Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 58
26 4. október 2004 MÁNUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN PRINCESS DIARIES 2 kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 THE TERMINAL SÝND kl. 8 og 10.30 SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 og 10.30 THUNDERBIRDS kl. 4 og 6 HAROLD AND KUMAR kl. 8 B.I. 14 GAURAGANGUR kl. 3.45 M/ÍSL.TALI COLLATERAL kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.20 B.I. 16SÝND kl. 6, 8 og 10 GRETTIR SÝND KL. 4 og 6 M/ÍSLENSKU TALI KEN PARK SÝND KL. 10.40 B.I. 16 BEFORE SUNSET KL. 6 SÝND KL. 4 kr. 450 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 4 og 6SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.15 B.I. 16 SÝND kl. 5.40, 8 og 10.15 WICKER PARK kl. 10.15 B.I. 12 TOM CRUISE JAMIE FOXX Þetta hófst sem hvert annað kvöld Hörku spennumynd frá Michael Mann, leikstjóra Heat FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE HHH kvikmyndir.is SÝND kl. 8 og 11 B.I. 16 THE BOURNE SUPREMACY kl. 5.50, 8 og 10.15 B.I. 14 SÝND kl. 8 B.I. 16SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 MYND EFTIR FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.15 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.15 Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem hasargel- lan Alice í svölustu hasarmynd ársins. ,,Ég á fullt af myndum og hlutum sem ég gerði! Mér fannst mjög gaman“. Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Færeyjar Í MINNINGU MILES DAVIS Cheryl Dav- is, dóttir djassmeistarans Miles Davis, tekur við viðurkenningu um inngöngu föður síns í Ertegen Jazz Hall of Fame í Lincoln Cent- er í New York á fimmtudaginn í liðinni viku. Var gömlu djassmeisturunum gert hátt undir höfði og mikið var um geðs- hræringu. Norður-Írinn George Ivan Morrison er eins og gott franskt vín, þroskast með aldrinum. Þetta er að vísu hræðileg klisja en engu að síður Van Morrison í hnotskurn. Eins og gott franskt vín ruglar hann neytand- ann. Hann er ekkert að auðvelda manni lífið með því að gefa upp nafnið á vínþrúgunni heldur verður maður að hafa fyrir því að henda reiður á honum, vita frá hvað bú- garði afurðirnar koma hverju sinni. Van Morrison hefur aldrei viljað láta setja sig í „lítinn kassa“. Nú um stundir gefur hann út djassplötur á Blue Note merkinu og ég þyrfti að vera með lygaramerki á tánum, eyr- unum og hnjánum til að segja að ég hefði kosið að heyra hann spila djass-prógram frekar en gamla góða rokk-prógrammið með lögum á borð við Caravan sem hryggjar- súlu og Here Comes the Night í slúttið. Eins og í gamladaga. Listamaðurinn sem heillaði áhorfendur upp úr skónum í Laug- ardalshöllinni á laugardagskvöld er maður sem stendur undir gömlu vígorði sínu: „Too late to stop now“. Hann bara getur ekki hætt og lítur aldrei um öxl. Stærstur hluti laganna sem hann flutti með frábærri hljóm- sveit sinni í Laugardalshöll í gær- kvöld var af nýjasta disknum: What’s Wrong With This Picture? Tónleikarnir tóku rúmlega hálfan annan tíma þannig að um tíu leytið á laugardagskvöld var helsta um- ræðuefnið sem skeggrætt var á börum og veitingahúsum Reykja- vik City, hvaða Van Morrison-lag fólk hefði helst viljað heyra Van the Man flytja. Landsþekkt tál- kvendi hugsaði upphátt um Into the Mystic á ölvunarstofu Kor- máks og Skjaldar, 101 Reykjavík og hinum megin við barborðið reyndi strákur að norðan við stelpu úr Vesturbænum með því að kalla hana Brown Eyed Girl. Dugn- aðarforkur frá Eskifirði rifjaði upp ást sína á flestum lögum Hard Nose the Highway og furðaði sig á slæmum dómum sem hún fékk 1973. „Hauskúpa í Rolling Stone! Plata með Warm love á!?“ og fleiri þrjátíu ára gamlar spælingar fylg- du. Áberandi ölvaður maður í höf- uðborginni talaði loks fyrir mál- stað dúettsins með Cliff Richard, When God Shines His Lights, en var púaður niður. Ég sagði hins vegar engum frá því að ég hefði viljað heyra gospelslagarann Full Force Gale: „Like a full force gale, I was lifted up again by the Lord!“ Altént kann Van Morrison bara ekki að stoppa; heldur áfram og áfram og er í þokkabót ævarandi áminning um að það er engin ástæða til að skríða ofan í litlan kassa eftir þeim merkimiða, sem á tilteknu augnabliki er á okkur settur. Vissulega sótti George Ivan ým- islegt gamalt í sarpinn en allt fékk það nýjan búning og nýtt líf. Hann lék til dæmis frábæra útgáfu af Jackie Wilson Says og furðulega út- gáfu af einu frægasta lagi sínu Have I Told You Lately. Þegar hann loksins tók Gloriu sína í lokin, táraðist ég, um leið og ég rokkaði feitt með grátt í vöngum (maður sem gæti verið sonur Vans- ins mannsins standandi við hlið stúlku sem gæti verið barnabarn hans). Bara ef hann hefði tekið Moondance í bláslúttið hefði ég get- að dáið hamingjusamur maður, haf- andi náð öðrum markmiðum lífsins: ferðast um heiminn, byggja hús, eiga börn og sjá Van Morrisson stíga tungldansinn: „Yes it was a wonderful night for a moondance.“ a.snaevarr@frettabladid.is Dásamlegt kvöld fyrir tungldans Rokkarinn Van the Man sem segir alltof seint að stoppa tróð upp með djass í Reykjavík. STELPUR ÚR LISTDANSSKÓLANUM Dönsuðu niður Laugaveginn í gær og vildu þannig vekja athygli á nýju nemendafélagi skólans. Ítalski leikarinn og leikstjórinn Ro- berto Benigni hefur ákveðið að gera mynd um stríðið í Írak. Myndin mun heita La Tigre e la neve eða Tígurinn og snjórinn. Þrátt fyrir að myndin gerist í Írak í byrjun stríðs- ins hefur Benigni sagt að hún verði gamanmynd. Benigni leikur ljóð- skáld sem flækist inn í málin í Írak: „Stríðið er aðeins bakgrunnur myndarinnar og ljóðskáldið sem ég leik endar í Írak fyrir algjöra tilvilj- un,“ segir Benigni. Í viðtali gagnrýnir Benigni hlut- verk Vesturlandanna í ofbeldinu í Írak. „Vesturlandabúar stjórna öllu, allir þeir sem stjórna þessum hlut- um og framkvæma þá hafa lært í Vesturlöndunum. Það eru ekki Aust- urlandabúarnir sem stjórna þessu,“ segir Benigni sem vann sér inn al- þjóðlega aðdáun og umtal með leik sínum og leikstjórn sinni í myndinni La Vita e bella. Sú mynd var einmitt gamanmynd um helförina og fékk þrjú óskarsverðlaun þar sem Ro- berto Benigni vann meðal annars verðlaun fyrir besta leik. ■ Benigni gerir gaman- mynd um stríðið í Írak ■ KVIKMYNDIR ROBERTO BENIGNI Vonandi verður þessi mynd jafn stórkostleg og gamanmynd hans um helförina, La Vita e bella. ■ TÓNLEIKAR VAN THE MAN Van Morrison einbeitti sér að nýrri lögum en nokkur eldri gullkorn flutu með í nýjum búningi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.