Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 11
11MÁNUDAGUR 4. október 2004 ■ JARÐSKJÁLFTAR Kringlunni www.sonycenter.is Sími 588 7669 Nú fylgja borð með 32” tækjunum okkar, vaxtalaust! *Miðað við 12 jafnar vaxtalausar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann. Athugið að borðin fylgja einungis KV-32CS70, KV-32CS76, KV-32FQ86, KV-32XL90 Vinningshafi í Walkman SMS leiknum okkar var Hjalti Helgason. KV-32XL90 PICTURE POWER Advanced 100Hz Digital Motion Stafræn myndleiðrétting (DNR) Innbyggður Memorystick lesari Forritanleg fjarstýring fylgir Verð 215.940 krónur eða 17.995 krónur á mánuði* KV-32CS76 100 Hz Digital Plus Digital Comb filter Stafræn myndleiðrétting (DNR) Mynd í mynd Forritanleg fjarstýring fylgir Verð143.940 krónur eða 11.995 krónur á mánuði* KV-32CS70 32" FD Trinitron myndlampi 100 Hz Virtual Dolby Surround BBE Fjarstýring Verð 119.940 krónur eða 9.995 krónur á mánuði* Fjármálaráðherra: Sat fundi í Ameríku UTANRÍKISMÁL Geir H. Haarde fjármálaráðherra sat um helg- ina ársfund Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington, höfuðborg Banda- ríkjanna. Á fundinum var fjallað um þróun og horfur í alþjóðlegum efnahagsmálum og í málefnum einstakra ríkja. Samkvæmt til- kynningu ráðuneytisins voru einnig fyrirhugaðir tvíhliða fundir með nokkrum öðrum fjármálaráðherrum erlendra ríkja, auk funda með lánshæfis- matsfyrirtækinu Standard & Poors. ■ Fornmunasmygl í Íran: Dæmdir til dauða ÍRAN, AP Tveir Íranar voru dæmdir til dauða fyrir að smygla þúsundum fornmuna til Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu að því að ríkisútvarpið í Teheran greindi frá í gær. Hossein Marashi, yfirmaður Menningar- og ferðamennskustofnunar Írans, sagði að mennirnir hefðu smyglað fornmunum sem fund- ust í Jiroft, en þar eru allt að 5.000 ára gamlar menningar- menjar. Mareshi upplýsti að mennirnir hefðu verið dæmdir til dauða. Ekki var upplýst um nöfn eða ald- ur mannanna sem dæmdir voru til dauða, né heldur hvenær þeir voru handteknir og á hvaða tíma fornmununum var smyglað. Marashi upplýsti þó að mununum hefði verið smyglað til Bandaríkj- anna, Evrópu og Austur-Asíu, en greindi ekki frá því hvar munirn- ir væru niður komnir núna eða hvenær þeir hefðu verið fluttir úr landi. Óljóst er hvort dauðadómnum var áfrýjað, en fullnusta slíkra dóma í Íran fer yfirleitt fram með hengingu. Jiroft er um 13 hund- ruð kílómetra suðaustur af Teher- an og talað um að þar sé að finna „paradís fornleifafræðingsins“ vegna þess hve svæðið er ríkt af fornminjum. ■ Sprengja í grunnskóla: Níu særðust HVÍTA-RÚSSLAND, AP Níu nemendur særðust í grunnskóla í borginni Svisloch, um 70 kílómetra frá höf- uðborginni Minsk, þegar óþekktur búnaður spakk í skólabyggingunni á föstudaginn. Einn nemendanna hafði haft búnaðinn með sér í skól- ann, en enn er ekki vitað um hvers konar sprengju var að ræða. Sprengjan sprakk á annarri hæð skólans og lentu sprengju- brot í fótum níu nemenda. Lög- regla rannsakar nú hvar nem- andinn komst yfir sprengjubún- aðinn og hverrar tegundar hann var, en nemendurnir sluppu með skrekkinn og reyndust ekki illa slasaðir. ■ EINAR KÁRASON Les úr verkum sínum á danskri menning- arnótt. Menningarnótt: Upplestur í Danmörku MENNING Einar Kárason rithöf- undur les úr verkum sínum á Café Jónasi í Kaupmannahöfn 8. októ- ber næstkomandi en þá verður efnt til menningarnætur í Kaup- mannahöfn. Dagskráin fer fram á íslensku. Stefán Sigurkarlsson mun svo lesa upp úr danskri þýð- ingu á bók sinni Hólmanespistlum á sama stað laugardaginn 9. októ- ber. Þýðingunni hefur verið vel tekið ytra. Fyrra kvöldið á Café Jónasi verður ljóðadagskrá helguð spænska skáldinu Federico García Lorca, þar sem gítarsnill- ingur Dana, Christian Siewert, leikur spænska tónlist, áður en Einar les upp. ■ SPRENGINGAR Á SKJÁLFTAMÆL- UM Starfsmenn Veðurstofu Ís- lands hafa orðið varir við spreng- ingar á Kárahnjúkum á jarð- skjálftamælum. Rúmlega sex á föstudag mældist til dæmis skjálfti upp á 2,9 á Richter. Á eð- urstofunni fengust þær upplýs- ingar að Kárahnjúkar væru ekki á skjálftasvæði. ÍRAN FYRIR HELGI Á föstudaginn héldu sjía-múslimar í Íran upp á afmæli Mahdis dýrlings frá níundu öld sem þeir trúa að muni koma fyrir dómsdag til að binda enda á ofríki og kúgun á jörð og vinna að réttlæti. AP M YN D /V AH ID S AL EM I

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.