Fréttablaðið - 18.09.2004, Síða 49

Fréttablaðið - 18.09.2004, Síða 49
LAUGARDAGUR 18. september 2004 37 s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! Full búð af nýjum vörum Kids Goretex 70272 Kids Goretex 70272 HAUST/VETUR 2004 Flosi og konurnar Flosi Ólafsson er að leggja síð- ustu hönd á bók sem hlotið hefur titilinn Heilagur sannleikur. Bók- in fjallar um konur og á einum stað segir Flosi: „Það gefur auga- leið að maður sem lungann af heilli öld einbeitir sér að jafn af- mörkuðu umhugsunarefni og konan er, fer ósjálfrátt að öðlast meiri þekkingu á fyrirbrigðinu, en hinir sem eru sífellt að hugsa um eitthvað annað en kvenfólk.“ Það er Skrudda sem gefur bókina út, en í fyrra kom bók frá Flosa sem varð ein af metsölubókum ársins. Skrudda gefur út fleiri bækur fyrir jólin. Þar á meðal er spennu- saga eftir hinn heimsþekkta skoska sakamálahöfund Ian Rank- in. Bókin nefnist á frummálinu A Question of Blood og aðalpersón- an er rannsóknarlög- reglumaður- inn Rebus. Bókin kom út á Bret- landseyjum í fyrra og var til- nefnd til bókaverð- launa W.H. Smith bókakeðjunnar. Einnig má nefna að Skrudda gefur út fimmta smásagna- safn Ágústs Borgþórs Sverr- issonar, sem hefur hlotið nafnið Tvisvar á ævinni. ■ FLOSI ÓLAFSSON Nýja bókin hans heitir Heilagur sannleikur og fjallar um konur. Harmsaga Lizzie fyrirsætu Lizzie Siddal var uppgötvuð í hattabúð af skáldinu William All- ingham sem sagði vini sínum, Walter Deverell, frá fegurð henn- ar og hann réð hana til sín sem fyrirsætu. Eftir það sat hún fyrir hjá listmálurunum William Holman Hunt, John Everett Millais og Dante Gabriel Rossetti. Hún varð ástkona Rossettis, sem kenndi henni að teikna og mála og krafðist þess að hún sæti ekki fyrir hjá neinum öðrum en honum. Lizzie fyrirfór sér 29 ára gömul. Hún hafði ver- ið við slæma heilsu og varð háð lyfjum. Framhjáhald Rossettis og tregða hans til að giftast henni áttu einnig þátt í hnignun hennar. Fjölmargar sögur spruttu upp um samband hennar og Rossettis. Ein segir að hann hafi látið grafa upp lík hennar til að ná aftur í handrit að ljóðabók sem hann hafði lagt í kistu hennar. Þegar kistan var opnuð var líkið órotið og koparrautt hár hennar hafði haldið áfram að vaxa. Þessi saga og fleiri sem tengj- ast Lizzie og harmrænu sambandi hennar við Rossetti eru rifjaðar upp í nýrri bók sem heitir Lizzie Siddal: The Tragedy of a Pre- Raphaelite Supermodel og er eftir Lucindu Hawksley. Þetta er fyrsta ævisagan sem skrifuð er um Lizzie og hefur hún fengið prýðis- dóma. ■ LIZZIE SIDDAL Hún var fyrirsætan í þessu fræga málverki af Ófelíu eftir Millais. » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A RD A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R Á þriðjudögum Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.