Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 54
22 4. október 2004 MÁNUDAGUR KÖRFUBOLTI Njarðvíkingar eru meistarar meistaranna í körfu- bolta eftir glæsilegan sigur á Keflvíkingum, 79-105. Þetta er fyrsti ósigur Keflvíkinga á heima- velli, í sláturhúsinu svokallaða, gegn íslensku liði í tæp tvö ár. Það var þó jafnræði á með lið- unum í fyrri hálfleik en Kefl- víkingar höfðu tveggja stiga for- skot þegar flautað var til leikhlés, 46-44, og ekkert sem benti til ann- ars en að framundan væri jafn og spennandi leikur. Reyndin varð allt önnur því það varð aldeilis kúvending á leiknum í þriðja leik- hluta því þá breyttu Njarðvíking- ar stöðunni úr 49-46 í 51-73 og skoruðu á tímabili hvorki fleiri né færri en 17 stig í röð. Eftir þennan rosalega kafla þeirra grænu var í raun engin spurning hvort liðið færi með sig- ur af hólmi heldur bara hversu stór sigur þeirra yrði. Á lokakafl- anum leystist leikurinn svo upp í vitleysu eins og oft vill verða í leikjum þar sem munurinn er þetta mikill. Það er því greinilegt að Njarð- víkingar eru til alls vísir í vetur en flestir körfuboltasérfræðingar hafa spáð Keflvíkingum mestu velgengninni. Brenton Birmingham fór fyrir Njarðvíkingum en hann skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar. Friðrik Stefánsson stóð Brenton lítt að baki, var geysisterkur með 20 stig, 11 fráköst og hitti úr 3 af 4 3ja stiga skotum sínum og lék að auki fantavörn. Matt Sayman sýndi hvers megnugur hann er því hann skoraði 19 stig, reif nið- ur 8 fráköst og gaf 8 stoðsending- ar. Sayman barðist eins og ljón allan tímann og smitaði samherja sína af baráttugleðinni. Páll Kristinsson var laus og lið- ugur og raðaði niður körfunum, skoraði 18 stig og hirti 8 fráköst, Troy Wiley var síðan með 14 stig og 8 fráköst. Hittnin hjá Njarðvík- ingum í seinni hálfleik var öld- ungis frábær, þeir hittu úr 17 af 25 2ja stiga skotum sínum og 7 af 11 í 3ja stiga skotunum. Keflvíkingar hittu hrikalega illa í þessum leik, þeir settu til að mynda aðeins niður 3 af 20 3ja stiga skotum sínum í seinni hálf- leik. Anthony Glover var þeirra at- kvæðamestur með 23 stig, næstur honum kom Arnar Freyr Jónsson með 12. Stig Njarðvíkur: Brenton Joe Birmingham 27, Friðrik Stefáns- son 20, Matt Sayman 19, Páll Kristinsson 18, Troy Wiley 14, Kristján Sigurðsson 3, Egill Jón- asson 2, Guðmundur Jónsson 2. Stig Keflavíkur: Anthony Glover 23, Arnar Freyr Jónsson 12, Magnús Þór Gunnarsson 11, Jimmy Miggins 11, Hjörtur Harð- arson 8, Davíð Þór Jónsson 5, Gunnar Einarsson 4, Gunnar Stef- ánsson 3, Elentínus Margeirsson 2. sms@frettabladid.is HALLDÓR RÍFUR BIKARINN Á LOFT Halldór Karlsson, fyrirliði Njarðvíkinga, sést hér lyfta bikarnum góða sem Njarðvíkingar fengu fyrir sigurinn í meistarakeppninni í gær. Hann tók við honum úr höndum Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Njarðvíkingar á flugi í síðari hálfleik Tryggðu sér sigur í meistarakeppni KKÍ með frábærum seinni hálfleik gegn Keflvíkingum. Þýska handknattleiksliðið Weibern,sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálf- ar og þrjár íslenskar landsliðskonur leika með, beið lægri hlut á heima- velli gegn Buxtehude með 22 mörkum gegn 28 í þýsku úrvalsdeild- inni um helgina. Margrét Jóna Ragnarsdóttir setti sjö mörk en þar af komu sex úr vítum, og Dagný Skúladóttir setti þrjú mörk. Sólveig Lára Kjærnested komst ekki á blað. Eftir fjórar um- ferðir er Weibern í tíunda og þriðja neðsta sæti deildarinnar með tvö stig. Dusseldorf tapaðiá heimavelli gegn Hamborg, 29- 32. Alexander Pettersons og Markús Máni Mikaelsson Maute skoruðu báðir þrjú mörk fyrir Düsseldorf. Flensburg bar sigurorð af Göpp-ingen með 31 marki gegn 28. Landsliðsmaðurinn Jaliesky Garcia, og Íslandsvinurinn Andreus Stelmokas, stóðu heldur betur fyrir sínu og skoruðu átta mörk hvor fyrir Göppingen. Logi Geirsson og félagar hjáLemgo rótburstuðu Grosswall- stadt, 30-16. Logi skoraði tvö mörk fyrir Lemgo. Einar H ó l m g e i r s s o n gerði fjögur mörk fyrir Grosswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson setti eitt. Alfreð Gíslason og lærisveinarhans í Magdeburg halda áfram uppteknum hætti en liðið endur- heimti efsta sætið í deildinni þegar liðið saltaði Post Schwerin á útivelli með 36 mörkum gegn 24. Liðið er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir. Arnór Atlason gerði eitt mark fyrir Magdeburg en Sigfús Sigurðsson er frá vegna meiðsla. Landsliðsmaðurinn Gylfi Gylfasonog Íslandsvinurinn, Robertas Pauzuolis, skoruðu báðir fjögur mörk hvor fyrir Wilhelmshaven, en það dugði þó skammt því liðið tap- aði á heimavelli gegn Nettelstedt með 30 mörkum gegn 35. Ólafur Stefánsson, fyrrverandieða núverandi landsliðsmaður, átti sannkallaðan stórleik um helg- ina. Óli var með tíu mörk, þrjú úr vítum, og fjöldann allan af stoðsendingum fyrir lið sitt, Spánar- meistara Ciudad Real. Það dugði þó ekki til sigurs að þessu sinni, því lið- ið gerði jafntefli á heimavelli gegn Ademar Leon, 31-31. Þegar fjórar umferðir eru búnar eru Barcelona og Portland San Antonio efst með átta stig en Ciudad Real og Ademar Leon koma þar á eftir með sjö. Arhus GF varð að lúta í gras fyrirmeistaraliðinu GOG, með 32 mörk- um gegn 31 í dön- sku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag. Róbert Gunnarsson held- ur áfram að brillera með Arhus og var markahæstur með tíu mörk, Sturla Ásgeirsson skoraði tvö. Gísli Kristjánsson setti tvö mörkfyrir Fredericia, sem bar sigurorð af Bjerringbro með 27 mörkum gegn 26, á útivelli. Íúrvalsdeildinni hjástelpunum skoraði Hrafnhildur Skúla- dóttir eitt mark fyrir SK Arhus, en liðið bar skarðan hlut frá borði gegn Randers með 28 mörkum gegn 24. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM EVRÓPUBOLTINNÞýska 1. deildin B. Leverkusen-Hamburger SV 3-0 1-0 Krzynowek (10.), 2-0 Juan (73.), Ber- batov (86.). B. Dortmund-Nürnberg 2-2 0-1 Mintal (23.), 0-2 Vittek (25.), 1-2 Koller (28.), 2-2 Koller (45.). H. Rostock-Hannover 1-3 0-1 Leandro (14.), 0-2 Barnetta (23.), 0-3 Stendel (85.), 1-3 Tjikuzu (89.). Kaiserslautern-H. Berlín 0-2 0-1 Kovac (18.), 0-2 Muller (47.). Freiburg-Mainz 1-2 0-1 Gerber (22.), 1-1 Tskitishvili (69.), 1-2 Rose (90.). Wolfsburg-M’gladbach 2-1 1-0 D’Alessandro (13.), 1-1 Neuville (16.), 2-1 Schnoor (42.). W. Bremen-B. München 1-2 0-1 Ballack (20.), 0-2 Schweinsteiger (75.), 1-2 Klose (81.). Bielefeld-Stuttgart 0-2 0–1 Babbel (43.), 0–2 Cacau (90.). Schalke-Bochum 3-2 1-0 Asamoah (10.), 2–0 Kobiashvili (13.), Lincoln (44.), 3–1 Misimovic (50.), Kalla (65.). Ítalska A-deildin Cagliari-Brescia 2-1 1-0 Zola, víti (12.), 1-1 Caracciolo (38.), 2-1 Langella (82.). Chievo-Leece 2-1 1-0 Baronio (47.), 2-0 Tiribocchi (79.), 2- 1 Vucinic (90.). AC Milan-Reggina 3-1 1-0 Shevchenko (11.), 1-1 Franceschini (59.), 2-1 Kaka (66.), 3-1 Shevchenko (88.). Atalanta-Lazio 1-1 1-0 Gautieri (11.), 1-1 Muzzi (85.). Messina-Siena 4-1 1-0 Parisi (33.), 2-0 Di Napoli (34.), 2-1 Portanova (39.), 3-1 Di Napoli (53.), 4-1 Amoruso (82.). Palermo-Bologna 1-0 1-0 Brienza (40.). Parma-Fiorentina 0-0 Sampdoria-Livorno 2-0 1-0 Rossini (79.), 2-0 Udinese-Juventus 0-1 0-1 Zalayeta (61.). Roma-Inter Milan 3-3 1–0 Montella (8.), 1–1 Cambiasso (45.), 1–2 Veron (51.), 1–3 Recoba (54.), 2–3 Totti (57.), 3–3 De Rossi (74.). Spænska úrvalsdeildin Real Betis-Sevilla 1-1 0-1 Di Vaio (10.), 1-1 Edu (30.). R. Sociedad-A. Madrid 1-0 1-0 Kovacevic (41.). Albacete-Espanyol 1-0 1–0 Redondo (67.). Getafe-A. Bilbao 3-1 1-0 Pachon (1.), 1–1 Etxeberria (51.), 2–1 Pachon (60.), 3–1 Pachon (65.). Levante-Mallorca 2-0 1–0 Manchev (28.), 2–0 Sergio (34.). Malaga-Osasuna 2-0 1–0 Amoroso (22.), 2–0 Wanchope (61.). R. Santander-Sevilla 0-0 Villarreal-R. Zaragoza 2-0 1–0 Riquelme (40.), 2–0 Forlan (49.). Barcelona-Numancia 1-0 1–0 Larsson (70.). R. Madrid-Deportivo 0-1 0-1 Luque (45.). Meistarakeppni KKÍ í kvennaflokki fór fram í Keflavík í gærkvöld: Öruggt hjá Keflavíkurstúlkum KÖRFUBOLTI Keflavíkurstúlkur unnu öruggan sigur á stöllum sínum úr KR í meistarakeppni KKÍ með 80 stigum gegn 50 en leikurinn fór fram í Keflavík. Þar með eru Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna og þessi byrjun und- irstrikar hressilega að það verður ekki auðvelt að ná titlunum af þeim. Segja má að strax frá upphafi hafi verið ljóst hvert stefndi. Keflavík var með tólf stiga for- skot þegar fyrsti leikhluti var all- ur, 24-12. Það sama var uppi á ten- ingnum í öðrum leikhluta og stað- an í hálfleik var 47-24 og úrslitin svo gott sem ráðin. Aðeins meira jafnræði ríkti í seinni hálfleik og að endingu var munurinn á liðun- um þrjátíu stig. Þessi stórsigur Keflavíkurliðs- ins kemur nokkuð á óvart því Birna Valgarðsdóttir lék aðeins í fjórar mínútur, en hún er að jafna sig eftir meiðsli, og Reshea Bristol er ekki kominn með leik- heimild. Ungu stelpurnar í liðinu sýndu þá einfaldlega hvað þær geta og til að mynda skoraði María Ben Erlingsdóttir 20 stig á 26 mínútum og Bryndís Guðmundsdóttir var með 17 stig, 11 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Báðar eru fæddar 1988. Anna María Sveinsdóttir er þó ennþá heilinn og hjartað í þessu liði og virð- ist eiga meira en nóg eftir en hún skoraði 10 stig, reif niður 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hjá KR-liðinu var, eins og gefur að skilja, öllu færra um fínu drættina. Georgia O. Kristiansen var stigahæst með 12 stig en til að mynda voru þær Hanna Kjartansdóttir, sem var að spila sinn fyrsta leik síðan í lokaúrslitunum 2003, og Helga Þorvaldsdóttir, stiga- lausar en samanlagt tóku þær 15 skot án þess að hitta úr einu einasta. Liðið er greinilega enn í mótun en það lék án Katie Wolf sem er ekki komin til landsins. Stig Keflavíkur: María Ben Erlingsdóttir 20, Bryn- dís Guðmundsdóttir 17, Anna María Sveinsdóttir 10, Marín Rós Karlsdóttir 10, Rannveig K. Randvers- dóttir 9, Bára Bragadóttir 8, Svava Ósk Stefánsdóttir 4, Birna I. Valgarðsdóttir 2 Stig KR: Georgia O. Kristian- sen 12, Sigrún S. Skarphéðinsdótt- ir 9, Halla M. Jóhannesdóttir 8, Gréta M. Grétarsdóttir 7, Hrefna D. Gunnarsdóttir 6, Eva M. Grét- arsdóttir 6, Lilja Oddsdóttir 2. ■ Landslið Englands: Ferdinand með á ný FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi í gær 23ja manna hóp fyrir leikina gegn Wales og Aserbaídsj- an í undankeppni EM í næstu viku. Mesta athygli vekur að Rio Ferdinand er í landsliðshópnum á nýjan leik en hann hefur ekki spil- að með landsliðinu í rúmt ár. Hann er nýkominn úr átta mánaða banni og hefur leikið frábærlega með Manchester United. ■ ENSKI LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir David James Man.City Paul Robinsson Tottenham Robert Green Norwich Varnarmenn Sol Campell Arsenal Rio Ferdinand Man.Utd Ledley King Tottenham John Terry Chelsea Ashley Cole Arsenal Gary Neville Man.Utd Phil Neville Man.Utd Jamie Carrager Liverpool Miðjumenn David Beckham Real Madrid Nicky Butt Newcastle Owen Hargreaves B. München Joe Cole Chelsea Frank Lampard Chelsea Jermaine Jenas Newcastle Shaun Wright Phillips Man.City Sóknarmenn Wayne Rooney Man.Utd Michael Owen Real Madrid Alan Smith Man.Utd Jermain Defoe Tottenham Darius Vassel Aston Villa BIRNA MEÐ BIKARANA Birna Valgarðsdóttir, fyrir- liði Keflvíkinga, sést hér með sigurlaunin í gær. M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R M YN D /V ÍK U R FR ÉT TI R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.