Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 1
● hefur slegið í gegn í körfuboltanum Jón Arnór Stefánsson: ▲ SÍÐA 23 Verð alltaf sáttur í Evrópu ● og á næstu plötu. Hver er Barði? ▲ SÍÐA 30 Spurningunni svarað í stuttmynd ● er 24 ára í dag.es Þórdís Elva Þorvaldsdóttir: ▲ SÍÐA 16 Leikkonan sem varð leikskáld MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR KONUR Í KVIKMYNDUM Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræð- um, í samstarfi við Nordisk Panorama kvikmyndahátíðina, býður til málstofu um konur í kvikmyndum og kvikmyndagerð klukkan 15, á Hótel Borg. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HIÐ FEGURSTA HAUSTVEÐUR Og víðast bjartviðri. Hiti 5-12 stig að deginum en víða næturfrost. Sjá síðu 6. 27. september 2004 – 264. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Gaman að selja hús Sigrún Gissurardóttir: LÍTILL VILJI TIL AÐ SETJA LÖG Á VERKFALL Lítill hljómgrunnur meðal þingmanna fyrir því að binda enda á kenn- araverkfall með lögum. Vinstri-grænir úti- loka það. Sjá síðu 2 VELDUR VARLA VARANLEGUM SKAÐA Barnasálfræðingur segir ólíklegt að verkfall valdi fötluðum börnum varan- legum skaða. Þau geti þó þurft sinn tíma til að jafna sig. Sjá síðu 4 ERFIÐLEIKAR Á SIGLUFIRÐI Erfið- leikar eru í atvinnumálum Siglufjarðar. Gíf- urlegur samdráttur, segir formaður verka- lýðsfélagsins. Sjá síðu 6 FRÉTTAHAUKUR HLEYPUR Á SIG Hætt er við að orðstír Dan Rather, frétta- manns hjá CBS, hafi beðið varanlegan hnekki. Hann gerði alvarleg mistök í um- fjöllun um Bandaríkjaforseta. Sjá síðu 8 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 BANDARÍKIN, AP Fellibylurinn Jeanne, sem farið hefur um Karabíska hafið undanfarna viku og valdið dauða um 1.500 manns, skall á austurströnd Flórída á miðnætti á laugardag. Bæirnir Stuart, Fort Pierce og Vero Beach urðu verst úti og í gærkvöldi bárust fréttir um að tveir hefðu látist. Þök rifnuðu af húsum, rafmagnslínur slitnuðu og brak frá því síðustu fellibyljir fóru yfir svæðið fauk um allt. Meira en milljón heimili urðu raf- magnslaus. Þak rifnaði meðal annars af sjúkrahúsi í Stuart og lak vatn inn á sjúkrastofur. Færa þurfti fjölda sjúklinga á neðri hæðir sjúkrahússins. Í gærkvöldi stefndi Jeanne í átt- ina að Orlando en þaðan er búist við að fellibylurinn fari í átt að Georgíu og Karolínu. Jeanne er fjórði felli- bylurinn sem fer yfir Flórída á síð- ustu sex vikum. Hann kom á land á sama stað og Frances gerði fyrir þremur vikum. Áður en Jeanne reið yfir Flórída höfðu tryggingafélög metið eignatjónið á allt að 18 millj- arða króna. Sú tala á eftir að hækka. Fréttablaðið ræddi í gær við Guðjón Sverrisson sem búsettur er í Miami. Guðjón sagði Miami hafa sloppið við fellibylinn. „Það var allt með kyrrum kjörum hjá okkur, utan hvað það rigndi nokkuð hressilega hjá okkur í morgun,“ sagði Guðjón. Sjá síðu 2 Fellibylurinn Jeanne skall á austurströnd Flórída um helgina: Þök rifnuðu og raflínur slitnuðu Fjarstýrðir bensínbílar verð frá 39.999. Startpakkinn fylgir öllum bílum. Úrval varahluta og aukahluta. Kringlunni 568-8190 Smáralind 522-8322 SVEITARSTJÓRNARMÁL Forystumenn sveitarfélaganna og samninganefnd sveitarfélaganna komu saman til fundar á föstudag til að ræða stöð- una í kennaraverkfallinu. Lýst var trausti á samninganefndinni og henni falið að halda óbreyttri stefnu í viðræðum við kennara. Sífellt fleiri sveitarstjórnar- menn telja að deilan leysist ekki fyrr en að ríkið réttir hlut sveitar- félaganna í tekjuskiptingu þeirra á milli. Ljóst þykir að sveitarfé- lögin hafi ekki ráð á að samþykkja kröfur kennara og ósennilegt er að þeir dragi úr kröfunum. Lykillinn að lausn deilunnar virðist því í höndum ríkisins. Hins vegar miðar hægt í við- ræðum nefndar sem fjalla átti um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún hefur starfað í um eitt ár en án árang- urs. Þetta þykir sumum sveitar- stjórnarmönnum óásættanlegt og telja viðmælendur Frétta- blaðsins að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem á fulltrúa í nefndinni, hafi ekki beitt nægi- legri hörku í málinu. Tvö dæmi eru helst nefnd um hvernig hallað hefur á sveitarfé- lögin á undanförnum árum. Þegar ríkið lækkaði tekjuskatt á fyrirtæki fjölgaði einkahlutafé- lögum mikið en að sama skapi dró úr tekjum sveitarfélaga. Talið er að t e k j u t a p i ð hafi numið rúmum millj- arði króna á ári undanfarin þrjú til fjögur ár. Þá er nefnt að sveitarfé- lögin hafi þurft að greiða sífellt hærra hlutfall húsaleigubóta sem nemi á þriðjahundrað milljón króna á ári. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir að tryggja þurfi að ríkið skili til baka fjárhæðum sem það hafi haft af sveitarfélög- unum á undanförnum árum. ,,Þetta eru háar upphæðir sem ríkið hefur haft af sveitarfélögun- um, jafnt með skattkerfisbreyt- ingum sem öðrum álögum.“ Stefanía Traustadóttir, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir að fjárhagslegur rammi sveitar- félaganna sé sprunginn og kröfur kennara rúmist ekki innan hans. Það líti því ekki út fyrir að hægt sé að leysa deiluna án þess að ríkið bæti þar úr. ghg@frettabladid.is Ríkið leysi kjaradeilu kennara úr sjálfheldu Sífellt fleiri sveitarstjórnarmenn telja að ekki sé hægt að leysa kjaradeilu kennara nema að ríkið auki tekjur sveitarfélaganna. Fjárhagsrammi sveitarfélaganna sprunginn. Talið að Samband ís- lenskra sveitarfélaga beiti ekki nægilegri hörku í viðræðum við ríkið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. ÓLGUSJÓR VIÐ TITUSVILLE Eigandi húsbáts sem varð fellibylnum Jeanne að bráð gengur hnípinn eftir hafnarbakkanum í bænum Titusville í Flórída á meðan húsbáturinn marar hálfur í kafi. Fjórði bekkur: Samræmd próf í óvissu VERKFALL Óvissa er um samræmd próf fjórða bekkjar í 180 grunn- skólum sveitarfélaganna. Prófa á börnin í stærðfræði og íslensku dagana 10. og 12. október. Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjóra- félagsins sem á í kjaraviðræðum við sveitarfélögin, segir að sjá verði til með framkvæmd próf- anna þegar samningar náist. Hann segir prófin ætluð til að leiðbeina skólum um stöðu sinna nemenda. „Það getur því verið að prófin verði haldin ef samningar nást fyrir þann tíma því allir grunnskólanemendur eru undir sömu sök seldir.“ ■ LÚÐVÍK GEIRSSON Tryggja þarf sveitar- félögum auknar tekjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.