Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 04.10.2004, Qupperneq 63
31MÁNUDAGUR 4. október 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Ínýju eintaki Euroman má finna við-tal við Ólaf Elíasson, sem gerði garðinn frægan með innsetningu sinni í Tate Modern-safninu í London sem kall- aðist Weather Project. Sú sýning laðaði að sér fjöl- da áhorfenda og þótti heppnast mjög vel. Ólafur gagnrýnir hins vegar skandinav- íska og íslenska blaðamenn harðlega í þessu viðtali fyrir umfjöllunina um sýninguna, sem hann segir hafa verið „smör- rebröds“-blaðamennsku og alls ekki nógu faglega unna. Ólafur segir aug- ljóst að norrænir blaðamenn kunni ekki að skrifa um menningu líkt og hann er vanur frá Þýskalandi. Gagn- rýnendur frá Svíþjóð, Danmörk og Ís- landi séu yfirleitt ekki myndlistar- gagnrýnendur, heldur einnig tónlist- ar- eða leikhúsgagnrýnendur, og þeir hafi því horft mjög ógagnrýnið á verk hans og án þess að velta fyrir sér merkingu þess sögðu þeir bara: „Vá, hvað þetta er flott sól.“ Áléttari nótunum kemur einnigfram í viðtalinu að Ólafur og eig- inkona hans, Marianne Krogh Jen- sen, hafi nýlega ættleitt soninn Zak- arias frá Addis Ababa í Eþíópíu. Konur flykkjast nú á 101 bar eftirað fregnir bárust um að Hollywood kyntröll og rokkstjörnur eigi þar leið um. Harri- son Ford hefur látið sjá sig þar nokkrum sinnum og sögusagnir komust á kreik um að George Clooney hefði gert hið sama, en það reyndist ósatt. Stórir kvennahópar sitja þar nú við hvert borð og skima konurnar eftirvæntingarfullar í átt að inngang- inum um leið og einhver kemur inn á barinn. Heyrst hefur að ísjakinn mikli semhefur vakið hvað mesta athygli á vísinda- og menningarsýningunni í París hafi átt í nokkrum erfiðleikum með að komast alla leið. Hann kom inn um toll- inn í Rotterdam og segir sagan að fólk hafi lent í mesta basli með að koma honum þar í gegn, því enginn tollflokkur var fyrir hendi. Þá hafði jakinn lést um sex tonn á leið sinni yfir hafið og þurfti því að út- skýra afhverju ekki væri sama magn sem lagði af stað úr höfn og kom á leiðarenda. Eftir mikið japl á þó að hafa verið komist að þeirri niður- stöðu að óhætt væri að hleypa ísjak- anum inn á svæði Evrópusambands- ins, en með þeim formerkjum þó að hann fengi einungis dvalarleyfi í þrjá daga. Var því vonast til að jakinn myndi bara bráðna á þessum þrem- ur dögum svo ekki þyrfti að flytja restina aftur til Íslands. Dagný Jónsdóttir, þingkona Fram-sóknarflokksins, mætti aftur í upphlut við þingsetningu á föstudag. Heyrst hefur að hún hafi sérstaklega klætt sig upp á í þennan búning til að ögra blaða- mönnum DV sem gerðu nokkurt grín af henni við síðustu þingsetningu fyrir að klæðast þess- um þjóðhátíðarbún- ingi íslenskra kvenna. ÚR RÆÐUSTÓLI Halldór að halda ræðu sem forseti Alþingis, við setningu þings, áður en hann hélt sína fyrstu stefnuræðu sem forsætisráðherra landsins. Kaldaljós framlag Íslands til óskarsverðlauna Kvikmyndin Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson, byggð á samnefndri skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur, var á miðvikudag valin framlag Íslands til forvals óskarsverðlaunanna í kosningu sem haldin var af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademí- unni á miðvikudag. Valið stóð á milli Kaldaljóss og kvikmyndarinnar Dísar eftir Silju Hauksdóttur. Und- anfarin ár hefur kosningin farið fram samhliða Eddu-verðlaunun- um, en að þessu sinni var ekki hægt að hafa þann háttinn á vegna krafna bandarísku kvikmyndaakademíunn- ar um að val viðkomandi lands væri tilkynnt við lok skilafrest sem var 1. október. Að sögn Ásgríms Sverrissonar hjá Íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunni eru rúmlega 800 manns á kjörskrá; allt fólk úr ís- lenska kvikmynda- og sjónvarps- geiranum. Nákvæm niðurstaða kosn- ingarinnar er ekki gefin upp né kjör- sókn eða ástæður þess að Kaldaljós var valin fram yfir Dís. Atkvæða- munurinn einn sker úr um valið. Báðar kvikmyndirnar voru þær einu íslensku sem komu til greina sam- kvæmt skilyrðum bandarísku kvik- myndaakademíunnar sem að sögn Ásgríms setur mjög ákveðin skilyrði um erlendar myndir. ■ OG ÓSKARINN FÆR... ...jah, kannski Kaldaljós sem besta erlenda myndin, en hún verður næsta framlag Íslendinga til óskarsverðlauna bandarísku kvikmynda- akademíunnar í mars næstkomandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.