Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Um 25 milljónir. 20 milljarða tap. Jean-Jacques Annaud. 30 4. október 2004 MÁNUDAGUR Strokupiltur handtekinn Lögregla fann hann í fataskáp móður sinnar – hefur þú séð DV í dag? 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Lárétt: 1 forða, 6 upphaf, 7 keyr, 8 verk- færi, 9 umfram, 10 trjátegund, 12 kaldi, 14 herbergi, 15 handsama, 16 innan frá, 17 ambátt, 18 skordýr. Lóðrétt: 1 brestir, 2 hátíð, 3 bardagi, 4 rándýrið, 5 hagnað, 9 nóa, 11 ílát, 13 ljá, 14 listamannasamtök, 17 skóli Lausn. Lárétt: 1bjarga,6rót,7ak,8al,9auk, 10ösp,12kul,14sal,15ná,16út,17 man,18maur. Lóðrétt: 1brak,2jól,3at,4gaupuna,5 akk,9ask,11fata,13lána,14súm,17 mr. STEINAR BERG: TENGIR SAMAN FERÐAÞJÓNUSTU OG ÍSLENSKA MENNINGU MEÐ TÓNLIST Reisir fimm stjörnu tjaldstæði Steinsnar er óvenjuleg plötuút- gáfa sem ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Auk þess að gefa út plötur hyggjast eigendur hennar opna tjaldstæði á komandi ári sem er hvorki meira né minna en fimm stjörnur. Í því felast margs konar þægindi sem ekki öll tjaldstæði geta státað af. Á tjald- stæðinu verður m.a. glæsilegur veitingastaður, heitir pottar og gufuböð, búningsklefar, rafmagn, vatn, aðgengi að þvottaaðstöðu og síðast en ekki síst aðstaða til tón- leikaflutnings. Góður dagur á tjaldstæðinu gæti því byrjað á morgungufubaði, þá tæki við gönguferð um fallegt umhverfið, kvöldverður á veitingahúsinu og menningarlegir tónleikar um kvöldið. „Tónlistin er hugsuð til að tengja saman ferðaþjónustuna og íslenska menningu og kynna tón- listina þannig fyrir erlendum ferðamönnum. Fjöldi ferðamanna til Íslands eykst á hverju ári og síðasta ár fór hann upp í um 350.000 manns og því fínn mark- aður fyrir svona starfsemi,“ segir Steinar Berg Ísleifsson útgefandi. Í veitingahúsi tjaldstæðisins verður svo sýning á íslenskri tón- list og geta ferðamenn því þannig fræðst ennþá meira um tónlistar- menningu hér á landi. Tjaldstæðið er staðsett í Andakílshreppi, nán- ar tiltekið í Fossatúni. Aðspurður um verðlag á svo fínu tjaldstæði segir Steinar: „Þetta á alls ekki að vera dýrt heldur er þetta ætlað fyrir allan almenning. Verðlagið mun miðast við að tjaldstæðið okkar sé samkeppnishæft á þess- um markaði og að allir geti notið okkar glæsilegu aðstöðu.“ Hinn parturinn af starfsemi Steinars er útgáfufyrirtækið Steinsnar. Á komandi vertíð gefur útgáfan út fjórar nýjar plötur með landsþekktum listamönnum: Ragnheiði Gröndal, Ellen Krist- jánsdóttur, Birni Thoroddsen og Helga Péturssyni. Útgáfan ein- beitir sér einnig að erlendum ferðamönnum við gerð platnanna og verða upplýsingar um plöturn- ar allar að finna á ensku jafnt sem íslensku. „Ferðamenn vilja kynn- ast nútímanum jafnt sem menn- ingarlegri arfleifð auk þess sem netið tengir orðið saman menn- ingarkima heimsins og því eðli- legt að útbúa tónlistarútgáfu á Ís- landi með þetta í huga,“ segir Steinar. ■ Skínandi fögur blanda af rokktónlist Reiknað er með að diskurinn Rokkland 2004 komi út um miðjan október. Diskurinn skiptist eins og áður í tvennt og er diskur núm- er eitt með helstu rokksmellum ársins. Þar má meðal annars finna lagið Can’t Stand Me Now með hinni frábæru hljómsveit The Libertines sem var án vafa umtalaðasta hljómsveit ársins. Ekki aðeins vegna tónlistarinnar heldur var dramað á milli hljóm- sveitarmeðlima þvílíkt að helstu sápuóperur fölna í samanburði. Auk þeirra má finna lög með Franz Ferdinand, Nick Cave, The Darkness, Muse, Damien Rice, Patti Smith, Jet og fleiri góðum. Á seinni disknum má finna örlítið afturhvarf til níunda áratugarins með lögum frá Sykurmolunum, David Bowie, The Clash, The Smiths, Stone Roses, Pixies og fleirum með sítt að aftan. Eins og sést virðist Óli Palli vera snilling- ur í að setja saman gullna blöndu af tónlist. Þetta er augljóslega diskur sem mun fara vel í tónlist- aráhugamenn og ættu flestir að kíkja á hann þegar hann kemur út. ■ ...fá allir þeir sjálfboðaliðar sem gengu til góðs með Rauða kross Íslands og söfnuðu fé til hjálpar- starfs meðal barna sem búa við ógnir stríðsátaka. HRÓSIÐ ÓLI PALLI Á RÁS 2 Hefur sett saman gullna blöndu af góðri rokktónlist á nýja disknum Rokkland 2004. „Pathetique sónatan eftir Beethoven er í miklu uppá- haldi hjá mér,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleik- ari. „Þetta er náttúrlega tímamótaverk. Hann er 28 ára þegar hann semur hana. Hann kallar hana „Grande sonate pathetique“ og hefur greinilega haft stórar hug- myndir um hana í upphafi. Hann hefur örugglega geng- ið með hana lengi og svo þegar hún kemur loksins frá honum þá er hvergi feilslag að finna. Þetta verk er að mínu mati gjörsamlega Beethoven í hnotskurn. Sónatan byrjar á hægum dramatískum inngangi með frjálsum kadensum og síðan tekur við þessi rosalega æsti fyrsti kafli. Síðar í fyrsta kaflanum vitnar hann aftur til þessa hæga dramatíska inngangs. Það er mjög óvenjulegt að brjóta upp formið með þessum hætti. Þessi hægi inngangur er geysilega frægur, og ekki að ástæðulausu því hann er algjör snilld. Hann hefur verið notaður víða til þess að ná fram dramatískum áhrifum. Í fyrsta kaflanum er mikið af hröðum tremolóum sem reyna mjög mikið á tækni píanóleikarans. Annar kaflinn er síðan alveg dæmigerður syngjandi ljóð- rænn Beethoven. Hann notar þetta oft bæði í kammer- verkum sínum og einleikssónötum. Í laglínu annars kafl- ans er líka svo stórbrotinn tregi. Beethoven var í enda- lausum ástarsorgum á þessum tíma og að byrja að verða heyrnarlaus, þannig að vissulega voru margar ástæður fyrir þessari dramatík. Í rondókaflanum í lokin örlar síðan ennþá á dramanu, en þá er kominn meiri léttleiki í verkið, þannig að hann endar þessa sónötu á töluvert léttari nótum en byrjunin gaf til kynna.“ Eini gallinn á þessari sónötu, að mati Nínu Margrétar, er það hversu erfitt er að flytja hana opinberlega vegna þess hve fræg hún er. „Bæði er mjög erfitt að skila svona frægum verkum svo öllum líki og koma svo um leið með nýja sýn á þau sem er sannfærandi.“ | SÉRFRÆÐINGURINN | ÁSTRÍÐUFULLUR UNGUR MAÐUR Ludwig van Beethoven var 28 ára þegar hann samdi „Grande Sonata Pathetique“. Píanóverk: Pathetique sónatan eftir Beethoven VEITINGAHÚS Á tjaldstæðinu stendur þetta glæsilega veitingahús í miðri náttúrunni. STEINAR BERG ÍSLEIFSSON Blandar saman ferðaþjónustu og íslenskri menningu á nýju fimm stjörnu tjaldstæði. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.