Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 27.09.2004, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 27. september 2004 21 Haukar tóku á móti KA á Ásvöllum í gær: Enn og aftur Haukasigur AS Róma án þjálfara: Völler hættur FÓTBOLTI „Ég gefst upp enda er út- séð um að ég geti fengið það út úr þessu liði sem ég vil,“ sagði Rudi Völler, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands og nú einnig fyrrver- andi þjálfari stórliðsins Roma frá Ítalíu en Rudi hefur sagt starfinu lausu eftir aðeins einn mánuð. Segir hann að hugmyndir sínar um liðið hafi ekki borið árangur og því sé best að hætta. „Eftir leikinn gegn Bologna gerði ég mér ljóst að mínar hug- myndir væru ekki að ganga upp enda er ég vanur að ganga fram með ákveðin kerfi þegar ég tek að mér þjálfun liðs. Forseti liðsins hefur tekið við afsögn minni og ég vil nota tækifærið og þakka fyrir að hafa gefist þetta tæki- færi.“ Völler tók við Roma fyrir mán- uði síðan þegar þáverandi þjálf- ari varð að hætta sökum fjöl- skylduástæðna. Sá hafði nýverið tekið við að Fabio Capello sem sagði starfinu lausu óvænt í sumar og gekk til liðs við erki- fjendurna Juventus. Hefur Roma undir stjórn Völlers gengið illa. Liðið vann sinn fyrsta leik á tíma- bilinu en tapaði þeim næsta óvænt fyrir nýliðunum í Messina. Ekki náði liðið að vinna Lecce á heimavelli og síðast tapaði liðið fyrir Bologna um helgina 1 - 3 þrátt fyrir að Bologna hafi verið tveimur leikmönnum færri lung- ann úr leiknum. Afsögn Völlers er lokapunkt- urinn eftir hörmulega viku fyrir stórliðið. Á þriðjudaginn var liðið dæmt til að spila næstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni fyrir luktum dyrum vegna atviks þess er varð þegar Anders Frisk dóm- ari slasaðist þegar hann dæmdi leik Roma gegn Dynamo Kiev. ■ CIAO Rudi Völler er hættur að þjálfa Roma eftir aðeins mánuð í starfi. HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka lögðu KA-menn að velli á Ásvöll- um í gær með 39 mörkum gegn 32. Þetta er í þriðja sinn sem Haukar og KA mætast á stuttum tíma. Fyrst í úrslitaleik Reykjavík Open, svo í leik um nafnbótina Meistarar Meistaranna, og hafa Haukar haft betur í öll skiptin. Lengstum í fyrri hálfleik var jafn- ræði með liðunum en undir lok hans tóku Haukarnir frumkvæðið og staðan í hálfleik var 20-16. KA-menn voru þó ekkert á þeim buxunum að gefa neitt eftir og þeim tókst að jafna metin um miðjan síðari hálfleik. Þá sögðu Haukamenn hingað og ekki lengra, spýttu í lófana, stoppuðu í götin í vörninni og sigu fram úr á lokakaflanum. Mörk Hauka: Ásgeir Örn Hall- grímsson 11, Jón Karl Björnsson 8, Þórir Ólafsson 8, Vignir Svav- arsson 7, Andri Stefan 5, Halldór Ingólfsson 1, Magnús Magnússon 1. Varin skot: Birkir Ívar Guð- mundsson 16, Jónas Stefánsson 5 Mörk KA: Halldór Jóhann Sig- fússon 9, Þorvaldur Þorvaldsson 6, Jónatan Magnússon 5, Bjarnólf- ur Sigurðsson 4, Andri Snær Stef- ánsson 4, Michael Bladt 2, Magn- ús Stefánsson 2 Varin skot: Stefán Guðnason 14 Þórsarar innbyrtu sinn fyrsta sigur á þessu Íslandsmóti en í gær lögðu þeir Aftureldingu að velli, 30-21, á Akureyri. Hjá stelpunum mættust Grótta/KR og Íslandsmeistarar ÍBV og var þar um að ræða spenn- andi leik. Svo fór að Eyjastelpur unnu sigur með eins marks mun, 28-29. ■ VARIÐ, EÐA HVAÐ? Stefán Guðnason reynir hér að verja víti frá Þóri Ólafssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.