Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 14
Morgunblaðið er samt við sig í fyrri hálf-leiðara sínum sl. laug- ardag. Í anda níðþröngrar, gagn- rýnislausrar fylgispektar við valdasetu Sjálfstæðisflokksins og allt sem af hálfu flokksins er sagt og gert er Halldór Blöndal ausinn lofi fyrir framgöngu sína við þingsetninguna á föstudag- inn. Þeim sem ekki þekkja Morg- unblaðið, og sérstaklega aftur- hvarf þess undanfarin misseri til áratuga gamalla flokks-, harð- línu-, og hlutdrægniviðhorfa, gæti orðið það á að halda að blað- ið væri að gera grín að þingfor- seta, sbr. að oflof er háð. En al- deilis ekki. Framganga blaðsins nú er rökrétt framhald af af- stöðu þess og skrifum sl. sumar. Við í stjórnarandstöðunni, okkar viðhorf, málflutningur og fram- ganga er að engu hafandi. Nú heitir það að við séum lítilla sanda og lítill sé og hafi verið (“lítill var og er“) metnaður okk- ar fyrir hönd þingsins. Verður ekki af orðalaginu ráðið hvort þetta gildi einkum um tímann að undanförnu eða eigi við alla framgöngu viðkomandi stjórn- málamanna á þeirra ferli. Aðferðafræði Morgunblaðs- ins er einföld. Sú málsvörn þing- forseta að hann sé að standa á rétti Alþingis og verja það er tekin góð og gild. Allri gagnrýni á það hvaða stað og stund forseti velur sem og á efnislegt innihald ræðu hans er ýtt til hliðar, og það sem meira er. Morgunblaðið gef- ur sér þá forsendu að framgöngu Halldórs Blöndal helgi eingöngu óblendinn vilji til varðstöðu um Alþingi, stöðu þess og réttindi þingmanna. Blaðið hefur ekki svo mikið sem minnsta fyrirvara á gagnvart því að eitthvað fleira geti hér komið við sögu. Eru þá allir þeir á algerum villigötum sem velta því fyrir sér hvort hér kunni a.m.k. einnig að eiga sinn þátt hlutir eins og flokkspólitísk þjónkun, undirgefni við fram- kvæmdavaldið, persónuleg andúð á forseta lýðveldisins eða ósköp einfaldlega hefnigirni og heiftrækni í tapsárum manni? Morgunblaðið hefur áður aus- ið aldursforseta Engeyjarættar- innar á þingi lofi og talið innlegg hans í umræður um synjunar- vald forseta og stjórnarskrána bera af öðru. Mín niðurstaða er sú hin gagnstæða að Halldór Blöndal hafi enn á ný afhjúpað yfirgripsmikla vanþekkingu sína á inntaki stjórnarskrárinnar og þeirri vel meðvituðu og þraut- ræddu niðurstöðu sem varð 1944 þegar gengið var frá 26. gr. eins og hún hefur staðið síðan. Hvorki Halldór Blöndal né Morgunblaðið virðast hafa kynnt sér ferilinn í aðdraganda setn- ingar stjórnarskrárinnar, eink- um á árunum 1942-1944, ekki hafa skoðað gögn um starf stjórnarskrárnefndanna, ekki hafa lesið umræður á Alþingi, ekki hafa rýnt í breytingatillögur og dregið ályktanir af afdrifum þeirra. Vekur furðu að aðilar sem svo illa virðast að sér skuli treysta sér til að tala jafn digur- barkalega og raun ber vitni. Van- þekkingu sína afhjúpar Halldór m.a. með samlíkingu synjunar- valds eða málskotsréttar þjóð- kjörins forseta í lýðveldi og stöðu arfakónga á einveldistím- um miðalda. Morgunblaðið talar fyrir sig með því að taka spekina upp í leiðara, innan gæsalappa, og leggja út af sem heilögum sannleik. Halda Blöndal og Mogginn kannski að stjórnar- skrárgjafanum hafi alls ekki ver- ið það ljóst 1944 að verið væri að stofna lýðveldi? Þingræðisást í nösum Þá um þingið og stöðu þess. Undirritaður er ekki klígjugjarn maður, en það skal viðurkennt að iðulega hefur sett að mér ógleði undanfarna mánuði þegar ráð- herrar í ríkisstjórn, Morgunblað- ið eða þess vegna Halldór Blön- dal lýsa andvökum sínum og miklum áhyggjum yfir stöðu Al- þingis. -Hvar voru Morgunblaðið og Halldór Blöndal þegar ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar ákvað að henda stjórnarandstöðunni út úr forustu þingnefnda og kæfa alla viðleitni í kjölfar stjórnar- skrár- og þingskapalagabreyt- inga 1991 til að styrkja stöðu þingsins gagnvart framkvæmda- valdinu? -Hvar voru þessir aðilar þeg- ar Davíð Oddsson líkti Alþingi, með fyrirlitningu, við gagn- fræðaskóla? -Hvar voru menn þegar til- kynnt var úti í bæ snemma árs 2003 hver yrði forseti Alþingis, sem þingið á að nafninu til að kjósa sjálft leynilegri kosningu, haustið 2005? -Hvar voru Morgunblaðið og þingforsetinn þegar Halldór Ás- grímsson og Davíð Oddsson brutu lög og hundsuðu utanríkis- málanefnd og Alþingi með því að lýsa stuðningi við Írakstríðið án lögboðins samráðs? -Hvar hafa menn verið þegar ítrekað hefur verið þrengt að rétti þingmanna til að krefja ráðuneyti og opinberar stofnanir um upplýsingar? Gekk þingfor- seti í lið með þingmönnum þegar forsætisráðuneytið neitaði að sundurliða kostnað vegna einka- væðingarnefndar? Nei, hann varði flokksformann sinn og leið- toga. -Styrktu bréfaskriftir Hall- dórs Blöndal til Hæstaréttar ( og minnist nú enginn maður ógrát- andi á meðferðina á honum, þ.e.a.s. Hæstarétti ) stöðu þings- ins og voru þær til þess ætlaðar? Nei, ekki aldeilis. Það var bréfað í þeim tilgangi að greiða götu þess að framkvæmdavaldið gæti þröngvað í gegn um Alþingi brot- um á stjórnarskránni sem síðar voru dæmd svo vera. Hvar var Morgunblaðið þá? -Er meðferð Framsóknarfor- ustunnar á þingmanninum Kristni H. Gunnarssyni liður í því að standa vörð um sjálfstætt og sterkt Alþingi gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Nei, öðru nær. Þingið og vinnan innan þess, sem og réttur þingmannsins og sam- viskuákvæði stjórnarskrárinnar, er einskis metið í samanburði við mikilvægi þess að þjóna foringj- unum og valdasetu þeirra mögl- unarlaust. Hvernig stóð Morgun- blaðið þá þingræðisvaktina? Jú, með hálf-leiðara Framsókn til stuðnings og þakklætis. Staða Alþingis veik Á ráðstefnu í Háskóla Íslands sl. vetur var það gagnumgang- andi viðhorf að staða Alþingis væri mjög veik gagnvart fram- kvæmdavaldinu og Ísland skæri sig úr í samanburði innan Norð- urlanda í þeim efnum. Þróunin hér væri einnig frekar afturábak en áfram. Heildarmyndin er skýr. Yfirgangur framkvæmda- valdsins og frekja í samskiptum við Alþingi fer vaxandi í tíð nú- verandi valdhafa. Forseti Al- þingis, Halldór Blöndal, hefur þegar í harðbakkann slær ætíð valið að þjóna því valdi, hlýða foringjum sínum, flokkurinn fyrst, þingið svo. Morgunblaðið leggst svo endilangt í öftustu vörn. Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að Hall- dór Blöndal hefur sem forseti átt ágætan hlut í því að halda áfram umbótum á starfsaðstöðu og allri umgjörð þinghaldsins. Fylgir hann þar fram góðu fordæmi forseta á undan sér eins og Þor- valds Garðars Kristjánssonar, Guðrúnar Helgadóttur, Salóme Þorkelsdóttur og Ólafs G. Ein- arssonar. En jákvætt sem það er dregur það skammt. Þegar kem- ur að sjálfu inntaki samskipta framkvæmdavalds og löggjafar- valds er staðan dapurleg, frá sjónarhóli þingsins, og fer versn- andi. Þeim sem á því bera ábyrgð, eða þá aðila hafa stutt, væri því rétt komið grútarbragð í munn þegar þeir tala hátíðlega um mikilvægi þess að standa vörð um þingið og þingræðið. Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs og hefur setið á Alþingi síðan 1983. 4. október 2004 MÁNUDAGUR14 Síðbúnar áhyggjur Morgun- blaðsins af stöðu Alþingis Lífeyrir aldraðra verður að stórhækka Foreldrar bera ábyrgð Ég er kennari hér í borg og er stoltur af starfi mínu og það eru forréttindi að tilheyra stéttarfé- lagi sem fer í kjarabaráttu. Það er ekki sjálfgefið að tilheyra slíku stéttarfélagi í dag, þar sem bar- áttuandi ríkir. Því slík stéttarfélög eru sjaldgæf á Íslandi nú. Þetta ástand er raunar mjög alvarlegt í verkalýðshreyfingunni og einkum fyrir framtíð launamanna hér í landi ef þessi lognmolla heldur áfram. Ég tel mig býsna kunnugan í íslenskri verkalýðsstétt og starf- aði þar af miklum móð í áratugi og gerði allnokkra kjarasamninga fyrir mína stétt og lenti oft í átök- um. Það hafa afar fá stéttarfélög á Íslandi gert sjálfstæða kjarasamn- inga síðustu 20 árin og það þarf að leita vel til að finna baráttuanda og þrek meðal þeirra. Hver er svo vinnuveitandi grunnskólakennara? Því er fljótsvarað, það eru foreldrar barna á grunnskólaaldri og þeir geta ekki skýlt sig á bak við ein- hverja samninganefnd sveitafé- laganna. Við erum að semja við foreldra. Jafnvel þótt framkvæmd grunnskólalaganna sé á ábyrgð sveitafélaganna lögum sam- kvæmt. Lokaábyrgðin er og verð- ur alltaf í höndum foreldra. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því að börn þeirra fái notið skólagöngu og menntun sem hæfir þeirra börnum. Það er einnig á ábyrgð foreldra að það fáist hæft starfs- fólk í grunnskólana hvort sem það eru kennarar og eða aðrir starfs- menn. Það er því algjörlega ábyrgð foreldranna að þessir starfsmenn þeirra sem þeir leyfa sér að varpa svo mikilli ábyrgð á eins og raun ber vitni um, njóti sæmilegra kjara. En njóta þessir starfsmenn þeirra svo, sæmilegra kjara? Ég segi nei, þá er sama hvort litið er á störf kennaranna er hafa lægstu laun sem tíðkast meðal háskóla- borgara eða skólaliðanna sem hafa herfileg laun. Og til að benda á ein- hvern samanburð við laun annarra mætti benda t.d. háskólagengnum blaðamönnum á að bera saman sín laun við okkar laun og einnig má benda á nýja launakönnun hjá Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur. Flestir blaðamenn tilheyra hópi vinnuveitenda okkar kennara. Hvenær hafa vinnuveitendur ver- ið ánægðir með, að þeirra starfs- menn fari í verkfall? Það hefur aldrei verið. Verkföll launamanna bitna alltaf á vinnuveitandanum og ekki síður á launamanninum sjálf- um sem er í verkfalli. Það verður að segjast, að það er ótrúlega lág- kúrulegt að láta verkfall bitna á þriðja aðila eins og margir foreldr- ar virðast ætla að láta gerast nú. Blaðamenn eru tæplega hlutlausir í skrifum sínum um þessa launa- deilu finnst mér, eins og sjá má á sparðatíningi þeim sem þeir halda uppi til að sverta okkur með. Rit- stjórar, hlutlausa menn í skrifin! Foreldrar, verkfallið bitnar ekki á börnum ykkar nema þið lát- ið það gerast. Þið ættuð að vita manna best að þið getið ekki hlaup- ið frá börnum ykkar nema að sjá til þess að allt sé í lagi með þau og munið það, að þið þurfið einnig að sjá þeim fyrir eðlilegu grunnskóla- námi, samkv. lögum. Þið getið ekki varpað ábyrgðinni á okkur kenn- ara og kennt okkur um þótt við reynum að nýta okkar rétt til að leiðrétta launakjör okkar, alveg eins og þið hafið rétt til að gera. Margir launamenn geta einnig far- ið í launaviðtöl og beðið um launa- hækkun. Kannanir hafa sýnt að slík viðtöl hafa áhrif (sbr. launa- skrið). Þetta getum við kennarar ekki gert. Ágætu launamenn! Hvar sem þið eruð í samfélaginu ættuð þið að vita það manna best að launamenn komast ekki upp með það, að vinna ekki fyrir launum sínum. Það á einnig við um starfsfólk skólanna og er þá sama hvort um er að ræða skólaliða eða kennara. Ég verð reyndar að segja ykkur, að ég er rétt um sextugt og hef verið við kennslu í 13 ár. Ég hef starfað sem verkamaður og iðnaðarmaður frá 15 ára aldri, en fór í það nám sem ég hafði efni á að fara í jafnframt því að ala upp fjögur börn. Störf okkar kennara eru jafn erfið og störf annars launafólks. Það er ótrúleg þjóðsaga sem segir að við getum bara haft það rólegt í vinn- unni og séum í fríi hálfu daganna. Það virðast margir trúa svona bá- bilju. Þvert á móti er þetta býsna erfið vinna, þó ég hafi oft verið í erfiðari vinnu. Það er að eyði- leggja og sliga starfið, öll þessi skriffinnska og fundarhöld sem yfirvöld krefjast af okkur kennur- um endalaust og síðan bíður eftir okkur allur undirbúningur vegna morgundagsins. ■ Hver er framfærslukostnaður aldr- aðra á mánuði? Hagstofan kannar ekki sérstaklega útgjöld eða fram- færslukostnað aldraðra. Hins vegar framkvæmir Hagstofan reglulega neyslukannanir, þ.e. athugar hver meðaltalsútgjöld heimila og einstak- linga í landinu eru. Síðasta slík könn- un var gerð árin 2000 til 2002 og var niðurstaða hennar birt í júní sl. Sam- kvæmt henni eru meðaltalsútgjöld einhleypinga í landinu 161 þús. kr. á mánuði. Inni í þeirri tölu er húsnæð- iskostnaður en mjög lágt áætlaður, aðeins 38 þús. Það er að sjálfsögðu mun lægri fjárhæð en leiga fyrir litla íbúð er. En ástand aldraðra í húsnæðismálum er vissulega mjög misjafnt. Sumir eiga skuldlitlar íbúðir en aðrir verða að leigja á al- mennum markaði og enn aðrir hafa komist í þjónustuíbúðir. Ég tel þó, að 38 þúsund á mánuði sé of lítil upp- hæð fyrir húsnæðiskostnað. Engin opinber gjöld eru inni í tölunni 161 þús. kr. á mánuði. Tekjuskattar eru ekki inni í þessari tölu og ekki held- ur fasteignaskattar eða bifreiða- gjöld. Lóðarleiga, vatnsskattur og sorphirðugjald er meðtalið. Nokkra aðra liði vantar inn í þessa tölu svo sem félagsgjöld, vexti o.fl. Hvað segir þessi tala okkur um framfærslukostnað aldraðra? Þurfa aldraðir eitthvað minna sér til fram- færslu en almenningur yfirleitt? Ég held ekki. Að vísu vitum við það, að aldraðir eru oft nægjusamir og veita sér oft minna en aðrir. En ég tel, að þegar lífeyrir aldraðra er ákveðinn eigi að miða við það, að aldraðir þurfi hið sama sér til framfærslu að meðaltali og aðrir í þjóðfélaginu. Aldraðir eiga að geta lifað með reisn. Í bók sinni „Fátækt á Íslandi í upp- hafi nýrrar aldar“ taldi Harpa Njáls félagsfræðingur, að það vantaði tæp- lega 40 þús. kr. á mánuði upp á, að bætur aldraðra og annarra frá Tryggingastofnun dygðu til fram- færslu. Hennar mat var miðað við verðlag árið 2000. Á þeim tíma námu bætur Tryggingastofnunar til aldr- aðra einstaklinga 63% af áætluðum lágmarksframfærslukostnaði þeirra en Harpa áætlaði þá lágmarksfram- færslukostnað einstaklinga rúmlega 100 þús. kr. á mánuði og tók hún við mat sitt tillit til þess sem félags- málaráðuneyti taldi, að hver einstak- lingur þyrfti nauðsynlega á að halda sér til framfærslu. Harpa segir í bók sinni: „Þar [hjá félagsmálaráðuneyt- inu] er skilgreint að allir eigi að geta keypt sér fæði, klæði, hreinlætis- og snyrtivörur, heimilisbúnað, lyf og læknishjálp. Þeir eigi að geta greitt afnotagjald af síma og ríkisútvarpi, hita og rafmagn, húsaleigu eða eðli- legan húsnæðiskostnað og staðið undir kostnaði af rekstri bifreiðar.“ Í tölum Hörpu um lágmarksfram- færslukostnað er ekki kostnaður vegna ferðalaga, hótel- og veitinga- kostnaðar, áfengiskaupa, afborgana af bíl eða menntunar svo nokkrir lið- ir séu nefndir sem vantar. Með hlið- sjón af síðustu neyslukönnun Hag- stofunnar tel ég að það vanti meira upp á en fram kemur í bók Hörpu Njáls. Ég tel, að það vanti 60-80 þús. kr. á mánuði upp á að bæturnar nægi til framfærslu einstaklinga. Er þó ekki í þeim tölum tekið fullt tillit til skattgreiðslna. Lífeyrir aldraðra ein- staklinga frá Tryggingastofnun er í dag um 105 þús. kr. á mánuði. Er þá miðað við þá, sem ekki njóta lífeyris úr lífeyrissjóðum. Ljóst er, að sú upphæð verður að stórhækka. ■ BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN RÆÐA FORSETA AL- ÞINGIS Halda Blöndal og Mogginn kannski að stjórnarskrárgjafanum hafi alls ekki verið það ljóst 1944 að verið væri að stofna lýðveldi? ,, SAMNINGAFUNDUR Stíft hefur verið fundað í kjaradeilu kennara nú um helgina. UMRÆÐAN KRISTBJÖRN ÁRNASON GRUNN- SKÓLAKENNARI SKRIFAR UM KENN- ARAVERKFALLIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.