Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 4. október 2004 ■ JARÐSKJÁLFTAR Kringlunni www.sonycenter.is Sími 588 7669 Nú fylgja borð með 32” tækjunum okkar, vaxtalaust! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Athugið að borðin fylgja einungis KV-32CS70, KV-32CS76, KV-32FQ86, KV-32XL90 Vinningshafi í Walkman SMS leiknum okkar var Hjalti Helgason. KV-32XL90 PICTURE POWER Advanced 100Hz Digital Motion Stafræn myndleiðrétting (DNR) Innbyggður Memorystick lesari Forritanleg fjarstýring fylgir Verð 215.940 krónur eða 17.995 krónur á mánuði* KV-32CS76 100 Hz Digital Plus Digital Comb filter Stafræn myndleiðrétting (DNR) Mynd í mynd Forritanleg fjarstýring fylgir Verð143.940 krónur eða 11.995 krónur á mánuði* KV-32CS70 32" FD Trinitron myndlampi 100 Hz Virtual Dolby Surround BBE Fjarstýring Verð 119.940 krónur eða 9.995 krónur á mánuði* Fjármálaráðherra: Sat fundi í Ameríku UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde fjármálaráðherra sat um helg- ina ársfund Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna. Á fundinum var fjallað um þróun og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum og í málefnum einstakra ríkja. Samkvæmt til- kynningu ráðuneytisins voru einnig fyrirhugaðir tvíhliða fundir með nokkrum öðrum fjármálaráðherrum erlendra ríkja, auk funda með lánshæfis- matsfyrirtækinu Standard & Poors. ■ Fornmunasmygl í Íran: Dæmdir til dauða ÍRAN, AP Tveir Íranar voru dæmdir til dauða fyrir að smygla þúsundum fornmuna til Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu að því að ríkisútvarpið í Teheran greindi frá í gær. Hossein Marashi, yfirmaður Menningar- og ferðamennskustofnunar Írans, sagði að mennirnir hefðu smyglað fornmunum sem fund- ust í Jiroft, en þar eru allt að 5.000 ára gamlar menningar- menjar. Mareshi upplýsti að mennirnir hefðu verið dæmdir til dauða. Ekki var upplýst um nöfn eða ald- ur mannanna sem dæmdir voru til dauða, né heldur hvenær þeir voru handteknir og á hvaða tíma fornmununum var smyglað. Marashi upplýsti þó að mununum hefði verið smyglað til Bandaríkj- anna, Evrópu og Austur-Asíu, en greindi ekki frá því hvar munirn- ir væru niður komnir núna eða hvenær þeir hefðu verið fluttir úr landi. Óljóst er hvort dauðadómnum var áfrýjað, en fullnusta slíkra dóma í Íran fer yfirleitt fram með hengingu. Jiroft er um 13 hund- ruð kílómetra suðaustur af Teher- an og talað um að þar sé að finna „paradís fornleifafræðingsins“ vegna þess hve svæðið er ríkt af fornminjum. ■ Sprengja í grunnskóla: Níu særðust HVÍTA-RÚSSLAND, AP Níu nemendur særðust í grunnskóla í borginni Svisloch, um 70 kílómetra frá höf- uðborginni Minsk, þegar óþekktur búnaður spakk í skólabyggingunni á föstudaginn. Einn nemendanna hafði haft búnaðinn með sér í skól- ann, en enn er ekki vitað um hvers konar sprengju var að ræða. Sprengjan sprakk á annarri hæð skólans og lentu sprengju- brot í fótum níu nemenda. Lög- regla rannsakar nú hvar nem- andinn komst yfir sprengjubún- aðinn og hverrar tegundar hann var, en nemendurnir sluppu með skrekkinn og reyndust ekki illa slasaðir. ■ EINAR KÁRASON Les úr verkum sínum á danskri menning- arnótt. Menningarnótt: Upplestur í Danmörku MENNING Einar Kárason rithöf- undur les úr verkum sínum á Café Jónasi í Kaupmannahöfn 8. októ- ber næstkomandi en þá verður efnt til menningarnætur í Kaup- mannahöfn. Dagskráin fer fram á íslensku. Stefán Sigurkarlsson mun svo lesa upp úr danskri þýð- ingu á bók sinni Hólmanespistlum á sama stað laugardaginn 9. októ- ber. Þýðingunni hefur verið vel tekið ytra. Fyrra kvöldið á Café Jónasi verður ljóðadagskrá helguð spænska skáldinu Federico García Lorca, þar sem gítarsnill- ingur Dana, Christian Siewert, leikur spænska tónlist, áður en Einar les upp. ■ SPRENGINGAR Á SKJÁLFTAMÆL- UM Starfsmenn Veðurstofu Ís- lands hafa orðið varir við spreng- ingar á Kárahnjúkum á jarð- skjálftamælum. Rúmlega sex á föstudag mældist til dæmis skjálfti upp á 2,9 á Richter. Á eð- urstofunni fengust þær upplýs- ingar að Kárahnjúkar væru ekki á skjálftasvæði. ÍRAN FYRIR HELGI Á föstudaginn héldu sjía-múslimar í Íran upp á afmæli Mahdis dýrlings frá níundu öld sem þeir trúa að muni koma fyrir dómsdag til að binda enda á ofríki og kúgun á jörð og vinna að réttlæti. AP M YN D /V AH ID S AL EM I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.