Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 2
2 4. október 2004 MÁNUDAGUR Kjaradeila kennara og sveitarfélaga: Ákveðnum áfanga náð þótt enn sé langt í land KJARADEILA Samninganefndir kennara og sveitarfélaga sátu á fundi síðdegis í gær og eru deilendur sammála um að örlítið hafi þokast í viðræðunum. Ekki er þó útlit fyrir að verkfallið leysist á næstunni. Nýr fundur verður haldinn klukkan eitt í dag. Að sögn Eiríks Jónssonar, for- manns KÍ, náðist á fundinum í gær samstaða um ákveðin atriði sem snerta vinnutíma kennara. Þessir þættir eru þó háðir því að viðræðunefndirnar verði jafn- framt sammála um aðra liði samn- ingsins. Ef það bregst þá er öll vinna síðustu daga til einskis. Þótt fyrstu skrefin í átt að nýjum kjarasamningi hafi þannig á viss- an hátt verið tekin þá varar Eirík- ur við of mikilli bjartsýni. „Mér fannst hljóðið í samfélaginu farið að verða fullbjartsýnt. Ekki það að ég sé á móti bjartsýni en ég vil að fólk fái raunsanna mynd af því sem er að gerast og það er ennþá langt í land,“ segir Eiríkur sem telur ólíklegt að lausn finnist á deilunni alveg á næstunni. Sest verður að samningaborð- inu á nýjan leik um hádegisleytið í dag og útilokaði Eiríkur ekki að ljón gætu þá verið á veginum. „Við erum alltaf að fást við eitt- hvað sem getur sprengt allt í loft upp“ ■ IÐNAÐUR Sigurður Bragi Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Plastprents og stjórnarmaður í Samtökum Iðnaðarins, gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir losara- lega efnahagsstjórn sem komið hafi niður á starfsumhverfi iðnað- arfyrirtækja. „Núverandi ríkis- stjórn hefur algjörlega misst tök- in á launakostnaði hins opinbera,“ segir hann og telur að iðnaðurinn mæti ekki nægum skilningi yfir- valda. Sigurður bendir á að iðnaður skapi meiri atvinnu en bæði land- búnaður og sjávarútvegur til sam- ans. „Í iðnaði starfa um 20 prósent vinnandi fólks en 10 til 12 prósent í sjávarútvegi og um 2 prósent í landbúnaði,“ segir hann og telur ranga gengisskráningu og launa- þróun hins opinbera hafa skaðað iðnaðinn. „Við erum aðallega að missa störf úr landi vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur al- gjörlega misst tökin á þróun launakostnaðar hjá ríkinu og ís- lenskur iðnaður á erfitt með að keppa við laun- in sem þar eru í boði. Þessum gífurlega kostn- aðarauka hjá hinu opinbera hefur svo verið velt yfir á fyrir- tækin í landinu, hvort sem það er með trygg- ingagjaldi eða öðrum hætti,“ segir hann. Plastprent á í samningaviðræð- um um kaup á verksmiðju í Lit- háen og verður eftir kaupin með um 80 prósenta markaðshlutdeild þar líkt og í Lettlandi, þar sem fyrirtækið á tvær verksmiðjur. Sigurður Bragi sér fram á að verkefni færist í auknum mæli út til Lettlands og Litháen næstu ár. Þar er markaður upp á 5 til 6 milljónir manna og plastpoka- notkun fer ört vaxandi. „Næstu árin er áætlaður 50 prósenta vöxt- ur árlega á þessum markaði,“ seg- ir hann. Að sögn Sigurðar er viðbúið að einhverjir tugur starfa flytjist til útlanda frá fyrirtækinu á ári hverju næstu árin. Hjá Plastprent Group starfa alls um 400 manns, þar af milli 160 og 180 hér á landi. Sigurður bendir á að margföldun- aráhrif séu af því að missa störf úr landi því bak við hvert eitt starf í framleiðslu geta verið tvö til þrjú önnur störf. Hann áætlar að meðalaunatekjur starfsmanna, með launatengdum gjöldum, séu um 200 þúsund krónur. Síðustu launahækkanir segir hann þýða um þrjátíu þúsund króna kostnað- arauka á mánuði vegna hvers starfsmanns. „Sú hækkun ein er meiri en heildarlaunin úti, sem eru um 28 þúsund krónur á mán- uði,“ bendir hann á. Kröfur um afhendingartíma gera að verkum að ekki flyst öll starfsemi til útlanda. „Kallið eftir loðnupokum getur til að mynda komið fyrirvaralaust og sjávarút- vegurinn getur ekki beðið í neinar fjórar vikur eftir að þeir berist með frakt. Það verður þess vegna alltaf ákveðin vinnsla hér,“ segir hann. olikr@frettabladid.is HAUST Í LAUGARDALNUM Haustið er komið með auknu hvassviðri og kuldabola. Þessi tvö börn létu breytt veðurfarið þó ekki á sig fá og skemmtu sér prýðilega innan um fallin laufblöðin í göngutúr í Laugardalnum. Hjaltlandseyjar: Stökk af Norrænu NORRÆNA Flóttamaður stökk í sjó- inn af Norrænu við Hjaltlandseyj- ar þegar ferjan var á leið til Nor- egs. Maðurinn komst ekki í land á Íslandi þar sem hann var með falsað vegabréf en hann fór um boð í skipið í Bergen í Noregi. Maðurinn krafðist þess að Nor- rænu yrði snúið aftur til Hjaltlandseyja, þegar skipið var skammt frá eyjunum. Ætlaði hann að stökkva í sjóinn yrði skipinu ekki snúið við. Skipstjórinn byrj- aði að snúa skipinu og kallaði út þyrlu. Þegar maðurinn sá þyrluna lét hann sig falla í sjóinn af rúm- lega tuttugu metra hæð. Áhöfn þyrlunnar náði manninum úr sjónum en hann hlaut aðeins nokkur rifbeinsbrot. ■ “Já, miðað við hvað tölvuforritin eru orðin sterk getur hún farið létt með það.“ Meistaramót skáktölva fer fram þessa dagana á vegum Hróksins og Iðnskólans í Reykjavík. Skák- forritið Fritz 8 sem Kristian taldi sterkast tapaði. SPURNING DAGSINS Kristian, skákar tölvan manninum? RJÚKANDI RÚSTIR Reykur stígur upp úr rústum flugeldaverk- smiðjunnar í gær. Að minnsta kosti fjórtán manns fórust í sprengingunni. Flugeldaverksmiðja: Fjórtán fórust TAÍLAND Að minnsta kosti fjórtán manns fórust og þó nokkrir særð- ust þegar sprenging varð í flug- eldaverksmiðju í borginni Ayutt- haya í Taílandi. Verksmiðjan eyðilagðist algjör- lega við sprenginguna auk þess sem nærliggjandi hús skemmdust. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Að sögn lögreglunnar í Taílandi missti verksmiðjan starfsleyfi sitt fyrir tíu árum vegna annarrar spreng- ingar sem þá varð. Síðan þá hafði hún starfað ólöglega. Á meðal þeir- ra sem fórust var fjögurra ára drengur. ■ Bandaríkjaher í Írak: Árás á vopnageymslu ÍRAK Bandarískir hermenn gerðu sína þriðju árás á borgina Falluja í Írak á einum sólarhring snemma í gær. Sprengdu þeir meðal ann- ars upp byggingu sem þeir sögðu að væri notuð af uppreisnarsinn- um sem vopnageymsla. Talið er að allt að fimmtán grunaðir skæruliðar hafi verið að flytja vopn og skotfæri í bygging- una þegar árásin var gerð. Fórust þeir að öllum líkindum allir. Bandaríkjaher með hjálp Írakshers hefur náð valdi á borg- inni Samarra, sem er 95 km frá Bagdad, eftir margra daga bar- áttu við skæruliða. Stefna stjórn- valda beggja landa er að yfirbuga skæruliða í sem flestum borgum Íraks áður en kosningar fara þar fram í janúar. Háværar óánægjuraddir hafa heyrst vegna mikils mannfalls í Samarra. Af þeim 70 sem hafa lát- ist, eru 23 börn og 18 konur. Að auki hafa um 160 manns særst. „Fólkið sem hefur meiðst er aðal- lega venjulegt fólk sem tekur engan þátt í þessum átökum,“ sagði Abdel Latif, íbúi borgarinn- ar, vonsvikinn. ■ EIRÍKUR JÓNSSON OG ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Formaður KÍ og ríkissáttasemjari á góðri stund. Viðræðunefndir kennara og sveitar- félaga hittast á ný síðdegis. Í GEGNUM SJÓNAUKANN Bandarískur hermaður horfir í gegnum sjónauka sinn fyrir framan aðalbænahús borgarinnar Samarra í Írak. BÍLVELTA Í LAUSAMÖL Bílvelta varð á Fjarðarheiði skömmu eftir hádegi á sunnudag þegar ökumað- ur missti stjórn á bíl sínum eftir að hafa keyrt utan í lausamöl. Bíl- stjórinn var einn á ferð og var fluttur til aðhlynningar á sjúkra- hús en reyndist lítið slasaður. Bíll- inn er hins vegar talinn ónýtur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Nýtt frumvarp: Neytendur fá talsmann STJÓRNMÁL Embætti talsmanns neytenda verður stofnað gangi áætlanir ríkisstjórnarinnar eftir að sögn Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Valgerður segir frumvarp þess efnis verða lagt fram fljótlega. Í frumvarpinu er lögð fram sú breyting að Samkeppniseftirlitið verði til úr Samkeppnisstofnun en önnur starfsemi stofnunarinnar fari undir Löggildingarstofu. Nafni Löggildingarstofu verður hins vegar breytt í Neytendastofu og innan hennar mun embætti talsmanns neytenda tilheyra en það verður þó alveg sjálfstætt að sögn Valgerðar. Talsmaður neyt- enda mun verða skipaður til fimm ára í senn. ■ Reykjavík: Notaði hníf við ránið LÖGREGLA Maður vopnaður hnífi gerði tilraun til að ræna verslun á Langholtsvegi í Reykjavík um klukkan fimm í gær. Afgreiðslustúlka og tveir ung- lingspiltar voru í versluninni þegar ræninginn kom inn og krafði stúlkuna um peninga. Áður en hún lét nokkra peninga af hendi kom styggð að ræningj- anum og hann hljóp á brott úr versluninni. Maðurinn huldi hluta andlits síns. Þegar blaðið fór í prentun í gær vann lögregla eftir vísbendingum um útlit mannsins og bifreiðar sem hann er talinn hafa notað til að komast á brott. Engan sakaði í ránstil- rauninni. ■ PLASTPRENT VIÐ FOSSHÁLS Tugir missa vinnuna hjá Plastprenti á næstu árum eftir því sem fleiri verkefni verða færð til Lettlands og Litháens. Ákveðin framleiðsla fer þó ekki úr landi. SIGURÐUR BRAGI Á næstu árum fara tugir starfa úr landi Plastprent flytur verkefni til Eystrasaltslanda þar sem launakostnaður er lítill. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir óstjórn Geirs Haarde fjár- málaráðherra í launamálum hins opinbera íþyngja íslenskum iðnaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.