Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 1
● keflavík tók kvennaleikinn Meistarakeppni KKÍ: ▲ SÍÐA 22 Njarðvík burstaði Keflavík ● og gefur út plötur Steinar Berg: ▲ SÍÐA 30 Reisir fimm stjörnu tjaldstæði ● í ráðhúsinu Jóhann G. Jóhannsson: ▲ SÍÐA 27 Tindar og Pýramídar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM HVASSVIÐRI um norð- vestan- og vestanvert landið. Rigning norðan til en þurrt syðra og rofar til. Hiti 2- 11 stig, svalast á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 4. október 2004 – 271. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Gamli Árbærinn í uppáhaldi Húbert Nói Jóhannesson: IÐNAÐARSTÖRF ÚR LANDI Plast- prent flytur verkefni til Eystrasaltslanda þar sem launakostnaður er bara brot af því sem hér er. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir óstjórn í launamálum hins opinbera íþyngja íslenskum iðnaði. Sjá síðu 2 MATARSKATTUR OG MENNTUN Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þing- byrjun í Alþingishúsinu í gær. Gangi hag- vaxtarspár eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til að matar- skattur lækki og skólar fái meiri peninga. Sjá síðu 4 HERNAÐUR Á GAZA Sjö Palestínu- menn létust í átökum við Ísraelsher í gær. Forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að draga herlið sitt til baka frá norðurhluta Gaza- svæðisins. Sjá síðu 6 OFFITA BARNA Bandaríska vísindaaka- demían hefur skilað skýrslu um offitufarald- ur á meðal bandarískra barna. Lagt er til að farið verði í allsherjar herferð til að sporna gegn útbreiðslu vandans. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 27 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 KENNARAVERKFALL 159 fötluð börn hefja aftur skólagöngu í dag eftir að undanþágunefnd kennara og sveit- arfélaganna veitti fimm skólum undanþágu til kennslu á föstudag. „Undanþágan breytir fyrst og fremst því að lífið kemst aftur í eðlilegt horf. Miklu skiptir að rútína hans verði aftur eðlileg,“ segir Sunna Halldórsdóttir, móðir Kára Freys Þorfinnssonar, sex ára gamals drengs, sem hóf nám í Öskjuhlíðarskóla í haust. Móðir Sunnu kom vestan af fjörðum til að hlaupa undir bagga og gæta Kára Freys á morgnana meðan á kenn- araverkfallinu stæði. Eftir hádegi fór Kári Freyr síðan í dagvistun eins og hann er vanur. Sunna segir allt verða betra þegar Kári getur farið aftur í skólann enda sé hann ekki einn af þeim sem getur setið kyrr fyrir framan sjónvarp eða tölvu heldur þurfi alltaf að hafa ofan af fyrir honum. Undanþágurnar fengu Safamýr- arskóli, Öskjuhlíðarskóli, Brúar- skóli fyrir nemendur Stuðla og barna- og unglingadeildar Land- spítalans, skóli fyrir börn með fé- lagsleg, geðræn og hegðunarleg vandkvæði í Vestmannaeyjum og Kleppjárnsreykjaskóli fyrir nem- endur meðferðarheimilisins að Hvítárbakka. Ellefu beiðnum um undanþágur var hafnað. ■ EFNAHAGSMÁL Hækkandi skatt- byrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðarins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Ís- landi en sem hlufall af þjóðar- framleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegn- um hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síð- ustu árum, ekki síst í tíð núver- andi ríkisstjórnar, og nefnir Þor- steinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sam- bandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsfram- leiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þor- steinn viðurkennir að hluti skýr- ingarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. „Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum op- inberum umsvifum meðan á stór- iðjuframkvæmdum stendur. „Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkun- um sem geta leitt til tímabundinn- ar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og op- inberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármál- in haft mildandi áhrif.“ Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóð- legri samkeppni því að þegar raun- gengi er orðið mjög hátt þá versn- ar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. „Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson. sveinng@frettabladid.is Sjá einnig síðu 2 Hærri skattar og verri afkoma Ef hið opinbera gáir ekki fljótlega að sér mun skattbyrði aukast og af- koma fyrirtækja versna. Samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu er nú hæst á Íslandi af öllum OECD-ríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KÁRI FREYR ÞORFINNSSON Á LEIÐ Í SKÓLANN 159 fötluð börn eru á leið í skóla eftir að undanþágunefnd kennara og sveitarfé- laga gaf fimm skólum undanþágu frá kennaraverkfalli. Kári Freyr er sex ára og byrjaði í Öskjuhlíðarskóla í haust. Nú kemst líf hans aftur í eðlilegt horf þótt hann hafi verið svo heppinn að amma hans hafi komið vestan af fjörðum til að gæta hans meðan á verkfallinu stóð. Ræða forseta Alþingis: Ekki árás á forsetann ALÞINGI Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að hann hafi með þingsetningarræðu sinni á föstudaginn verið að koma Al- þingi til varnar eftir atburði sumarsins. Enginn vafi sé á því að staða þingsins hafi veikst eftir að forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum stað- festingar og við þessu verði að bregðast svo fljótt sem auðið er. „Ræðan mín var hvorki árás á stjórnarandstöðuna né for- seta Íslands því að það eina sem ég gerði var að rekja í ör- stuttu máli hvað gerðist í sum- ar og setja það í sögulegt sam- hengi,“ segir Halldór. Sjá síðu 8 Fimm skólar sem fengu undanþágu í kennaraverkfalli: 159 fötluð börn fara í skólann í dag Óshlíð: Sluppu frá aurskriðum LÖGREGLA Nokkrir flúðu inn í svo- kallaða vegskála vegna aurskriða í Óshlíð milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur upp úr klukkan hálf átta í gærkvöld. Rigning og hvass- viðri var á Ísafirði í allan gærdag. Fólkið sem var á tveimur bílum varð vart við skriðurnar og náði að flýja inn í vegskálana sem til þess eru fallnir að leita skjóls í í skriðum og flóðum. Aurskriðurn- ar lokuðu vegskálunum og komst fólkið ekki út án hjálpar. Var bæði hringt í lögregluna á Ísafirði úr farsíma og neyðarsíma í skálan- um. Fólkið komst út eftir tæpan klukkutíma þegar vegagerðin hafði mokað það út. ■ 36%50% FYRIRLESTUR Hlutverk lyga í stjórn- málum verður til umræðu á hádegisfundi í Norræna húsinu sem hefst klukkan 12.05 í dag. Jón Ólafsson heimspekingur flytur er- indi sem hann nefnir Vald og stýring. HALLDÓR BLÖNDAL Halldór segir að ræða hans við setningu Alþingis hafi fengið góðar undirtektir hjá fólki sem hann hefur hitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.