Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 55
Ipswich náði með 1-2 útisigri áCoventry að komast á toppinn í 1. deildinni ensku en liðið er þar samsíða Wigan. Heiðar Helguson og Brynj- ar Björn Gunnars- son léku allan leik- inn fyrir Watford sem steinlá gegn Crewe Alexandra, 3-0, í 1. deildinni á Englandi um helgina. Ívar Ingimarsson lék einnig allan leikinn fyrir Reading sem gerði markalaust jafntefli við Burnley. Guðjón Valur Sigurðsson áttistórleik þegar lið hans Essen bar sigurorð af Pfull- ingen með 32 mörkum gegn 25 í þýsku úvalsdeild- inni í gær. Essen vermir áttunda sæti deildarinnar, er með sex stig eftir fimm leiki. Guðjón Valur skoraði níu mörk í leiknum fyrir Essen. Ídönsku úrvalsdeildinni í handboltatapaði Skjern, sem Aron Kristjáns- son þjálfar og Ragnar Óskarsson leikur með, gegn Kolding, 34-31. Ragnar skoraði tvö mörk en Skjern er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eftir fjórar umferðir. Stigahæsti tennismaður heims,Svisslendingur- inn Roger Federer, bar í gær sigurorð af Bandaríkjamannin- um Andy Roddick, öðrum stigahæsta spilaranum, í úr- slitaleik á opna taí- lenska meistara- mótinu sem fram fór í Bangkok. Federer vann í tveimur settum, 6-4 og 6-0. MÁNUDAGUR 4. október 2004 23 Almennur hluti 1a Þann 20. og 21. október n.k. frá kl. 19:00 og 22:00 fer fram Skyndihjálparnámskeið RKÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er alls 8 kennslustundir og að mestum hluta bóklegt. Námskeiðið er ætlað þjálfurum og leiðbeinendum í íþróttum og er nauðsynlegt þeim þjálfurum sem hyggjast ljúka Þjálfarastigi 1 hjá íþróttahreyfingunni. Skráning hjá ÍSÍ í 514-4000 eða á namskeid@isisport.is Skráningar skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 18. október en einungis er pláss fyrir 20 einstaklinga á námskeiðið. Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Helgina 15. – 17. október verður Þjálfari 1a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Siglufirði. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár Námskeiðið er undanfari annara námskeiða sem síðar verður boðið uppá og þannig fyrsta námskeiðið í samræmdu kerfi íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi sem aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum. Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 13. október. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálpar- námskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is Skyndihjálparnámskeið RKÍ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓTBOLTI Wolfsburg trónir á toppi þýsku 1. deildarinnar eftir sigur á Gladbach, 2-1, um helgina. Wolfs- burg hefur byrjað tímabilið frá- bærlega og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Argentínumaður- inn Alessandro D’Alessandro skoraði fyrra mark Wolfsburg en hann hefur verið í fantaformi hjá félaginu það sem af er tímabilinu. Erik Gerets, hinn belgíski þjálfari Wolfsburg, var þó ekki í skýjunum eftir leikinn og sagði að leikmenn Gladbach hefðu verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við börðumst vel og ég er ánægður með það,“ sagði Gerets. Bayern München komst í þrið- ja sæti deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af meisturum Werder Bremen, 2-1, á útivelli. Bæjarar, sem rúlluðu yfir Ajax, 4- 0, í meistaradeildinni í vikunni sýndu að þeir eru að ná sér á strik eftir slaka byrjun og komust með sigrinum upp í þriðja sæti deild- arinnar. „Við vorum vel skipulagðir og það hjálpaði okkur að leikmenn Bremen virtust eiga í vandræð- um,“ sagði Felix Magath, þjálfari Bæjara, eftir leikinn. „Við erum komnir nálægt toppnum og spil- um betur með hverjum leiknum,“ sagði Magath. Juventus gefur ekkert eftir Juventus heldur toppsætinu í ítölsku A-deildinni eftir nauman útisigur á Udinese, 1-0, í gær. Það var Marcelo Zalayeta sem skoraði sigurmark Juventus á 61. mínútu. Úkraínski framherjinn Andryi Shevchenko var í fínu formi hjá AC Milan og skoraði tvö mörk í 3- 1 sigri liðsins á Reggina. Brasilíu- maðurinn Kaka bætti við þriðja markinu. Nýliðar Messina halda áfram að koma á óvart en liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með ellefu stig. Messina tók Siena í bakaríið, 4-1, á heimavelli og er spútniklið deildarinnar það sem af. Gamla brýnið Gianfranco Zola skoraði annað marka Cagliari sem vann Brescia 2-1 á laugardaginn. Pachon í stuði Nýliðar Getafe voru í miklu stuði í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar þeir tóku á móti Athletic Bilbao. Getafe fór með sigur af hólmi, 3–1, og skoraði Valentin Pachon öll mörk Getafe í leiknum. Barcelona komst á topp spæns- ku deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Numancia, 1–0, á Nou Camp. Það var sænski marka- hrókurinn Henrik Larsson sem skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok en Barcelona hefur tveggja stiga forystu á meistara Valencia sem gerðu jafntefli, 1–1, gegn Real Betis á útivelli á laugardaginn. Vandræði Real Madrid halda áfram en liðið tapaði fyrir Deportivo, 1–0, á heimavelli í gærkvöld og er í tíunda sæti deildarinnar. ■ WOLFSBURG FAGNAR Leikmenn Wolfsburg, Thomas Brdaric, Stefan Schnoor og Thom- as Rytter, fagna hér sigurmarki Schnoor gegn Gladbach. SHEVCHENKO OG KAKA Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko og Brasilíumaðurinn Kaka fagna hér en þeir skoruðu öll mörk AC Milan um helgina. Wolfsburg enn á sigurbraut Vann sinn sjötta leik í sjö leikjum í þýsku deildinni um helgi- na og situr á toppnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.