórum þess
í stað í æfinga- og keppnisferð til
Svíþjóðar. Við höfum vissulega
bætt við okkur, fengum útlendan
þjálfara sem við væntum mikils af
sem og fleira.
Auðvitað eru allir í þessu til að
berjast um Íslandsmeistaratitilinn
en ég veit ekki hvort við séum,
eins og staðan er í dag, kandídatar
í það. Við stigum stórt skref þegar
bikarmeistaratitillinn kom í hús
árið 2003 og ég tel alveg að félagið
sé í stakk búið að taka eitt skref til
viðbótar upp á við og landa þeim
stóra. Líklega ekki á þessu tíma-
bili, en hver veit. Við höfum að
sjálfsögðu mikla trú á því sem við
erum að gera og það er mikill
metnaður hjá félaginu en við erum
núna að hugsa um uppbyggingar-
starfið fyrst og fremst og gerum
það næstu tvö til þrjú árin. Við
höfum í höndunum ungan og efni-
legan hóp og við ætlum okkur að
hlúa vel að honum. Við látum hins
vegar þessa spá ekkert raska ró
okkar. Það er fullt af góðum lið-
um í deildinni en mér sýnist
Haukar og Valur vera með
einna sterkustu liðin og
svo eru lið eins og ÍR,
ÍBV, Grótta/KR og
fleiri sem geta gert
góða hluti. Það eru
margir að leggja
svolítið undir fyrir
þetta mót og ég á
fastlega von á
því að það verði
skemmtilegt,“
sagði Hilmar
Sigurgíslason.
Hnífjafnt hjá
Haukum og
ÍBV
Hjá stelpun-
um var Haukum
spáð Íslands-
meistaratitlinum
en reyndar mun-
aði aðeins fjórum
stigum á þeim og
núverandi deildar,
bikar- og Íslands-
meisturum ÍBV. Harpa Melsted,
fyrirliði Haukastelpna, var nokkuð
hissa á spánni.
„Þessi niðurstaða kemur mér
töluvert mikið á óvart, ég bjóst
ekki við að okkur yrði spáð efsta
sætinu, reiknaði frekar með að
ÍBV yrði spáð því sæti.
Eyjastelpurnar hafa reyndar
misst fullt af leikmönnum en hafa
fengið annað eins í staðinn og þeg-
ar þær verða búnar að stilla saman
strengina verða þær mjög sterkar.
Þá kom það á óvart að Val skyl-
di ekki spáð ofar, Valsstelpurnar
ættu í rauninni að vera sterkari en
í fyrra, búnar að spila nokkuð
lengi saman, voru mjög góðar í
fyrra og ættu að vera orðnar að-
eins betri í dag. Þær fengu gríðar-
góða reynslu í úrslitakeppninni
sem ætti að nýtast þeim í vetur.
Mér sýnist á öllu að það verði fjög-
ur mjög sterk lið í toppbarátt-
unni, við vonandi, ÍBV, Val-
ur og Stjarnan.
Svo verður svolítið bil í
næstu lið en þetta er bara
spá og við sjáum bara hvað
setur. Við höfum án efa
styrkst frá því í fyrra en
þá urðum við fyrir
miklum áföllum. Ég
tel að við komum til
með að byrja frekar
hægt og rólega en
stefnan er að toppa á
réttum tíma – í það
minnsta verður þetta
mjög skemmtilegt og
að sjálfsögðu setjum
við markið hátt,“ sagði
Harpa Melsted.
sms@frettabladid.is
HK og Haukum spáð sigri
Árleg spá formanna, þjálfara og leikmanna félaganna í 1. deild karla og kvenna í handboltanum
var birt á blaðamannafundi í gær. Samkvæmt henni verja Haukar og ÍBV ekki titlinn í vor.
Gunnar Magnússon:
Stígandi í
Víkingsliðinu
HANDBOLTI Víkingum er spáð 11.
sæti hjá körlunum en liðið var ná-
lægt því að komast í úrslitakeppn-
ina í fyrra og var mun sterkara þá
en mörg árin þar á undan.
„Það er klárt að við ætlum okk-
ur að fara ofar en 11. sætið en
samt sem áður kemur þessi spá
ekkert mjög mikið á óvart hvað
okkur varðar. Við höfum misst
sterka leikmenn og okkar lykil-
leikmenn eru orðnir eldri og eru
tæpir. Það sem hrjáði okkur helst
í fyrra var skortur á stöðugleika
og við vorum að tapa dýrum stig-
um gegn lakari liðum en við stóð-
um okkur hins vegar afar vel á
heimavelli,“ sagði Gunnar
Magnússon. þjálfari Víkinga.
„Það er stígandi í handboltan-
um hjá Víkingi, við eigum mikið
af ungum og efnilegum leikmönn-
um sem munu fá aukna ábyrgð og
reynslu á komandi tímabili og við
viljum komast ofar og gera betur
en undanfarin ár,“ sagði Gunnar
Magnússon sem vonast eftir betri
byrjun en í fyrravetur. ■
HANDBOLTI Guðríður Guðjónsdóttir
þjálfar Valsstelpur en undir henn-
ar stjórn fór liðið alla leið í úrslit á
síðasta tímabili en tapaði þar gegn
ÍBV í rosalegri rimmu. Guðríður
sagði spána vera raunhæfa.
„Við erum búnar að missa
sterka leikmenn á meðan hin topp-
liðin eru búin að styrkja sig mikið
og það hefur auðvitað mikið að
segja. Þess vegna finnst mér spáin
nú vera mjög raunhæf. Það er auð-
vitað spurning um fyrsta og annað
sætið en Haukar og ÍBV eiga klár-
lega að vera með sterkustu liðin.
Það á hins vegar eftir að koma í
ljós hvernig ÍBV gengur að púsla
saman sínu liði – þetta er nánast
nýtt lið frá því í fyrra en ég held
að þær séu með sjö útlendinga
þannig að þær hljóta að geta eitt-
hvað. Haukarnir eru líka búnir að
fá mikið af nýjum mannskap og
eiga að vera miklu sterkari en í
fyrra.
Því má segja að í deildinni í ár
séu tvö mjög svo þétt og sterk lið
sem væntanlega koma til með að
slást um það sem er í boði. Stjarn-
an verður þó væntanlega mjög
sterk og auðvitað ætlum við að
reyna að láta til okkar taka.
Síðan eru þarna lið sem er spáð
neðar sem geta á góðum degi unn-
ið hvaða lið sem er, til að mynda
FH, Víkingur og Grótta/KR.
Þannig að það er engin ástæða til
að ætla annað en að fram undan sé
skemmtilegur handboltavetur,“
sagði Guðríður Guðjónsdóttir. ■
Í FÓTSPOR ALLA
Alfreð Finnsson, sem
tók við þjálfun ÍBV af
Aðalsteini Eyjólfssyni.
Guðríður Guðjónsdóttir þjálfar Valsstelpur:
Hin toppliðin eru búin
að styrkja sig mikið
ERFIÐARA EN Í FYRRA Guðríður Guðjónsdóttir þjálfar Valsstelpur en undir hennar
stjórn fór liðið alla leið í úrslit á síðasta tímabili en tapaði þar gegn ÍBV í rosalegri rimmu.
FLEIRI Á
LEIÐINNI
HK hefur einu
sinni unnið
stóran titil í
handboltanum
og það var
þegar unnu
bikarinn 2002.