Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.09.2004, Blaðsíða 34
26 14. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN SAVED! KL. 10 SUPERSIZE ME kl. 6 COFFEE&CIGARETTES kl. 10.10 ÞEIR HEFÐU ÁTT AÐ LÁTA HANN Í FRIÐI KING ARTHUR kl. 10.20 B.I. 14 THE VILLAGE kl. 10.10 B.I. 14 SHREK 2 kl. 4 M/ÍSL. TALINEW YORK MINUTE kl. 4 THE VILLAGE kl. 8 B.I. 14 GOODBYE LENIN kl. 5.40 Ein besta ástarsaga allra tíma Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýraspennumynd! SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I. 12 GAURAGANGUR Í SVEITINNI kl. 3.45 M/ÍSL. CATWOMAN kl. 6 og 8 THE BOURNE SUPREMACY kl. 6, 8 og 10.10 B.I. 14 SÝND kl. 8 og 10 B.I. 16 HHH - Ó.H.T. Rás 2 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHHH S.V. Mbl. HHH DV HHH Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Dude Where Is My Car kemur steiktasta grínmynd ársins. THUNDERBIRDS SÝND kl. 4, 6 og 8 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 14SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 HHH "Grípandi." H.L., Mbl HHH "Sterk og óvægin." Ó.Ö.H., DV SÝND kl. 6 og 8 HHHHS.G. Mbl. SÝND kl. 5.40, 8 og 10.20 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKUK TALI SÝND KL. 4 og 6 M/ENSKU TALI SÝND kl. 10.15 B.i. 14SÝND kl. 10.15 Sjóðheit og sexí gaman- mynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina Stór skemtileg nútíma saga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfs- dóttur í titilh- lutverkinu. SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS KL. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 5.20, 8 og 10.40 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5.20, 8 og 10.40 "Hún er hreint frábært." JHH kvikmyndir.com HHH1/2 Við kynnum nýjungar frá Ella Baché. Komið og fáið fría andlits- meðferð, pantið tíma. Ella Baché snyrtivörur í nýjum búningi Snyrtistofan Greifynjan Árbæ 15. sept. sími 587 9310 Snyrtihofið, Vestmannaeyjum 16. sept. sími 481 1444 Heilsudrekinn, Skeifunni 21. sept. sími 553 8282 Snyrtistofan Líkami og sál Mosfellsbæ, sími 566 6307 Studio 1, Kópavogi sími 553 7900 Heildverslunin Hjölur s 588 8300 LINDASÓKN Í KÓPAVOGI Viltu taka þátt í ögrandi og skemmtilegri umræðu um kristna trú? Námskeið að hefjast - fyrirlestrar og umræður í hópum. Kynningarfundur um Alfa námskeið verður haldinn 15. september kl. 20 í Leikskólanum Fífusölum. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 11 12 13 14 15 16 17 Þriðjudagur SEPTEMBER ■ ■ KVIKMYNDIR  20.00 Tvær breskar áróðurskvik- myndir gerðar í seinni heimsstyrj- öldinni, Listen to Britain og The Battle of Britain, verða sýndar hjá Kvikmyndasafni Íslands í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 María Jónsdóttir sópran og Elín Guðmundsdóttir píanóleik- ari koma fram í Salnum, Kópa- vogi, ásamt Huldu Dögg Proppé og félögum úr Fóstbræðrum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Alp Mehmet, sendiherra Breta á Íslandi, flytur fyrirlestur um starf diplómata í stofu 202 í Lög- bergi, Háskóla Íslands. Þetta er fyrsti fyrirlestur vetrarins í fyrirlestra- röð Stofnunar Vigdísar Finnboga- dóttur í erlendum tungumálum.  16.30 Francesco Milazzo, prófess- or í Rómarétti við lagadeild há- skólans í Catania, fjallar um laga- legt gildi hugtaksins “að gera eitt- hvað í góðri trú” á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri. Þingvalla- stræti 23, stofu 14. Hin unga sópransöngkona María Jónsdóttir ætlar að flytja nokkur vel valin einsöngslög og aríur í Salnum í Kópavogi klukkan 20 í kvöld. Hún hlaut í fyrra alþjóðleg- an styrk til náms sem veittur er framúrskarandi tónlistarnemum og mun hún hefja nám við The Royal Academy of Music and Drama í Glasgow nú í haust. Elín Guðmundsdóttir mun leika undir á píanó á tónleikunum og með Maríu munu félagar úr Fóstbræðrum og samnemandi Maríu, Hulda Dögg Proppé, taka lagið. Á efnisskrá verða íslensk sönglög eftir Jón Ásgeirsson, Sig- valda Kaldalóns, Sigfús Einars- son, Eyþór Stefánsson, Pál Ísólfs- son og Björgvin Guðmundsson. Þá verða einnig á dagskrá ljóða- söngvar og aríur eftir Beethoven, Schumann, Mozart og fleiri. Miðaverð er 2.000 krónur. ■ „Menning, menningarleg færni og menningarlegir árekstrar“ verður með einum eða öðrum hætti við- fangsefni fyrirlesara í fyrirlestr- aröð Mannfræðifélags Íslands í vetur, sem nú er að hefjast á ný eftir sumarfrí. Það er Valdimar Tr. Hafstein sem ríður á vaðið í kvöld með fyrirlestri um menningararfs- væðingu, sem hann nefnir svo. Þar fjallar hann um hugtakið „menningararf“, sem hann segir eiga sér styttri sögu en margan gruni. „Orðið sem slíkt er reyndar til í grein í bók frá því fyrir um 100 árum, en það er ekki notað af neinu viti fyrr en um 1980 og eft- ir það,“ segir Valdimar. Skriður fór ekki að komast á notkun þessa hugtaks í fjölmiðl- um og almennri umræðu á Vestur- löndum fyrr en árið 1972 þegar Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, gerði samn- ing um verndun menningar- og náttúruarfleifðar heims. Menningararfsvæðingin felst að sögn Valdimars í því að sjónar- horn og aðferðir minjasafna eru yfirfærð á daglegt líf okkar. „Þetta breytir meðal annars sambandi fólks við hlutina í kring- um sig og afstöðu þess til þeirra. Til dæmis er allt annað að sauma út ef þú gerir það með það í huga að þú sért að varðveita menning- ararf.“ Með þessu er menningin hlut- gerð, og Valdimar segir það líka eiga sinn þátt í því að menningar- arfurinn sé talinn í útrýmingar- hættu. „Hlutir eru alltaf forgengilegir. Þess vegna er menningin ekki í hættu fyrr en hún hefur verið hlutgerð.“ Útsaumur, rímur, íslensk glíma og íslensk tunga eru meðal þess sem fellur undir íslenskan menn- ingararf og er þess vegna komið í útrýmingarhættu. Valdimar segir þessa menning- ararfsvæðingu í senn vera and- svar gegn hnattvæðingunni og hluta af henni. „Ein af birtingarmyndum hnattvæðingarinnar er nefnilega túrisminn, og til þess að standa sig í samkeppni um ferðamenn þurfa staðir að skilgreina sérkenni sín.“ Fyrirlestrar Mannfræðifélags Íslands verða annan þriðjudag hvers mánaðar í vetur. Þeir eru haldnir í húsakynnum Reykjavík- urakademíunnar og hefjast klukk- an 20. ■ MARÍA JÓNSDÓTTIR OG ELÍN GUÐ- MUNDSDÓTTIR Flytur einsöngslög og aríur í Salnum í kvöld. Íslensk sönglög og aríur ■ TÓNLEIKAR VALDIMAR TR. HAFSTEIN Ræðir um menningararfinn á fyrsta fyrirlestrafundi Mann- fræðifélags Íslands í Reykjavíkurakademíunni í kvöld. ■ FYRIRLESTUR Menningin gerð forgengileg FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.