Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 16
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann, leikkona, hefur selt Hafnarfjarðarleikhúsinu sitt fyrsta leikrit í fullri lengd. Þór- dís er að vonum yfir sig ánægð með áhugann sem þessi frum- raun hennar, sem leikskáld, vakti í Hafnarfirðinum ekki síst þar sem hún er aðeins 24 ára gömul. „Ég er ekki búin að ákveða endanlegt nafn á verkið en vinnutitilinn er Brotið og það getur vel farið svo að hann haldi sér,“ segir Þórdís Elva sem byrj- aði að skrifa leikritið síðasta haust. „Það kom eiginlega bara til mín. Ég sat eitt kvöldið með tölvuna í fanginu og skrifaði senu. Ég var svo ánægð með hana að ég bætti og bætti við. Kærastinn minn, Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari, hafði tröllatrú á verkinu en ég var frekar hógvær sjálf og ætlaði ekki að hampa þessu mikið í byrjun enda var þetta bara fyrsta uppkast og venjulega þarf að endurskrifa svona texta oft. Guðmundur vildi hins vegar að við hefðum leiklestur með ungum leikurum og hæfileikarík- um krökkum. Það var ofboðslega gaman. Leikararnir voru mjög já- kvæðir og hvöttu mig áfram þannig að í einhverju hugdirfsku kasti sendi ég verkið á nokkra aðila og fékk svona jákvæð við- brögð frá Hafnarfjarðarleikhús- inu sem keypti verkið að lokum.“ Þórdís Elva segir að hlutirnir hafi gerst hratt eftir að hún sendi verkið frá sér. „Ég ætlaði ekki að sýna neinum þetta í upp- hafi þannig að það er skemmti- legt að þetta hafi gengið svona vel og að framleiðsluferlið sé farið af stað. Þetta er framar öllum mínum vonum.“ Þórdís lagði leiklistina fyrir sig sem leikkona og segist ekki hafa lært neitt viðkomandi leik- ritun. „Mig grunaði því ekki fyr- ir ári síðan að ég myndi standa uppi sem leikskáld og hefði þótt tilhugsunin mjög fyndin.“ Þórdís Elva segist vera í miklum ham þessa dagana og hafi til að mynda skrifað heilt leikrit á innan við sólarhring í síðustu viku. „Ég er hálf ofvirk en þetta er að vísu 20 mínútna örverk.“ Þórdís segist vera sískrifandi en það megi með sanni segja að Brot sé hennar fyrsta leikrit, í það minnsta í fullri lengd, en einþáttungurinn hennar, Áttu smit vakti athygli í sumar. Þórdís mun taka virkan þátt í að koma verkinu á fjalirnar og á jafnvel von á að það gerist strax í byrjun næsta árs. „Þetta er af- skaplega spennandi verkefni en ég er samt nett stressuð. Það er gott að vera viðstaddur sem höfundur og vera til viðræðu um hvað betur megi fara og þess háttar. Hættan er sú að maður verði of mikið til staðar og þrengi að leikurunum en þá verður manni bara sagt að pakka sér saman í viku eða svo. Ég ætla fyrst og fremst að læra sem mest af þessari reynslu enda er ég að stíga mín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi.“ thorarinn@frettabladid.is 16 27. september 2004 MÁNUDAGUR GWYNETH PALTROW Þessi fjölhæfa Óskarsverðlauna- leikkona er 32 ára í dag. Frumraunin fer beint á svið Þórdís Elva 24 ára leikskáld kemur frumraun sinni á fjalirnar. „Fegurð er fyrir mér að vera sátt- ur við sína eigin húð. Eða brjálæð- islega rauður varalitur.“ Útlitspælingarnar vefjast ekki fyrir afmælisbarninu Gwyneth Paltrow. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sigurður Dagsson knattspyrnumaður er 60 ára. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og prófessor, er 57 ára. Sigurður Jónsson knatt- spyrnumaður er 42 ára. ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR BACHMANN Er ákaflega ánægð með að frumraun hennar sem leikskáld verði sett upp i hinu nýja Hafnarfjarðarleikhúsi. „Þetta nýja hús er gífurlega spennandi og ég óska Hafnarfjarðarleikhúsinu innilega til hamingju með það. Hópurinn sem stendur á bak við Hermóð og Háðvöru er búinn að vera ótrúlega ötull og duglegur í gegnum tíðina og það er frábært að þau séu komin með þessa aðstöðu.“ 27. september 1999 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, axlarbrotnaði þegar hann féll af hestbaki um sjöleytið að kvöldi þessa dags árið 1999. Forsetinn var í útreiðartúr austur að Leirubakka í Landsveit ásamt mönn- um sem þá voru áberandi í íslensku viðskiptalífi og heitkonu sinni Dorrit Moussaieff. Hestur forsetans tók upp á þeim óskunda að kasta honum af baki með þeim afleiðingum að hann brotnaði illa á vinstri öxl. Það þótti ekki ráðlegt að hreyfa forsetann og því var á- kveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á sjúkrahús í Reykjavík. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari DV, var með í för og náði hann nokkrum ógleymanlegum myndum af Dorrit þar sem hún sat við hlið forsetans og hlúði að honum á meðan beðið var eftir þyrlunni. Þjóðin var að vonum mjög forvitin um þessa dularfullu konu sem forsetinn vildi fá að kynnast í tilfinningalegu svigrúmi en þetta atvik og myndir Gunnars urðu strax til þess að færa hana nær hjarta þjóðarinnar enda sást blika á tár á hvarmi hennar þegar forsetinn var fluttur í þyrluna. ÞETTA GERÐIST ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON AXLARBROTNAÐI EFTIR FALL AF HESTI MERKISATBURÐIR 1825 George Stephenson stjórnaði fyrstu eimreiðinni sem dró far- þegalest. 1964 Warren-nefndin skilaði skýrslu sinni um morðið á John F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, en rannsókn nefndarinnar lauk með þeirri niðurstöðu að morðinginn Lee Harvey Oswald hefði verið einn að verki. 1983 Larry Bird skrifaði undir 7 ára samning við Boston Celtics. Samningurinn tryggði honum 1.5 milljón dollara í laun og gerði hann að tekjuhæsta leikmanni í sögu Celtics. 1996 Talibanar náðu yfirráðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og hengdu fyrrverandi forset- ann Najibullah. 1998 Sósíaldemókratinn Gerhard Schroeder var kosinn kanslari Þýskalands í kosningum sem bundu enda á 16 ára hægri- stjórn í landinu. Forsetinn fellur af baki sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut mánudaginn 20. september, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. september kl. 13.30. Ingibergur Sigurðsson, Íris Kristjánsdóttir, Anton G. Ingibergsson, Kristján A. Írisarson, Valgerður Ý. Ásgeirsdóttir, Steinunn Gísladóttir, Hulda Leifsdóttir, Bjarni Pálsson, Hafdís Leifsdóttir, Sigurbjörn Sigurðsson og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, Helga Leifsdóttir Trönuhjalla 19, Kópavogi, Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór Jón Ólafsson bólstrari, Hátúni 6b Jónína Sigurðardóttir, Ólafur Halldórsson, Rósa Friðriksdóttir, Sólveig Halldórsdóttir, Jóhann Björn Arngrímsson, Erla Halldórsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Jón M. Halldórsson, Ingibjörg Svavarsdóttir, börn og barnabörn. verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 28. september kl. 15.00. Ráðherra heiðrar skákkrakka Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, heiðraði á miðvikudaginn hinar vösku skák- sveitir Rimskóla og Laugalækjar- skóla en þær tryggðu sér fyrsta og annað sætið á Norðurlandamóti skólaskáksveita á dögunum. Ráð- herrann bauð skákfólkinu unga, þjálfurum, aðstandendum og öðrum til móttöku í Þjóðmeninng- arhúsinu. Þar ávarpaði hún sam- komuna og rómaði afrek krakkanna og sagðist stolt af árangrinum sem þau hefðu náð. Þá hét menntamála- ráðherra því að bjóða hverri þeirri skólaskáksveit sem ynni Norður- landameistaratitil í skák til mót- töku í ráðuneytinu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, forseti Skáksambands Íslands, þakkaði öllum þeim sem komu að undirbúningi og vinnu við Norður- landamótið og þá sérstaklega af- reksfólkinu unga en sveit Rima- skóla sigraði mótið og sveit Lauga- lækjarskóla hafnaði í öðru sæti. Helgi Árnason, skólastjóri Rimaskóla, færði Þorgerði Katrínu að gjöf myndabók um sögu skák- listarinnar í Rimaskóla en sú saga er jafn gömul skólanum sjálfum enda hefði hann, sem skólastjóri, verið fyrri til að kaupa taflborð en skólaborð. Sigurliðin voru að vonum upp- veðruð yfir móttökunum í Þjóð- menningarhúsinu og það þarf ekki að draga það í efa að áhugi ráða- manna á afrekum þeirra verði þeim hvatning til frekari landvinninga í framtíðinni. ■ MENNTAMÁLARÁÐHERRA Heiðraði hinar ungu skólaskáksveitir Rima- og Laugalækjar- skóla í Þjóðmenningarhúsinu en krakkarnir tryggðu sér fyrsta og annað sætið á Norður- landameistaramóti skáksveita fyrir viku síðan. ANDLÁT Eiríkur Helgason, Garðastræti 19, Reykjavík, lést 23. september. JARÐARFARIR 15.00 Emelía Kofoed-Hansen Lyber- opoulos verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Sigurður Þormar, Hvassaleiti 71, verður jarðsunginn frá Laugarnes- kirkju. 15.00 Ari Freyr Jónsson, Vallarbarði 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði. FRIENDTEX Á ÍSLANDI OG KRABBA- MEINSFÉLAG ÍSLANDS Halda áfram samstarfi sínu, sem hófst fyrir einu ári, en það felur í sér að fimmtíu sölufulltrúar Friendtex bjóða viðskiptavinum sínum að styrkja Krabbameinsfélagið með því að kaupa litla bangsa. Hver bangsi kostar 500 krónur og rennur allur ágóðinn til Krabba- meinsfélagsins. Samstarfið hefur þegar skilað miklum árangri en nær tvö þúsund bangsar hafa verið seldir hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.