Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 18
Hvernig væri að kaupa sér verkfærakassa og dytta að því sem hefur setið á hakanum. Lakka lamirnar á hurðunum, skipta um peru á ganginum og skrúfa skrúfuna almennilega sem þú rekur þig alltaf í. Þegar veturinn skellur á þá nennirðu engu í kuldanum nema liggja undir sæng hvort sem er. Láttu gæði og góða reynslu ráða vali þínu á ofnhitastillum Danfoss ofnhitastillar fyrir þig Danfoss hf Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss er leiðandi í framleiðslu ofnhitastilla R A 2 0 0 0 D B L Húbert Nói Jóhannesson mynd- listarmaður segist eftir nokkra umhugsun velja gamla Árbæinn í Árbæjarsafni sem fegursta hús Reykjavíkur. „Mér finnst líka eitthvað fallegt við þá staðreynd að gamli Árbærinn skuli ennþá vera í Reykjavík. Svo er það heill- andi að hægt sé að róta upp húsi svona eiginlega beint úr um- hverfinu, úr grjóti, torfi og reka- við.“ Húbert Nói er alinn upp í Ár- bænum og á þaðan ljúfar minn- ingar úr æsku. „Þetta var náttúr- lega í útjaðri byggðar og afskap- lega „kreatívt“ umhverfi, sem fæddi af sér marga skapandi ein- staklinga. Maður varð að hafa ofan af fyrir sér og finna upp á einhverju skemmtilegu því það voru engin skipulögð leiksvæði. Ég og vinur minn fengum til dæmis allskyns dót til afnota sem tengdist starfi föður hans hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þetta dót varð grunnur að margvísleg- um vísindarannsóknum í Árbæn- um og við fórum aldrei út úr húsi án þess að vera með poka í beltis- stað með matador-húsum, eld- spýtum og allskyns drasli sem við ætluðum að nota ef við þyrftum að bregðast við krísuástandi í hverfinu. Það kom nú reyndar aldrei til, en við vorum tilbúnir að mæta hverju sem var og gátum gert skyndikort af svæðinu með aðstoð matador-húsanna ef á þyrfti að halda.“ Húbert Nói er ekki frá því að hann sæki eitthvað af sínum myndlistarneista í gamla hverfið sitt. „Til dæmis litaskalinn, það var ekki mikil ljósmengun í Ár- bænum þótt það yrði auðvitað aldrei niðamyrkur heldur mis- munandi djúpir bláir tónar. En út- línur Esjunnar í myrkrinu settust að í sálinni svo og andrúmsloftið í Árbænum sem var alveg sér- stakt.“ Húbert Nói ætlaði að verða líf- efnafræðingur og segist vera það að einum þriðja. „Svo sá ég fram á að ég myndi enda sem líffræði- kennari og svissaði snarlega yfir í myndlistina.“ Nú er hann að undirbúa sýn- ingu sem opnar í Kaupmannahöfn 26. nóvember næstkomandi. „Mér var bara boðið að koma og halda sýningu og ef ég er beðinn að koma slæ ég til. Það er ekkert flóknara,“ segir hann glaðbeittur. edda@frettabladid,is Mikið hefur færst í aukana er- lendis að gróðri sé komið fyrir á húsþökum. Í löndum eins og Þýskalandi hefur þetta náð sér- staklega miklum vinsældum því lögin krefjast þess að hluti af byggingum og svæðinu þar í kring séu græn og eru nú þök á heimilum, iðnaðarhúsnæði og skólum þakin ýmiskonar gróðri. Í Bandaríkjunum hefur græna þakbylgjan látið að sér kveða og þykja þau einstaklega skemmti- leg lausn í miklu þéttbýli þar sem lítið er um gróð- ursvæði og hefur ráð- húsið í Chicago verið þakið grænum gróðri. Í kjölfarið hafa sprottið upp fyritæki sem hanna og selja sérstök kerfi sem komið er fyrir á þak- inu svo gróðursvæðið fái sem bestan jarð- veg án þess að það valdi skemmdum á húsnæði. Helstu kostirnir við grænt þak þykja að dregið er úr orku- kostnaði þar sem gróðurinn dregur til sín hitann sem ann- ars myndi leita inn í húsið. Veður og vindar sem yfirleitt valda skemmdum á hefðbundnu þaki verða bestu vinir þaksins og viðhalda gróðrinum. ■ Gróður á þakinu: Blómstrandi húsþök Með útlínur Esjunnar í sálinni: Alltaf viðbúinn krísu- ástandi í Árbænum Gamli Árbær í Árbæjarsafninu er fallegasta húsið í Reykjavík, að mati Húberts Nóa Jóhannessonar myndlistarmanns. Í Þýskalandi eru græn þök sérlega vinsæl. Haustverkin: Garðinum bjargað frá frostinu Garðaunnendur kvíða marg- ir fyrir vetrinum og sjá fyrir sér garðinn algjör- lega í rúst þegar vora tekur. Margt er hægt að gera til að verja garðinn fyrir frostinu og kuldanum og því um að gera að drífa í því áður en það verður of seint. Gott er að hreinsa alla aðskota- hluti úr beðum. Haustlauf geta bor- ið með sér sjúkdóma sem gætu eyðilagt eitthvað yfir veturinn. Einnig er gott að vökva, vökva síð- an aðeins meir og vökva smá í við- bót. Vökvaðu allt - meira að segja trén. Ræturnar þurfa nóg af raka til að lifa af næstkomandi mánuði. Kórónaðu síðan hreingerninguna með því að koma jarðveginum í gott lag og næra hann af góðum áburði. Ekki er hægt að gera meira að sinni, nema náttúrlega koma haust- laukunum vel fyrir, og gaman er að sjá árangurinn þegar vorar. ■ Þó að haustlaufin séu falleg á að líta geta þau verið algjör plága yfir vetrartímann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.