Fréttablaðið - 18.09.2004, Page 56

Fréttablaðið - 18.09.2004, Page 56
44 18. september 2004 LAUGARDAGUR „Jú, ég drekk kaffi. En ég segi stundum að það sé hollara að hafa það á veggjunum en í maganum,“ segir Bergur Thorberg myndlist- armaður, sem vakið hefur athygli fyrir kaffimyndir sínar. Þær eru ekki myndir af kaffi, heldur notar hann kaffið til að mála með. Bergur segir kaffið vera ríkt af litarefnum og engin hætta á að það hverfi af pappírnum. „Menn þekkja það, ef þeir missa kaffi á hvíta skyrtu, að það er nánast vonlaust að ná því úr. Fyrstu kaffimyndirnar mínar, sem ég seldi hér á Íslandi upp úr 1990, hafa hangið á Ara í Ögri all- ar götur síðan og eru hluti af staðnum.“ Bergur hefur reyndar látið gera ítarlega úttekt á mismunandi kaffitegundum til þess að finna út hvað hentar best til þess að nota í myndlistinni. „Kaffi getur verið svo gríðar- lega misjafnt. Litatónninn í því er mjög misjafn eftir tegundum, og allt bendir til þess að ekki sé sama hvar kaffiplantan vex í heiminum. Þetta er alveg eins og með léttvín- in.“ Í gær opnaði Bergur sýningu á verkum sínum í Listhúsi Reykja- víkur, sem er nýtt gallerí í Iðuhús- inu að Lækjargötu 2, svo þar gefst fólki kostur á að skoða kaffimynd- irnar, sem renna út eins og heitar lummur hvar sem hann kemur. Á sýningunni eru einnig nýstár- leg landslagsmálverk, þar sem hann fer reyndar ekki troðnar slóðir frekar en í kaffimyndunum. „Ég hef verið að þróa hug- myndina að þessum landslags- myndum í mörg ár, en alltaf verið að leita að birtingarformi fyrir þær. Svo byrjaði ég á að leika mér með M og W. Ég byrjaði á að vinna þessi verk með M-forminu, síðan sneri ég því við og var þá kominn með tvöfalt vaff.“ Landslagsmyndirnar hans hafa ríka skírskotun í það sem hann nefnir upplýsingalandslag. „Það eru þarna tengingar í línurit og skoðanakannanir sem eru svo stór hluti af nútímanum. Fólk er svo mikið fyrir að mæla alla hluti í dag.“ Myndirnar heita sumar hverj- ar nöfnum á borð við Dow Jones og Nasdaq. En þarna má einnig sjá fjöllin Baulu og Fimmvörðu- háls. „Svo mála ég allt á hvolfi,“ bætir Bergur skyndilega við. „Ég byrjaði á því fyrir um það bil tíu árum, bæði til þess að gera sjálf- um mér erfiðara fyrir og til þess að fá annað sjónarhorn á mynd- ina.“ ■ Notar kaffi til að mála með HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Föstudagur SEPTEMBER ■ LISTSÝNING Laugardagur 18/9 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun kl 20 Sunnudagur 19/9 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 KYNNINGARVEISLA - OPIÐ HÚS Við kynnum leikárið: Stutt atriði, dans, söngur, gleði og grín Allir velunnarar velkomnir! Su 19/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR KR 10.700 (þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTAKORT KR 18.300 (Þú sparar 8.700) BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR Reykjavík - á fleygiferð til framtíðar Sýning um hvernig Reykjavík breyttist úr sveit í borg Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, Rvk. Opin kl. 13-17 - ókeypis aðgangur ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Tvær breskar áróðurskvik- myndir gerðar í seinni heimsstyrj- öldinni, Listen to Britain og The Battle of Britain, verða sýndar hjá Kvikmyndasafni Íslands í Bæjar- bíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Douglas A. Brotchie, organisti Háteigskirkju, leikur og kynnir fimm stutt frönsk orgelverk á hádegistón- leikum í Hallgrímskirkju.  21.00 Hljómsveitin I adapt heldur seinni útgáfutónleika sína í De Palace við Hafnarstræti. Meðal þeirra sem hita upp eru Jan Mayen, Zero Tolerance, Isidor og ESP.  Hljómsveitin Úlpa spilar á sárabótar- tónleikum á Bar 11 í staðinn fyrir þá sem féllu niður síðasta föstu- dag. Þeir hefjast uppúr miðnætti og plötusnúður á eftir. Frítt inn. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Beisk Tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder í uppsetningu Leikfélags Hafnar- fjarðar í gamla Lækjarskóla. ■ ■ LISTOPNANIR  16.00 Þorri Hringsson og Þórunn Hjartardóttir opna sýningar í Listasafni ASÍ. Þorri sýnir í Ás- mundarsal olíumálverk úr Aðal- dal. Þórunn sýnir innsetningu í Gryfjunni. BERGUR THORBERG Opnar sýningu á kaffimyndum sínum og frekar óvenjulegum landslagsmyndum í Iðuhús- inu í dag.  Dansleikur með Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar verður í Klúbbn- um við Gullinbrú. Hljómsveitin er skipuð Magnúsi Kjartanssyni, Finnboga Kjartanssyni, Gunnari Jónssyni og Birgi Gunnlaugssyni og er að koma framm í fyrsta skipti í tvö ár.  Hljómsveitin Sex Volt spilar á Sölku, Húsavík.  Dúettinn Halli og Kalli skemmta í Ara í Ögri.  Spútnik skemmtir á Players í Kópa- vogi.  Addi M. spilar á Catalinu.  Palli Maus verður uppi á Laugavegi 22, en Honky Tonk niðri.  Spilafíklarnir leika í kjallaranum á Celtic Cross, á efri hæðinni spilar trúbadorinn Garðar.  Hljómsveitin Allir nema Ringo held- ur uppi Bítlastemmningu á Classic Rock, Ármúla 5.  Hljómsveitin Á móti sól spilar á Gauknum. ■ ■ FUNDIR  21.00 Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, kynnir vetrarstarfið á skemmti- staðnum Hressó. ■ ■ SAMKOMUR  Blásið verður til Hausthátíðar í Ár- bæjarhverfi og Grafarholti. Fyrir- tæki, stofnanir og félagsamtök í Árbænum hafa lagt hönd á plóg- inn og dagskráin stendur yfir allan daginn. Ásinn, nýi þjónustukjarn- inn, verður vígður, fjölskyldu- messa verður í Árbæjarkirkju, Gervigrasvöllurinn verður vígður, tónleikar verða á Fylkisvelli. Hátíð- inni lýkur svo með glæsilegu lokaballi Fylkis um kvöldið. ■ ■ MARKAÐIR  12.00 Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum í Mosfellsdal verður opinn milli 12 og 16. Glæpagengið í Chicago með öllum sínum léttklæddu ofurmeyjum og ofursveinum birtist aftur á fjölun- um í Borgarleikhúsinu núna í kvöld. Sýningin hlaut tvenn Grímu- verðlaun á síðasta leikári. Hún var valin vinsælasta sýning árs- ins og Elín Edda Árnadóttir hlaut verðlaunin fyrir bestu búningana. Þær Jóhanna Vigdís Arnardótt- ir og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir fara með hlutverk hinna harðsvíruðu Elmu K og Roxý H, en Sveinn Geirsson er lögfræð- ingurinn ómótstæðilegi, Billi Bé. Auk þeirra kemur 21 leikari og dansari fram í sýningunni og sjö manna hljómsveit. Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson. Gísli Rúnar Jónsson hefur hlotið mikið lof fyrir þýðingu og aðlögun verksins. Lárus Björnsson sér um lýsingu. Sigurjón Jóhannsson gerði leikmynd. Jochen Ulrich samdi dansa, en Þórhildur Þor- leifsdóttir er leikstjóri. Örfáar sýningar verða á söng- leiknum nú í haust. ■ Chicago heldur áfram FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ■ LEIKSÝNING ÚR SÝNINGU BORGARLEIKHÚSSINS Söngleikurinn Chicago verður sýndur eitthvað fram eftir hausti. Á ÞRIÐJUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins -

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.