Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 9
Fréttir Október 2004 Skrifstofa SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5307602; netfang: saa@saa.is Vogur, Stórhöfða 45, 112 Reykjavík * Sími: 5307600; fax: 5676615; netfang: vogur@saa.is Útgáfustjóri: Gunnar Kvaran, kvaran@saa.is * Vefur: www.saa.is (c) Copyright 2004 S.Á.Á. Fréttabréf Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Ábm. Gunnar Kvaran Í septembermánuði hefur SÁÁ boðað til kynningarfunda á Ísa- firði og Hvammstanga. Trúnað- armenn SÁÁ á þessum stöðum sáu um undirbúning þessa funda en góð mæting var á báða fundina. Á fundunum ræddi Þórarinn Tyrfingsson um stöðuna í áfengis og vímuefna málum og Gunnar Kvaran greindi frá innra starfi samtakanna. Í lok hvors fundar voru almennar umræður, þar sem fundar- menn tóku þátt í umræðum og lögðu spurningar fyrir frum- mælendur. SÁÁ mun halda áfram að heimsækja lands- byggðina en næsti fundur er fyrirhugaður í Vestmannaeyj- um og verður hann nánar aug- lýstur síðar. Félagsstarfið Dagatal félagsstarfs 06. okt. Afmælisfundur 06. okt. Kjarnakonur 07. okt. Heiðursmenn 08. okt. Árshátíð 13. okt. Kjarnakonur 16. okt. Félagsvist 20. okt. Kjarnakonur 21. okt. Heiðursmenn 25. okt. Dansnámskeið 26. okt. Dansnámskeið 30. okt. Félagsvist og dans Ráðherrar í heimsókn Fyrsti fundur Heiðursmanna SÁÁ eftir sumarfrí var haldinn á Vogi 24. sept. sl.. Sérstakur gestur fundarins var Jón Kristjánsson heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra. Heiðursmenn SÁÁ hittast á Vogi í hádeginu annan hvern fimmtudag til að ræða málefni samtakanna og til að taka á móti gestum. Þeir sem hafa áhuga á félagsskap Heiðursmanna SÁÁ geta haft samband við Gunnar Kvaran í netfangið kvaran@saa.is eða í síma 824-7610. Næsti gestur Heiðursmanna, þann 7. okt., verður Geir Jón Þórisson yfir- lögregluþjónn. Sumarstarf Kjarnakvenna hefur verið sérlega vel hepp- nað, en mikil og góð þátt- taka hefur verið á fundum Kjarnkvenna í sumar. Þá hefur komið fram mikill áhugi á að stofna lands- byggðadeildir Kjarnakvenna SÁÁ , en skrifleg beiðni frá Vestmannaeyjum hefur borist um slíkt. Áður hefur verið stofnuð deild Kjarnakvenna á Akureyri. Starfið er að virka vel og stýrihópurinn að leiða starfið farsællega. Vonandi er þetta bara byrjunin á ein- hverju ennþá stærra. Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, var gest- ur á hádegisfundi Kjarna- kvenna þann 30. september. Fundurinn var haldinn á Vogi. Ákveðið hefur verið að endurvekja hádegisfundi Kjarnakvenna á Vogi á fimm- tudögum og hafa þá einu sinni í mánuði á móti fundum Heiðursmanna. Á ferð og flugi Göngudeild, Reykjavík Síðumúla 3-5 Viðtalsþjónusta er í boði alla virka daga frá kl. 09:00 til 17:00. Þessa þjónustu geta allir nýtt sér bæði þeir sem vita að þeir eiga við áfengis- eða vímuefnavanda að stríða og einnig aðstandendur þeirra. Pantið tíma í síma 530-7600 Kynningafundir Kynningafundir SÁÁ í Síðumúla 3-5 eru á fimmtud. kl. 18:00. Kynningin stendur yfir í 45 mín. og síðan eru fyrirspurnir í stundarfjórðung. Batanámskeið Helgarnámskeið um bata og ófullkominn bata. Á námskeiðinu er fjallað um ýmsar takmarkanir eða hindr- anir sem alkóhólistinn getur mætt fyrstu mánuðina í batanum. Hentar einnig vel fyrir þá sem eru að reyna að hressa sig við eftir áföll eða lægðir. Næsta batanámskeið verður 23.-24. október Fjölskyldunámskeið 4 vikna námskeið eða helgar- nám- skeið. Á námskeiðinu er leitast við að auka þekkingu þátttakenda á vímuefna- sjúkdómnum og einkennum hans, hvernig hann birtist og hvaða áhrif hann hefur á alla þá sem búa í návígi við hann. Næsta helgarnámskeið verður 2.-3. okt. en 4 vikna námskeið hefst 18. október. Miðvikudagsfyrirlestrar Alla miðvikudaga eru fræðslu- erindi fyrir almenning í göngu- deild og eru þeir öllum opnir. Þeir hefjast kl. 17:00 og er aðgangseyrir 650,- kr. Spilafíklar Spilafíklum og aðstandendum þeirra er boðið uppá fræðslu- erindi, viðtöl og hópstarf. Eftir þörfum er boðið uppá meðferð við spilafíkn sem er um helgar. Meðferðin fer fram með fræðsluerindum, viðtölum og hópfundum. G.A. fundur er í göngudeild alla fimmtudaga kl. 20:30. Næsta námskeið fyrir spilafíkla verður 5.-7. nóvember. Göngudeild Vogi Stórhöfða Foreldrafræðsla Sérstök fræðsludagskrá sem er alla þriðjudaga kl. 18:15-20:00 á sjúkrahúsinu Vogi fyrir for- eldra ungra vímuefnaneyt- enda. Dagskráin er jafnt fyrir foreldra sem eiga börn sem eru í meðferð eða hafa lokið henni og þá foreldra sem eru að leita sér upplýsinga vegna gruns um neyslu. Göngudeild, Akureyri Glerárgötu 20 Opið alla virka daga frá 09:00- 17:00. Lokað í hádeginu. Miðvikudagsfyrirlestar kl. 18.15 Fræðslu-og kynningarfundir á mánudögum kl. 18.15 Batanámskeið 2.-3. okt. Fjölskyldunámsleið 6.-7. nóv. Læknafyrirlestur 25. okt. Allar nánari upplýsingar og tímapantanir, skráning á fyrirlestra og námskeið hjá SÁÁ svo og skráning nýrra félaga eru í síma 5307600 eða á www.saa.is FÉLAGSSTARF, FYRIRLESTRAR OG NÁMSKEIÐ OKT - NÓV ´04 Sjúkrahúsið Vogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.