Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 12
Framleiða stjórnmálamenn Svokölluð umræðustjórnmál eru til um- fjöllunar í nýjasta hefti Ritsins, tímarits Hugvísindastofnunar Há- skóla Íslands. Eiga þar greinar Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir og heim- spekikennararni r Róbert Haraldsson og Sigríður Þorgeirs- dóttir. Gerir Sigríður meðal annars að umtalsefni að innan Sam- fylkingarinn- ar hafi ekki feng- ið að þrífast gagnrýnin umræða um Kára- hnjúkavirkjun. Ingibjörg Sólrún bregst við með þeim orðum að án efa sé ótti við það í Samfylkingunni eins og öðrum flokkum að tala opinskátt gegn form- legri stefnu flokksins í einstökum mál- um. Hún bætir síðan við þessari athygl- isverðu hugleiðingu: „Í stjórnmálaflokk- um er gjarnan litið á það sem ógnun við flokksheildina og lögð áhersla á að flokkar tali einni röddu ñ komi fram sem liðsheild. Þetta er skiljanlegt en án efa þrengir að flokksstarfi og gerir það að verkum að fólk og umræða finnur sér ekki farveg í stjórnmálaflokkum. Smátt og smátt breytast flokkarnir í fyr- irtæki sem framleiða stjórnmálamenn í stað þess að vera öflugur umræðuvett- vangur fyrir fólk með hugmyndir og hugsjónir“. Fátt um svör Einkennilegt er að ekki skuli hægt að fá skýr svör um það í ráðuneytunum hver gegni ráðherraembætti hverju sinni úr því að sú regla er í gildi að menn fari ekki úr landi án þess að staðgengill fari með málaflokkinn á meðan. Í Fréttablað- inu á laugardaginn kom fram að í fjár- málaráðuneytinu vissu menn ekki hver leysti Geir H. Haarde af hólmi meðan hann væri á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Var fyrst svarað að það væri Sturla Böðvarsson en þegar blaðamaður benti á að Sturla væri líka utanlands var Árni Mathiesen nefndur. „Árni er raunar staddur í Bandaríkjunum og ekki væntanlegur heim fyrr en um miðja næstu viku. Fátt var um svör þeg- ar bent var á þetta,“ segir í fréttinni. Að setja Jón Steinar í Hæstarétt er eins og að gera Eirík Jónsson að ríkissáttasemjara upp úr kennara- verkfalli. Það er eins og að taka aðaltuddann í vörn annars liðsins í fótbolta og gera hann að dómara í miðjum leik. Þetta passar ekki. Sú hugmynd að Jón Steinar geti verið hlutlaus dómari hreinlega passar ekki. Allt þetta undarlega brölt verður einna helst skilið sem framhald af bar- áttu Davíðs Oddssonar við Hæsta- rétt út af síendurteknum lögbrot- um ríkisstjórnar hans sem réttur- inn þurfti að úrskurða um, einkum gagnvart öryrkjum. Oft voru þessi lögbrot ríkisstjórnarinnar einmitt að undirlagi Jóns Steinars. Sem nú virðist hafa ákveðið að þetta gangi ekki lengur, hann verði sjálfur að fara þarna inn og taka til hendinni. Að minnsta kosti er augljóst að valdamikil öfl telja að mikið sé í húfi að honum hlotnist embættið. Morgunblaðið gerist skyndi- lega sérstakt málgagn þessa til- tekna lögmanns og skrifar tvo leið- ara um hvílík ósvinna það sé hjá Hæstarétti að sinna lögboðnu hlut- verki sínu um að gefa umsækjend- um umsagnir en einkum þó að dirfast að setja Jón Steinar ekki ofar á blað en raunin er. Þar tókst að eyðileggja enn frekar gamla viðleitni til að gera Moggann að þjóðarblaði og er nú lítið að verða eftir af því. Hópur lögmanna hefur líka farið þá einstæðu leið að safna undirskriftum til stuðnings Jóni Steinari – og mun það vera hend- ing ein að bréfið það arna var skrifað á tölvuna hans. Þessir lög- menn virðast ekki hafa hugsað út í þá stöðu sem það setur þá í gagnvart honum í hugsanlegu dómarasæti í málum sem þeir sækja. Að ekki sé talað um þá sem ekki skrifa undir. Þetta upp- átæki virkar óneitanlega á utan- aðkomandi eins og verið sé að tryggja sér sæti nálægt hlýju valdsins. Jón Steinar virkar reyndar á mann sem býsna glúrinn lögmað- ur – þó að ég hafi náttúrlega ekki hundsvit á þessu fagi. En þótt klókur kunni að vera þá er hann enginn Njáll – og þaðan af síður nokkur Salómon. Hann er harð- drægur fyrir hönd umbjóðenda sinna, fundvís á veilur hjá and- stæðingum, ástríðufullur og iðu- lega ófyrirleitinn í málflutningi, umfram allt afar einsýnn og hefur ekki til þessa orðið uppvís að því að sjá tvær hliðar á sama máli. Hann þolir ekki að tapa og er einhver umsvifamesti deiluaðili seinni tíma hér á landi. Af blaða- skrifum hans að dæma virðist hann eins og margir Íslendingar hafa sérkennilega unun af þrasi og hefur átt hlut að flestum stórum – og jafn- vel smáum – ágreiningsefnum sem upp hafa komið í þjóðlífinu síðustu árin. Hann er raunar svo þrasgjarn og gefinn fyrir að eiga síðasta orðið að ég minnist óvæginnar ritdeilu sem hann átti eitt sinn í sem for- maður yfirkjörstjórnar við fatlaðan mann sem hafði kvartað yfir að- gengi hjólastóla í kjördeild sinni. Hann vill með öllum ráðum fá sitt fram, sem er ekki ákjósanlegur eiginleiki hjá dómara þótt nauð- synlegur sé góðum verjanda – hann hefur ekki áru þess manns sem sker úr um mál, sættir, leitar sannleikans og hinnar réttlátu nið- urstöðu sem öllum sé fyrir bestu og kveður upp viturlega úrskurði. Jón Steinar hefur ekki áru manns sem vegur mál og metur. Hann er alltaf viss. Því verður mér svo tíðrætt um áru Jóns Steinars í þjóðlífinu að hún skiptir hér meginmáli. Hana hefur hann sjálfur búið til með opinberri framgöngu sinni. Og hún er eldrauð af langvinnu þjarki um stórt og smátt. Vel kann að vera að hann sé ein- hverjum þeim kostum búinn sem nauðsynlegir eru dómara – hvað veit maður? – hann er kannski annálaður mannasættir í Lunch united en það er ekki sú hlið sem hann snýr að almenn- ingi. Allt snýst þetta um traust. Okkur borgurum þessa lands er það höfuðnauðsyn að geta treyst Hæstarétti og dómum hans. Þótt manni kunni stundum að sýnast að lagatæknilegir annmarkar á mála- tilbúnaði verði til þess að sekir menn sleppi með sýknu og manni gremjist það þá er það enn ríkari ástæða fyrir því að dóminn skipi fólk sem maður grunar ekki um græsku. Með öðrum orðum: þótt við getum ekki alltaf treyst því að nið- urstöður dóma séu réttlátar sam- kvæmt almennri réttlætiskennd þá verðum við að geta treyst því að dómararnir leiti hinnar réttu niðurstöðu. En kannski skiptir þetta engu máli þegar upp verður staðið: vandséð er í hvaða málum Jón Steinar Gunnlaugsson getur dæmt. Hann hefur í gegnum árin staðið í svo mörgum rifrildum að sem hæstaréttardómari verður hann sennilega alltaf vanhæfur í öllum málum, þarf ævinlega að víkja sæti, fær aldrei að gera neitt. Verður svo forseti Hæsta- réttar og hefur þann starfa helst- an með höndum að fara með jöfnu millibili út á Keflavíkurflugvöll til þess að taka á móti Ólafi Ragn- ari Grímssyni. ■ Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voruslíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opin-berum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til út- legðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumark- aði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vanda- menn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolla- dóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun – Alzheimersjúkdómi – föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðar- innar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra. Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúk- dómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyld- um þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. „Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt,“ segir hún. Von- andi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að um- hugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: „Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það“. Undir þetta skal tekið. ■ 27. september 2004 MÁNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Sjúkdómar eiga ekki að vera feimnismál. Gleymum ekki hinum gleymnu ORÐRÉTT Góður faðir „Hann [Jón Steinar Gunnlaugs- son] stendur með fólki sem er misrétti beitt. Hann ver rétt- lætið. Alltaf. Hann er engin heybrók, eins og svo margir, sem eru alltaf að passa að hafa alla góða og vera þess vegna óum- deildir. Fleiri þyrftu að vera eins og hann. Of mikið óréttlæti við- gengst vegna þess að gott fólk þorir ekki að takast á við það.“ Gunnlaugur Jónsson svarar gagnrýni Ólafs Hannibalssonar á föður sinn, Jón Steinar Gunnlaugsson. Frétta- blaðið 26. september. Ný gullaldarrás „Við höfum oft saknað þess að vera ekki með fleiri en eina sjón- varpsrás. [...] Ef við hugsum síð- an til alls gamla safnaefnisins sem alltaf er gaman að rifja upp og endursýna, gætum við opnað nýja „gullaldarrás.“ Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri um stefnu Ríkisútvarpsins. Frétta- blaðið 26. september. FRÁ DEGI TIL DAGS Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnis- mál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. ,, gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG DÓMARAR GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Þetta passar ekki. Sú hugmynd að Jón Steinar geti verið hlutlaus dómari hreinlega passar ekki. Allt þetta undarlega brölt verður einna helst skil- ið sem framhald af baráttu Davíðs Oddssonar við Hæstarétt út af sí- endurteknum lögbrotum rík- isstjórnar hans sem réttur- inn þurfti að úrskurða um, einkum gagnvart öryrkjum. ,, Við þurfum að treysta dómurum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.