Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 14
Allt bendir til að sala Símans hafi verið slegin út af borðinu í bili. Nokkurt skrið komst á málið á síð- ustu vikum og var útlit fyrir að hægt yrði að hefja ferlið innan mjög skamms tíma. Nú virðist sem bakslag sé komið í þróunina. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði einkavæðingar- nefnd komist að niðurstöðu um ráðleggingar til ríkisstjórnarinn- ar. Næsta skref hefði því verið að auglýsa eftir ráðgjafa til þess að vera nefndinni innan handar um framkvæmd á sölu Símans. Allt benti til þess að ekkert væri því til fyrirstöðu að setja söluferlið í gang. Nú um helgina kom annað hljóð í strokkinn og nú er talið að áherslumunur stjórnarflokkanna sé meiri en áður var talið. Einkavæðingarnefnd löngu tilbúin Fyrir um hálfu ári var einkavæð- ingarnefnd komin í startholurnar og tilbúin með auglýsingu þar sem til stóð að lýsa eftir ráðgjafa til þess að sjá um sölu fyrirtækis- ins. Síðan þá hefur málið tafist. Meðal annars hafa stjórnarflokk- arnir haft ólíkar skoðanir á því hvort selja beri fyrirtækið í einu lagi, að hluta til kjölfestufjárfest- is eða með algjörlega dreifða eignaraðild að leiðarljósi. Framsóknarmenn hafa viljað fara hægar í sakirnar og vilja jafnvel að farin verði áþekk leið og var gert þegar Búnaðarbank- inn var seldur. Þá var hlutafé selt í skömmtum. Framsóknarmenn vilja ekki útiloka þá leið og hafa viðrað þá hugmynd að byrja eigi á því að selja lítinn hlut af fyrirtæk- inu og sjá svo til hver reynslan af því verði. Sjálfstæðismenn munu hins vegar hafa lagt áherslu á að söluferlið fari ekki í gang nema búið sé að hnýta alla lausa enda og aðilar á markaði geti frá upphafi gert sér grein fyrir hverjar fyrir- ætlanir ríkisstjórnarinnar séu. Þeir telja að þetta sé mikilvægt til þess að tryggja að ásættanlegt verð fáist fyrir félagið auk þess sem slík leið sé gagnsærri. Héldu að málið væri komið á skrið Sjálfstæðismenn töldu að yfirlýs- ingar framsóknarmanna á síðustu vikum gæfu sölunni byr undir báða vængi . Þá sagði Hjálmar Árnason þingflokksformaður að Framsóknarflokkurinn stæði með því að Síminn yrði seldur í heilu lagi til eins kaupanda. „Það er beðið eftir réttu tilboðunum,“ sagði hann í viðtali við Fréttablað- ið 30. ágúst. Valgerður Sverrisdóttir tók þá í sama streng og sagði að sér virt- ist ekki nein hreyfing vera á mál- inu en að ekki stæði á stuðningi framsóknarmanna. „Það er ekkert því til fyrirstöðu af hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins eða framsóknarmanna yfirleitt að selja Símann,“ sagði hún við Fréttablaðið sama dag. Í kjölfar þessara yfirlýsinga taldi einkavæðinganefnd ekkert lengur vera málinu til fyrirstöðu og fyrir helgi voru tillögur sendar til ráðherranefndar um einkavæð- ingu. Svo virðist hins vegar sem ekki hafi verið einhugur meðal ráðherranna um framhald máls- ins. Áherslumunur um dreifi- kerfið Um helgina virtist sem á yfirborð- ið kæmi ágreiningur um hvernig hátta ætti uppbyggingu dreifi- kerfis á landsbyggðinni. Fram- sóknarmönnum brá í brún þegar Davíð Oddsson lýsti því yfir að engin skilyrði myndu fylgja sölu Símans enda hafði Framsóknar- flokkurinn samþykkt söluna með þeim fyrirvara að tryggð yrði uppbygging dreifikerfis Símans á landsbyggðinni. Nú gera þeir hins vegar lítið úr þeim ágreiningi. Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokksins, segist ekki koma auga á áherslu- mun milli flokkanna og seg- ir ekkert því til fyrirstöðu af hálfu framsóknar- manna að selja Símann. „Ég get ekki séð annað en að skilningur okkar sé hinn sami og skiln- ingur forsætisráð- herra. Það er því eng- in fyrirstaða hjá okkur um það að Síminn verði seldur,“ segir hún. Hjálmar Árnason tekur í sama streng. Hann segir að póli- tísk ákvörðun um sölu fyrirtækis- ins liggi fyrir en nánari útfærsla verði í höndum einkavæðing- a r n e f n d a r. „Það er ekki e f n i s - l e g u r ágreining- ur. Menn m u n u finna lausn á því með hvaða hætti þeir fara í verkið,“ segir Hjálmar. Framsókn- armenn hafa lagt mikla áher- slu á að sala Símans fari ekki í gegn nema að tryggt sé að sam- hliða liggi fyrir áætl- un um eflingu dreifikerfa Símans á landsbyggðinni. „Þetta er spurn- ing um tímasetningar. Það er spurning hvort menn fara fyrst út í að efla dreifikerfið og selja svo. Það kemur líka til greina að nota ágóðann af sölunni í það verkefni og það er heldur ekkert sem úti- lokar að þetta tvennt geti átt sér stað á sama tíma,“ segir Hjálmar. Góður tími til að selja... Fjárfestar og greiningardeildir bankanna hafa að undanförnu bent á að nú sé góður tími til að selja Símann og fá gott verð fyrir. Markaðurinn er frísklegur og mikið fjármagn í umferð. Þessar aðstæður voru einnig uppi síðast þegar reynt var að einkavæða Símann. Þá var hins vegar beðið of lengi og markaðurinn hafði kólnað svo mjög þegar salan fór loksins af stað að áhuginn var takmarkaður. Áhuga- menn um einkavæð- inguna óttast að pólitísk togstreita kunni að valda því að annað gott tækifæri fari for- görðum sökum póli- tískra trakteringa. Í samtali við Fréttablaðið í gær segir Davíð Odds- son forsætisráð- herra að Síminn verði einka- væddur fyrir lok kjörtíma- bils. Ekki sé um aðrar t í m a t a k - markanir að ræða í þeim e f n u m . Þetta er í s a m r æ m i við það sem hann sagði í viðtali við Morgun- blaðið um helgina. Þar sagði hann að ríkisstjórnin væri „ekki á neinni hrað- ferð“ með mál- ið. Davíð segist ekki telja að ágreiningur sé á milli flokkanna um málið. „Manni sýnist þetta vera óskaplega lítill ágreiningur en það getur vel verið að hann eigi eftir að vaxa,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að breytingar verði gerðar á einkavæðingarnefnd þegar Halldór Ásgrímsson tekur við embætti forsætisráðherra á morgun. Davíð segir að við mat á því hvenær salan skuli fara fram verði miðað við „hvenær [sé] hagfelldast fyrir ríkissjóð og alla að klára þá sölu“. ...en óvíst að það verði nýtt Allt þetta hnígur að sömu niður- stöðu. Síminn verður ekki seldur strax þótt teikn um slíkt hafi ver- ið uppi allt fram á síðustu daga. Ýmis mál eru óleyst áður en hald- ið verður út í það ferli. ■ 14 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR SAMRUNI EKKI STÖÐVAÐUR Hugbúnaðarfyrirtækið Oracle hefur fengið grænt ljós á kaup á hugbúnaðarfyrirtæk- inu Peoplesoft. Stjórnvöld óskuðu eftir að samruninn yrði stöðvaður á grundvelli samkeppnislaga. Á myndinni sjást höfuð- stöðvar Oracle í Kaliforníu. Fjármálaráðuneytið endurskoðar hagvaxtarspá: Hagvöxtur verði yfir fimm prósent EFNAHAGSMÁL Landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi óx um 6,4 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Hagvöxtur hefur ekki ver- ið meiri síðan í lok aldamótaupp- sveiflunnar. Mikill vöxtur landsframleiðslu í ár er knúinn áfram af 21 pró- sents aukningu í fjárfestingu og 7,4 prósenta aukningu á verðmæti útflutnings. Einkaneyslan eykst um 6,5 prósent. Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að hagvöxtur á árinu verði 3,9 prósent og gerir ráð fyrir að heldur hægi á vextinum á síðari hluta ársins. Greiningar- deildin vekur einnig athygli á því í Morgunkorni í gær að þrátt fyrir kröftugan hagvöxt fari atvinnu- leysi ekki minnkandi. Því er sú ályktun dregin að orsök hagvaxt- arins sé aukin framleiðni vinnu- afls, þ.e. að fólk afkasti meiru á hverja vinnustund. Bolli Þór Bollason, skrif- stofustjóri efnahagsskrifstou fjármálaráðuneytisins, segir þróunina ekki koma á óvart. „Þróunin síðustu mánuðina hef- ur verið sú að hagvöxturinn sé klárlega heldur meiri en við gerðum ráð fyrir í okkar síðustu spá,“ segir hann. Fjármálaráðuneytið spáði því í apríl að hagvöxtur í ár yrði 4,5 prósent. Nú er unnið að uppfærslu þeirrar spár og gerir Bolli ráð fyrir að enn meiri hagvexti verði spáð. „Við verðum klárlega í fimm prósentum eða þar yfir,“ segir hann. ■ Símasalan sett í salt Allt útlit var fyrir að söluferli Símans væri innan seilingar þangað til um helgina. Þá kom hik á ríkisstjórnina og ágreiningur um uppbyggingu dreifikerfisins kom upp á yfirborðið. Nú bendir allt til þess að verkefnið sé komið í bið. ■ VIÐSKIPTI GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,55 -0,67% Sterlingspund 128,77 -0,02% Dönsk króna 11,79 -0,35% Evra 87.69 -0,33% Gengisvísitala krónu 121,83 -0,63% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 302 Velta 1.953 milljónir ICEX-15 3.558,68 0,87% MESTU VIÐSKIPTIN Kaupþing Búnaðarbanki hf. 725.775 Bakkavör Group hf. 511.427 Burðarás hf. 224.838 MESTA HÆKKUN Og fjarskipti hf. 12,04% Burðarás hf. 3,05% HB Grandi hf. 2,13% MESTA LÆKKUN Össur hf. -2,89% Flugleiðir hf. -1,70% Nýherji hf. -1,28% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.332,5 0,2% Nasdaq* 1.914,8 1,1% FTSE 4.558,5 0,3% DAX 3.953,3 1,7% NIKKEI 11.253,1 1,5% S&P* 1.127,1 0,3% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 OG VODAFONE HÆKKAR Hluta- bréf í Og Vodafone hækkuðu um tólf prósent í líflegum viðskipt- um í Kauphöll Íslands í gær. Þetta gerist í kjölfar kaupa Norð- urljósa á 35 prósenta hlut í félag- inu um helgina. Norðurljós keyp- tu hlut sinn á genginu 4,20 en lokagengi bréfa í Og Vodafone í gær var 4. Verðið sem Norðurljós greiddi var um sautján prósent- um yfir markaðsverði á föstudag- inn en þá stóð gengi þeirra í 3,57. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR BAKSVIÐS SALA SÍMANS I II III IV I II III IV I II III IV I II 2001 2002 2003 2004 BREYTING LANDSFRAMLEIÐSLU EFTIR ÁRSFJÓRÐUNGUM - HAGVÖXTUR 7,9% 0,1% 0,2% 1,3% 0,0% 0,1% -0,2% -1,8% 4,7% 3,4% 3,5% 4,9% 4,6% 6,4% Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.