Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R 80%veðsetningarhlutfallFrjáls íbúðalán, 4,2% verðtryggðir vextir Engin skilyrði um hvar þú ert með þín bankaviðskipti Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is H i m i n n o g h a f www.frjalsi. is SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Rassvasa- bókhald Það er náttúrlega óheyrilegt aðhagfræðingar skuli skipta sér af pólitík, enda benti verðandi og lang- þráður forsætisráðherra á það í Borgarnesi á dögunum. Pólítík og hagfræði eru tveir gersamlega að- skildir þættir mannlífsins – þjóna ólíkum tilgangi eins og sundskýla og vettlingar. Þetta neyddist ráðherrann til að benda föðurlega á þegar átta- villtur hagfræðingur stakk upp á því að til dæmis mætti spara ríkisút- gjöld í utanríkisþjónustunni til að mæta skattalækkunum. Ráðherrann benti góðlátlega á að utanríkisþjón- ustan væri fjárfrekust í útlöndum og að sparnaður á þessu sviði hefði eng- in hagfræðileg áhrif hér heima. HAGFRÆÐINGURINN var beð- inn að vera ekki með þetta rugl. Hag- fræðingar eiga að reikna og pólitíkus- ar eiga að fá að rugla í friði. Og þá er það ruglið. Nú er maður ferlega rugl- aður í ríminu. Hver á vasann? Er þetta útlenskur vasi? Er þetta rass- vasi sem enginn vissi um? Óneitan- lega minnir þetta þó á gamla ávísana- heftið hennar mömmu sem ungling- arnir héldu að byggðist á því einu saman að móðirin nennti að taka fram pennann og skrifa tékkann. Ég sem hélt að milljarða húseignir landans um víða veröld væru svokallaðir skattpeningar – að við ættum þessi sendiráð. Obbobbobb, og augnablik. Allt er þetta úr sama djúpa vasanum á götóttum buxum frónverjans. Kannski er tilvalið að nota þetta tæki- færi og senda pólitíkusa á námskeið í reikningi hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands. Merkilegustu mann- eskjur þessarar þjóðar horfa nú fram á verklausa daga ef ekki næst lausn á deilu kennara hið snarasta. ÁN ÞESS að maður vilji vera að rugla í einkamálum pólitíkusa má treysta nokk hverjum sem er til að dandalast í útlöndum. En kennarinn heldur á sjálfu fjöregginu, hefur framtíðina í hendi sér alla daga og ætti þess vegna að standa meðal þeirra launahæstu á landinu bláa. ANNAR PÓLITÍKUS benti einnig á að með því að draga úr þungum rekstri utanríkisþjónustunnar mætti auka fjárstreymi til heilbrigðiskerf- isins. Fín hugmynd. Eitt er víst að ef fram heldur sem horfir þá mun ég óska eftir því að verða flutt með sjúkraflugi til heilsubótardvalar annað hvort í sendiráði okkar í Jap- an eða Þýskalandi þegar ég fer að eldast og lýjast. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.