Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 4
4 4. október 2004 MÁNUDAGUR Kvikmyndahátíðin Canavese á Ítalíu: Ómar vann aðalverðlaun VERÐLAUN Heimildarmynd Ómars Ragnarssonar um Kárahnjúka vann aðalverðlaun á kvikmyndahá- tíðinni Canavese á Ítalíu í gær. Verðlaunin komu Ómari á óvart og segir hann þau vera skref sem hugsanlega geti opnað ýmsa mögu- leika. Bókaútgefandi gaf sig á tal við Ómar og sýndi áhuga á að gefa Kárahnjúkabók hans út á ítölsku. Myndin heitir In Memoriam og er byggð á myndinni Á meðan land byggist sem sýnd var í Sjón- varpinu á síðasta ári. Bresk kona sem var á vegum BBC á hátíðinni bað Ómar um eintak af myndinni hans. „Ég bað hana um að bíða því ég vildi gera myndina betur,“ sagði Ómar í samtali við Frétta- blaðið í gær. Aðspurður um hvort myndin fari á fleiri kvikmyndahátíðir seg- ist Ómar síður eiga von á því, hann hafi hvorki tíma né peninga til þess. Nú sé hann nánast búinn að nota allt sitt frí hjá Sjónvarpinu í þetta og hið daglega strit sé að taka við. Þótt Ómar hafi ekki skilið rökstuðning fyrir verðlaunaveit- ingunni þar sem hann var á ítölsku segist hann hafa haft spurnir af því að það hafi hjálpað til að frétt fólst í myndinni. Menn hafi undr- ast að hafa ekki vitað um þetta gríðarlega stóra mál sem Kára- hnjúkavirkjunin er. ■ Vilja lækka matarskatt og styrkja menntakerfið Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þingbyrjun í Alþingishúsinu í gærdag. Ef hag- vaxtarspár ganga eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til þess að matarskattur verði lækkaður og að fjármagn til skólanna verði aukið til muna. STJÓRNMÁL Lækkun matarskatts til helmings og að fimmtán milljörð- um verði varið í menntakerfið umfram áætlanir ríkisstjórnar- innar eru meðal þess sem Sam- fylkingin vill beita sér fyrir á komandi þingi. Áherslur flokksins voru kynntar á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í gær. Samfylkingin ætlar að flytja tillögu, með Vinstri grænum og Frjálslynda flokknum, um að Ís- land verði tekið út af lista hinna sjálfviljugu þjóða. Eins að Alþingi lýsi yfir að stuðningurinn við inn- rásina í Írak hafi verið mistök. Stjórnarandstaðan vill einnig að sett verði á fót nefnd til að kanna forsendur stuðnings Íslands við innrásina. Þá verður einnig lagt til stofnun embættis talsmanns neyt- enda til að styrkja stöðu neytenda á hinum frjálsa markaði. Þá vill Samfylkingin lækka matarreikn- ing fjölskyldna um fimm millj- arða króna með því að lækka virð- isaukaskatt á mat- væli, vörur og þjónustu úr fjórt- án prósentum í sjö prósent. „Að fjárfest- ing í menntakerf- inu verði aukin um fimmtán milljarða er skil- yrt því að hag- vaxtarspár gangi eftir. Við viljum nota hagvaxtar- aukann til að fjárfesta í menntakerfinu og lækka matar- skattinn en ekki til að fella niður hátekjuskatt og lækka tekju- skattinn,“ segir Björgvin G. Sig- urðsson, þingmaður Samfylking- arinnar. Hann segir að með auk- inni fjárfestingu í menntakerf- inu skapist fjölbreyttara at- vinnulíf. Því þurfi að nota hag- vaxtaraukningu í skólana í stað þess að virkja og byggja nýjar álbræðslur. „Fólk vill fara í skól- ana og mikil eftirspurn er eftir hvers konar námi. Við verjum langminnstu til háskólastigsins af Norðurlandaþjóðunum eða 0,9 prósent af landsframleiðslu. Á sama tíma veita hin Norðurlönd- in 1,2 til þremur prósentum til háskólanna,“ segir Björgvin. Að fótur sé settur fyrir menntasókn Íslendinga þar sem nemendum bæði í framhaldsskóla og há- skóla sé vísað frá segir Björgvin vera hneyksli. Ljóst sé að Sam- fylkingin vilji fara hina leiðina og greiða leið fólks til mennta. hrs@frettabladid.is Miðbærinn: Ölvun og óspektir LÖGREGLUFRÉTTIR Mikill mann- fjöldi safnaðist saman í miðbæ Reykjavíkur á aðfaranótt sunnudags og hélt gleðinni áfram langt fram á sunnudags- morgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ölvun áberandi meðal borgaranna og talsvert um læti, skemmdarfýsn og óspektir. Tveir voru fluttir í fangageymslu þegar ólætin fóru úr böndunum og gistu úr sér vímuna og ófriðinn. Lögregla sagði nóttina annars hafa verið tíðindalausa og rólega í öðrum hverfum borgarinnar. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Að fjár- festing í mennta- kerfinu verði aukin um fimmt- án millj- arða er skilyrt því að hagvaxt- arspár gangi eftir. Var rétt af stjórnarandstöðuþing- mönnum að yfirgefa þingsal vegna ræðu Halldórs Blöndal við setningu Alþingis? Spurning dagsins í dag: Sækirðu tónlist eða kvikmyndir af net- inu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 16%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun FÍLHRAUSTUR John Kerry er fílhraustur um þessar mundir og laus við krabbameinið sem hrjáði hann fyrir tæpum tveimur árum. John Kerry: Laus við krabbann WASHINGTON, AP Læknar forseta- frambjóðandans John Kerry segja hann vera algjörlega lausan við krabbameinið í blöðruháls- kirtli, sem hann átti í höggi við fyrir tæpum tveimur árum. Segja læknarnir litlar líkur á að meinið taki sig upp á ný næsta áratuginn. „Ég er læknaður,“ sagði hinn sextugi Kerry í viðtali fyrir skömmu. Bætti hann því við að meinið kæmi kosningabarátt- unni við George W. Bush Banda- ríkjaforseta ekkert við. ■ GLERBROT Rúðubrjótur hefur farið mikinn á Húsavík síðustu daga og er leitað af lögreglu. Myndin tengist ekki atburðum að öðru leyti en að á henni má sjá brotið gler. Húsavík: Óupplýst rúðubrot LÖGREGLUFRÉTTIR Lögreglan á Húsavík leitar nú logandi ljósi að skemmdarvargi sem á síðustu dögum hefur lagt í vana sinn að brjóta rúður í verslunum og fyrir- tækjum í bænum. Aðfaranótt föstudags var rúðum stútað í raf- tækjaverslun með þeim afleiðing- um að grjót hafnaði í nýju sjón- varpstæki og mölvaði sjónvarps- skjáinn mélinu smærra. Aðfara- nótt laugardags virðist hinn sami hafa haldið uppteknum hætti því tilkynnt var um stór rúðubrot í skrifstofuhúsnæði Vélaverkstæð- isins Gríms og gamla kaupfélags- húsinu á Húsavík. Skemmdar- vargurinn virðist hafa það eitt að markmiði að skemma en stelur engu. Lögreglan á Húsavík biður hugsanleg vitni að gefa sig fram í síma 464 1303. ■ Kona í Malmö: Stungin til bana SAKAMÁL 37 ára gömul kona var stungin til bana í Svíþjóð í fyrri- nótt. Atvikið átti sér stað skömmu eftir miðnætti á veit- ingastaðnum Wendys Kitchen í miðborg Malmö. Þegar lögreglan mætti á svæðið var konan látin en eigin- maður hennar lá þungt haldinn með útúrstungin augu á götunni fyrir utan staðinn. Þau höfðu bæði verið rænd. Tvö börn þeirra hjóna fundust hins vegar heil á húfi inni á staðnum. Þau eru á aldrinum 8 til 10 ára. Að sögn lögreglunnar í Sví- þjóð sást til tveggja grímu- klæddra manna yfirgefa veit- ingastaðinn og stendur nú yfir umfangsmikil leit að þeim. ■ HJÓNADEILUR Talsverðar annir voru hjá lögreglunni í Keflavík aðfaranótt sunnudags. Laust eft- ir miðnætti var óskað aðstoðar að húsi í Njarðvík þar sem kona hafði lent í útistöðum við eigin- mann sinn og skorist illa á höfði. Var hún flutt á sjúkrahús þar sem sauma þurfti saman sárin. LÍKAMSÁRÁS Leigubílstjóri óskaði aðstoðar lögreglu eftir að farþegi hafði hlaupið á brott án þess að greiða ökugjaldið og undir morgun var óskað aðstoð- ar að Hafnargötu í Keflavík vegna líkamsárásar. Tveir piltar höfðu ráðist á annan og var um minniháttar áverka var að ræða. Í átökunum urðu þó skemmdir á nærliggjandi bifreið. HRAÐAKSTUR Í morgunsárið barst tilkynning um skemmdar- verk á vörubifreið þar sem bíl- rúða og spegill voru brotin. Þá bárust tvö hávaðaútköll og fimm voru teknir fyrir of hraðan akst- ur í umdæminu; sá sem hraðast fór var á 116 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Samfylkingin kynnir áherslur í þingbyrjun: Vilja talsmann neytenda STJÓRNMÁL Neytendamál eru eitt þeirra mála sem Samfylkingin ætlar að leggja áherslu á nú í þingbyrjun. Lagt verður til að stofnað verði embætti talsmanns neytenda til að styrkja stöðu neyt- enda á frjálsum markaði. „Þessi málaflokkur hefur verið útundan hjá stjórnvöldum mjög lengi. Þær breytingar til batnaðar sem hafa verið gerðar og þau lög sem hafa verið sett hafa komið í gegnum EES-samninginn á síð- ustu tíu árum. Við erum áratugum á eftir nágrannalöndum okkar í neytendavernd og neytendarétti,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Þórunn segir mál neytenda hafa verið á jaðrinum hjá Samkeppnis- stofnun. Stofnunin hafi haft mjög mikið að gera og fjárveitingar til neytendamála ekki verið sér- greind. Því telur hún mikilvægt að embætti talsmanns hefði sjálf- stæðan fjárhag og almennt sjálf- stæði. Talsmaðurinn þurfi að vera sýnilegur þannig að fólki finnist auðvelt og sjálfsagt að leita réttar síns. ■ 84% ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR Hún segir neytendamál hafa orðið útundan og einu breytingar til batnaðar hafi verið í gegnum EES-samninginn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON, ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON OG ÞÓRUNN SVEIN- BJARNARDÓTTIR Össur segir lækkun matarskatts eins og Samfylkingin leggur til koma sér vel fyrir þá sem hafa úr minnstu að moða. Lækkun tekjuskatts um eitt prósent færi þeim efnaminni einn bleyjupakka á mánuði en þeim tekjuháu allt upp í tvær utanlandsferðir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ÓMAR RAGNARSSON Hann á ekki von á að myndin fari á fleiri kvikmyndahátíðir því til þess hafi hann hvorki tíma né peninga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.