Fréttablaðið - 27.09.2004, Síða 50

Fréttablaðið - 27.09.2004, Síða 50
18 27. september 2004 MÁNUDAGUR „Það er alltaf súrt að tapa en við göngum frá þessum leik með höfuðið hátt.“ Markahrókurinn Hörður Már Magnússon hjá HK var ekki af baki dottinn þrátt fyrir tapið gegn Keflavík sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Mánudagur SEPTEMBER Við hrósum... ... þeim Jóni Oddi Halldórssyni og Kristínu Rós Hákonardóttur enn og aftur. Þau stóðu sig hreint út sagt frábærlega á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu og koma bæði með tvö verðlaun heim. Stórkostlegur árangur og vonandi verður vel tekið á móti þeim er þau koma heim. FÓTBOLTI Keflvíkingar eru komnir í bikarúrslitin í fótboltanum eftir 0-1 sigur á HK á Laugardalsvelli í gærdag. Keflvíkingar hafa tvisvar áður hampað bikarmeist- aratitlinum, árin 1975 og 1997 en árangur HK í bikarkeppninni þetta árið er sá besti í sögu félags- ins. Reyndar var árangur þeirra í 1. deildinni, þriðja sætið, besti ár- angur þeirra þar frá upphafi og greinilegt að það er góð upp- sveifla í félaginu og það er til alls víst á komandi árum. Í byrjun bar leikurinn þess keim að annað liðið er úrvalsdeildarfélag en hitt í 1. deild. Það tók leikmenn HK þó nokkra stund að ná úr sér mesta hrollinum og þegar það gerð- ist var liðið búið að fá á sig mark og það reyndist dýrkeypt. Ólíkur fótbolti Það sem eftir lifði leiks er óhætt að segja að jafnræði hafi ríkt þótt fótboltinn sem liðin spili sé talsvert ólíkur. Keflvíkingum fer best að spila létta og skemmti- lega knattspyrnu og þegar þeim tekst það geta þeir verið illviðráð- anlegir en eftir mark þeirra sáust slíkir sprettir ekki nema endrum og sinnum. HK spilaði af meiri krafti og þessi kraftur skapaði þeim nokkur mjög góð færi í seinni hálfleik og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef þeir hefðu jafnað – svo mikið er víst. Það er hins vegar ekkert spurt að því í þessum bransa en leik- menn HK geta verið stoltir af frammistöðu sinni í þessum leik. Þeir hafa lært gífurlega mikið í sumar og sá lærdómur á án efa eftir að reynast þeim dýrmætur á næsta sumri. Liðið spilaði sem ein heild og menn voru virkilega að leggja líkama og sál í leikinn. Skemmtilegt lið Keflvíkingar gerðu það sem gera þurfti og eygja von um sinn fyrsta stóra titil í sjö ár. Á góðum degi er Keflavíkurliðið eitt það allra skemmtilegasta á landinu og nái liðið aðeins meiri stöðugleika getur það farið alla leið á toppinn. Sveiflurnar hafa þó verið ansi miklar í sumar og liðið hefur dottið langt niður á köflum og stóra spurningin er hvernig hinir ungu leikmenn liðsins koma til með að höndla spennuna þegar liðið mætir KA í bikarúrslita- leiknum á laugardaginn kemur. Þórarinn Kristjánsson er einn fárra í Keflavíkurliðinu sem hampað hefur bikarmeistaratitl- inum en það gerði hann árið 1997 en þá lögðu Keflvíkingar ÍBV að velli eftir tvo úrslitaleiki og víta- spyrnukeppni. Hann sagðist alveg vera til í að endurtaka leikinn. Enginn stjörnuleikur „Í raun og veru gerðum við bara það sem þurfti í þessum leik og ekkert mikið meira en það. Þetta var enginn stjörnuleikur hjá okkur hér í dag en það er ekki það sem skiptir máli, við skoruðum og héldum hreinu og erum verulega sáttir með að vera komnir í úr- slitaleikinn. Ég hef upplifað það að vinna sigur í bikarkeppninni en ég og Guðmundur (Steinarsson) og Jakob (Már Jónharðsson), sem er aðstoðarþjálfari í dag en var fyrirliði 1997, erum þeir einu sem eru eftir í dag úr því liði. Við vitum hvað þessi tilfinning er góð og ætlum okkur að upplifa hana aftur.“ Þórarinn segir leikmenn HK hafa verið erfiða viðureignar. „Þeir léku mjög vel í dag, voru þéttir á miðjunni og lokuðu fyrir margt hjá okkur í sóknarupp- byggingunni og það var erfitt að spila við þá. Það er því alveg ljóst að árangur þeirra í sumar er eng- in tilviljun,“ sagði Þórarinn Kristjánsson sem oft hefur verið kallaður bjargvætturinn í gegnum árin enda ávallt reynst Keflavík vel á ögurstundum. sms@frettabladid.is GLEÐI, GLEÐI, GLEÐI Það var kátt á hjalla í búningsklefa Keflavíkur eftir leikinn á Laugardalsvelli í gær. Strákarnir úr Bítlabænum sungu og trölluðu í langan tíma. Eina sem vantaði var Rúni Júl með gítarinn. Þá hefði stemningin verið pottþétt. Keflavík mætir KA í úrslitum Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum VISA-bikarkeppninnar á Laugardalsvelli í gær er þeir lögðu 1. deildarlið HK í undanúrslitum. Eina mark leiksins var sjálfsmark. Fáðu flott munnstykki ■ ■ SJÓNVARP  14.50 Ólympíuleikar fatlaðra á Rúv. Samantektur þáttur um ÓL fatlaðra í Aþenu.  15.45 Helgarsportið á RÚV. Endursýndur þáttur. Íþróttir helgarinnar í snöggum og hrað- soðnum þætti.  16.10 Ensku mörkin á Rúv. Hinn eini sanni Bjarni Fel fer yfir leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeild- inni í knattspyrnu.  18.00 Þrumuskot á Skjá einum. Snorri Már Skúlason fer yfir leiki helgarinnar í enska boltanum.  18.20 NFL á Sýn. Upptaka frá leik Indianapolis Colts og Green Bay Packers frá því á sunnudagskvöld.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Bein útsending frá þætti Guðna Bergssonar þar sem hann fer yfir knattspyrnuna í Evrópu um helgina.  00.10 Ólympíuleikar fatlaðra á Rúv. Samantektarþáttur þar sem sýnt er frá viðburðum dagsins í Aþenu. Markahrókurinn Hörður Már Magnússon náði ekki að skora í gær: Eigum erindi í efstu deild FÓTBOLTI Hörður Már Magnússon lék vel með HK, var ógnandi og lét að venju finna vel fyrir sér. Hann hefur verið einstaklega markheppinn í þessari keppni en honum tókst ekki að koma boltanum í netið í gær og þá var ekki að sökum að spyrja. Þrátt fyrir tapið bar Hörður sig vel enda telur hann að liðið hafi ekkert til að skammast sín fyrir. Árangurinn sé frábær og þeir séu búnir að sanna að þeir eigi vel erindi í deild þeirra bestu. „Það er alltaf súrt að tapa en við göngum frá þessum leik með höfuðið hátt. Ef frá eru taldar fyrstu tuttugu mínúturnar þá átt- um við í fullu tré við þá og ef eitt- hvað var fengum við fleiri hættu- leg færi og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þeir hins vegar skoruðu en við ekki en ég held að menn geti alveg verið sáttir við þessa frammi- stöðu. Við höfum sýnt það í sumar að við eigum erindi upp í efstu deild. Árangurinn í sumar er sá besti í sögu fótboltans í HK og við erum stoltir af því en viljum gjarnan meira – ætlum okkur það reyndar og stefnum ótrauðir á sæti í úr- valsdeild að ári,“ sagði Hörður Már Magnússon, en þess má geta að hann hampaði bikarmeist- aratitlinum með Val fyrir tólf árum síðan. 1–0 Jóhann Björnsson, sjm 11. DÓMARINN Jóhannes Valgeirsson í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Stefán Gíslason Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–13 (4–3) Horn 6–9 Aukaspyrnur fengnar 12–6 Rangstöður 2–1 MJÖG GÓÐIR Stefán Gíslason Keflavík GÓÐIR Magnús Þormar Keflavík Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Gunnleifur Gunnleifsson HK Árni Thor Guðmundsson HK Atli Guðnason HK Hörður Már Magnússon HK KEFLAVÍK–HK 1–0 DRAUMURINN Á ENDA Það var hljóðlátt í klefa HK eftir leikinn í gær enda draumur þeirra um bikarúrslitaleik á enda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.