Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 16
Miðstöð símenntunar í Hafnar- friði hefur stofnað sviðslistadeild í leiklist, sönglist og dansi. Þetta er nýtt nám og eykur möguleika þeir- ra sem vilja mennta sig í sviðslist- um til muna en eins og flestir vita komast til dæmis alltaf mun færri að en vilja í leiklistardeild LHÍ. „Það eru þrjár listgreinar sem eiga allt sitt undir því að þær séu hafðar til sýnis og fari fram á sviði,“ segir Margrét Ákadóttir, deildarstjóri Sviðslistadeildar. „Þetta eru danslist, leiklist og sönglist og við munum flétta þess- ar greinar saman í náminu enda eru þær farnar að renna mikið saman á leiksviðinu eins og sést til dæmis vel í söngleiknum Chicago. Það hefur oft verið talað um að söngvara skorti leikræna tján- ingu, dansarar séu ekki nógu þjálfaðir í söng og leikarar séu ekki nógu góðir dansarar.“ Mar- grét segir að nýja deildin muni að vissu leyti bregðast við þessu þar sem sviðslistunum þremur verði öllum sinnt. „Hugmyndin er að fólk fái þarna fornámsmenntun til þess að geta svo tekið skrefið áfram í framhaldsnám til þess að stunda listirnar síðan í atvinnuskyni. Við erum ekki með inntökupróf í for- námið en getum þó sennilega ekki tekið við fleiri en 20 nemendum fyrst um sinn. Markmiðið er að koma náminu á háskólastig og við erum að reyna að fá það metið til 15 eininga til BA-prófs. Við hljót- um svo að íhuga það í framtíðinni hvort við getum ekki búið til fullt BA-nám.“ Til að byrja með verður kennt þrisvar í viku, tvö kvöld og síðan á laugardögum. Kennt verður í 10 vikur og kennslustundirnar verða 120 auk æfingavinnu og verkleg- um þáttum sem hver kennari skipuleggur fyrir sína nemendur. „Við förum hægt af stað en vekj- um athygli á að hagnýtur þáttur þessa náms getur nýst öðrum en þeim sem hyggja á listsköpun í at- vinnuskyni og þannig gæti þetta orðið valmöguleiki fyrir þá sem stunda BA-nám í öðrum grein- um,“ segir Margrét og nefnir sem dæmi að raddbeiting og þekking til þess að nýta sér blæbrigði túlk- unar í leikrænni tjáningu gagnist víða.“ Það má þó ætla að sviðslista- námið muni höfða sterkast til þeirra sem ekki fá inn í leiklistar- deild LHÍ en eins og Margrét bendir á þá hljóti að vera grund- völlur fyrir fleiri úrræði af þess- um toga í 300.000 manna samfé- lagi.“ ■ 16 4. október 2004 MÁNUDAGUR CHARLTON HESTON Leikarinn sem hefur túlkað ekki minni menn en Móses, Ben-Húr og Jóhannes skírara er 80 ára í dag. Sviðið örvar skapandi hugsun MIÐSTÖÐ SÍMENNTUNAR: BÝÐUR UPP Á NÝJAR LEIÐIR Í SVIÐSLISTANÁM Í HAFNARFIRÐI „Ég hef aðeins fimm orð að segja ykkur: Úr köldum, dauðum höndum mínum.“ -Byssuglatt afmælisbarn dagsins skoraði ekki mörg prik þegar hann lét þessi orð falla um hvað þyrfti að gera til þess að fá hann til að sleppa takinu á riflinum sínum. timamot@frettabladid.is 4. október 1984ÞETTA GERÐIST VERKFALL BSRB HÓFST OG HAFÐI LAMANDI ÁHRIF Á ÞJÓÐLÍFIÐ MERKISATBURÐIR 1931 Myndasagan um lögreglu- manninn Dick Tracy hefur göngu sína í Detroit Daily Mirror. 1940 Adolf Hitler og Benito Mus- solini funda í Ölpunum þar sem Hitler fer fram á stuðning Ítala í baráttunni við Breta. 1957 Sovétmenn koma Sputnik I á sporbaug umhverfis jörðu en Sputnik var fyrsta manngerða farið sem fór út í geiminn. 1990 Þýska þingið kemur saman í fyrsta sinn eftir samein- ingu Austur- og Vestur- Þýskalands. 1994 Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, heimsækir Bill Clinton í Hvíta húsið. 2001 Shannen Doherty, sem er þekktust sem Brenda í Beverly Hills 90210, er dæmd til samfélagsþjón- ustu fyrir ölvunarakstur. BSRB-verkfallið hefst AFMÆLI Jóhanna Sigurðar- dóttir, alþingismað- ur, er 62 ára. Halldór Björn Run- ólfsson, listfræðing- ur, er 54 ára. Ólöf Rún Skúladótt- ir er 39 ára. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, al- þingismaður, er 68 ára. Kjartan Gunnars- son, framkvæmda- stjóri Sjálfstæðis- flokksins, er 53 ára. ANDLÁT Ólafía S. Sigurbjörnsdóttir Waara, Portland, Michigan, lést í Bandaríkjunum 24. september. Ellen Klausen, Túngötu 3, Eskifirði, lést 30. september. JARÐARFARIR 13.30 Kristín Stefánsdóttir, Kvisti, Reyk- holtsdal, verður jarðsungin frá Ás- kirkju. 13.30 Gaukur Jörundsson, Kaldaðar- nesi, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju. 14.00 Þóra Guðmundsdóttir, dvalar- heimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju. Salome er blaðberi vikunnar hjá Frétta- blaðinu. Hún hefur borið blaðið út í tæp 2 ár og finnst skemmtilegast að vera með vinum sínum. Hvað heitir blaðberinn? Salome Ýr Svavarsdóttir. Hvað ertu búin að bera út lengi? Ég er búin að bera út í tæp 2 ár. Hvað ertu með í vasan- um? Síma og kort. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Vera með vinum. Hvert er þitt mottó? Að lifa lífinu ;) [ BLAÐBERI VIKUNNAR ] SALOME ÝR SVAVARSDÓTTIR Það fjölgaði í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardalnum á fimmtudaginn þegar 38 kílóa, rauðsokkóttur nautkálfur leit dagsins ljós um klukkan 15. Móðir kálfsins er kýrin Búkolla, rauð- skjöldótt og fædd árið 2001 að bænum Selalæk á Rangárvöllum. Faðirinn er nautið Hvítingur, fæddur árið 1996. Kálfurinn fær eingöngu mjólk úr móður sinni fyrstu sólarhring- ana og kallast þessi fyrsta mjólk sem kemur í júgrið eftir burð, broddur. Broddinn verður kálfur- inn að fá helst innan tveggja tíma eftir að hann kemur í heiminn, annars á hann á hættu að veikjast illa. Allt hefur þó gengið eins og í sögu fyrstu sólarhringana í lífi kálfsins sem hefur ekki enn verið gefið nafn. Starfsfólk Húsdýra- garðsins biður hugmyndaríka dýravini að beina til þess góðum hugmyndum af nafni á kálfinn með því að senda póst á unn- ur@husdyragardur.is eða í gestabók á heimasíðu garðsins, www.mu.is. Nautið Guttormur og kýrin Slaufa fylgdust vel með burðinum en Búkolla bar inni í fjósi og þurfti smá aðstoð undir lokin. Gestum garðsins gefst kostur á að kíkja á kálfinn en garðurinn er opinn alla daga frá 10-17. ■ Á þessum degi árið 1984 lögðu launþegar innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja niður störf en verkfall þeirra hafði víðtæk áhrif á daglegt líf landsmanna en þannig lagðist skólahald niður, útsendingar Ríkis- sjónvarpsins, sem þá var eini ljósvakamiðill- inn, stöðvuðust og strætisvagnar hættu að ganga. Verkfallið dróst á langinn og samn- ingar náðust ekki fyrr en 30. október en þá var farið að bera á vöruskorti í verslunum og þannig þvældust reykingamenn um á milli verslana, eða sendu börnin sín sem þá máttu kaupa tóbak, til þess að hamstra sí- garettur. Fyrst eltust menn við sína tegund en eftir því sem örvæntingin jókst snerist söfnunin bara um það að fá eitthvað að reykja. Þá sættu hvatamenn að afnámi ein- okunar Ríkisútvarpsins lagi og stofnuðu frjál- sa útvarpsstöð sem var að lokum lokað með lögregluvaldi þannig að það má segja að fyrstu skrefin til aukins frelsis á íslenskum fjölmiðlamarkaði hafi verið stigin í BSRB- verkfallinu. VERKFALL Kennarar eru í verkfalli þessa dagana og óttast er að það kunni að dragast á langinn. Fyrir 20 árum hófst verkfall BSRB og þá lá skólahald niðri í tæpan mánuð. Fjölgun í Húsdýragarðinum NÝJASTI MEÐLIMURINN í stóru Hús- dýragarðsfjölskyldunni hefur enn ekki fengið nafn og að sögn starfsfólks Hús- dýragarðsins eru allar tillögur vel þegnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M AÐSTANDENDUR SVIÐSLISTADEILDARINNAR Skráning stendur yfir þessa dagana í síma 585 5860. Kennarar á fyrstu önninni eru allt valinkunnir listamenn hver á sínu sviði en þeirra á meðal eru Aino Freyja Jónsdóttir leikari, Edda Björgvinsdóttir leikari, Ingibjörg Björnsdóttir listdanskennari, dr. Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur, Matthildur Matthíasdóttir söngvari og söngkennari, Þórhildur Þorleifs- dóttir leikstjóri og Margrét Ákadóttir leikari og leiklistarmeðferðarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.