Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2004, Blaðsíða 8
8 4. október 2004 MÁNUDAGUR Alþingi í kvöld: Fyrsta stefnu- ræða Halldórs STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson flytur jómfrúarræðu sína sem forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra hefjast í kvöld klukkan 19.50 og verður útvarpað og sjónvarpað í fjölmiðlum ríkis- ins. Útsending frá Alþingi stendur fram til klukkan 22 í kvöld. Auk Halldórs munu Magnús Stefánsson og Jónína Bjartmarz tala fyrir hönd Framsóknar- flokksins. Davíð Oddsson utanrík- isráðherra talar fyrir sjálfstæðis- menn ásamt Sigríði Önnu Þórðar- dóttur umhverfisráðherra og Birgi Ármannssyni. Össur Skarphéðinsson, Jó- hanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson tala fyrir hönd Samfylkingarinnar. Steingrímur J. Sigfússon, Kolbrún Halldórs- dóttir og Jón Bjarnason fyrir Vinstri græna. Frjálslyndu þing- mennirnir taka svo allir til máls, en þeir eru Guðjón A. Kristjáns- son, Magnús Þór Hafsteinsson, Gunnar Örlygsson og Sigurjón Þórðarson. ■ Vörslumaður væng- brotins Alþingis Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að þingsetningarræðu sinni hafi ekki verið beint gegn forseta Ís- lands. Hann hafi eingöngu snúist til varnar þinginu eftir að ráðist var að rótum þess í sumar. Halldór Blöndal segir að ræða sín við setningu Alþingis hafi fyrst og fremst verið til að verja stöðu lög- gjafarvaldsins. Synjun forseta Ís- lands á staðfestingu fjölmiðlalag- anna í sumar hafi veikt stöðu þings- ins og gert hana óljósari. Því sé nauðsynlegt að skilgreina vandlega stöðu og hlutverk æðstu stofnana ríkisins þannig að enginn velkist í vafa um hvað einstök ákvæði stjórnarskrárinnar merkja. Starf löggjafans er undir þessu komið. „Ræðan mín hefur fengið mjög góðar undirtektir hjá fólki sem ég hef hitt, vegna þess að ég held að flestir geri sér grein fyrir því að nauðsynlegt er að gera úttekt á því sem gerðist í sumar svo að treysta megi stöðu Alþings,“ sagði Halldór Blöndal í samtali við Fréttablaðið. Hann segir þingmenn, hvort sem eru í stjórn eða stjórnarandstöðu, sammála um nauðsyn þess að end- urskoða 1. kafla stjórnarskrárinnar sem lýtur að æðstu stjórn ríkisins. Þannig verður að skilgreina betur stöðu þingsins, dómstólanna og for- seta og ríkisstjórnar, þ.e. fram- kvæmdavaldsins, en jafnframt verður að draga skýr mörk á milli löggjafarvalds og framkvæmda- valds í samræmi við nútímaskoðan- ir um þrískiptingu valdsins. Halldór segir engan vafa leika á því að staða Alþingis hafi veikst eft- ir að forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar í sumar. „Það er líka ljóst að alþingis- menn áttu ekki von á þessu vegna þess að eftir því sem ég best veit hefur aldrei verið flutt fyrirspurn, þingsályktunartillaga eða laga- frumvarp á Alþingi um þá þjóðarat- kvæðagreiðslu sem skyldi haldin ef forsetinn beitti synjunarvaldi. Ólaf- ur Ragnar Grímsson gerði það ekki á meðan hann sat á þingi og ég veit ekki til þess að nokkur hafi gert það. Þegar endurskoðun stjórnar- skrárinnar hefur farið fram og slík endurskoðun lögð fyrir þingið þá hefur ekki verið neitt um þessi efni að finna. Þetta hefur að sumu leyti byggst á því að menn hafa ekki vilj- að hrófla við þeim bókstaf sem stað- ið hefur um þjóðhöfðingja landsins af því að menn hafa litið á hann sem sameiningartákn og af þeim sökum ekki viljað efna til deilna í kringum embættið.“ Halldór er þrátt fyrir þetta bratt- ur og bendir á að menn megi ekki festast í neinum hjólförum heldur verði að nást samstaða um skynsam- lega lausn sem treysti grundvöll lög- gjafarstarfsins. „Það er þetta sem ég var að segja. Ræðan mín var hvorki árás á stjórnarandstöðuna né forseta Íslands því að það eina sem ég gerði var að rekja í örstuttu máli hvað gerðist í sumar og setja í sögulegt samhengi. Ég var að snúast til varn- ar þinginu því að brestur er kominn í undirstöður þess. Það getur orðið örlagaríkt fyrir þjóðina að á við- kvæmum augnablikum komi upp deilur um hvort löggjöf sem þingið setur standi eða standi ekki. Ég vil ekki að lögfræðingar séu í málstof- um að skeggræða í hálfkæringi hvernig löggjafarstarfi Alþingis sé háttað heldur vil ég að það standi skýrt í stjórnarskránni hver staða þingsins er.“ Sú gagnrýni hefur stundum heyrst að Alþingi stafi fyrst og fremst hætta af framkvæmdavald- inu því stærstur hluti lagafrum- varpa sé saminn í ráðuneytunum en ekki af þingmönnunum sjálfum. Halldór bendir á móti á að þingræð- ishefðir nágrannalandanna séu þær sömu en sérstaða Ísland er þó sú að hér eru meirihlutastjórnir jafnan við völd. „Þetta varð niðurstaðan strax árið 1904. Danska ríkisstjórnin ákvað að fela Hannesi Hafstein ráð- herradóm af því að hann hafði meiri- hluta þingsins á bak við sig.“ Halldór kippir sér lítið upp við að fjöldi stjórnarandstæðinga gekk út á meðan hann flutti ræðu sína. „Ef mig misminnir ekki þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þeir hafa gengið út undir ræðu minni. Þessir atburðir í sumar voru hins vegar það sérstakir að ég taldi nauðsynlegt að víkja að þeim. Ég tel að forseti Alþingis eigi að vera óhræddur við að segja sína skoðun ef hann sér ástæðu til. Ræða hans við þingsetningu á ekki ein- göngu að vera um nagla og steypu og lagfæringar á þinghúsinu. Þá er betra halda ræðuna ekki ef maður ætlar bara að tala um slíka hluti,“ segir Halldór Blöndal, forseti Al- þingis. ■ Mót framlengt: Tölvur lengi að tefla SKÁKMÓT Ekki tókst að ljúka skák- móti Hróksins og Iðnskólans í gær þar sem á daginn kom að tölvur eru lengur að hugsa en skipuleggjendur mótsins ætluðu. Mótinu, sem átti að verða eins dags meistaramót skákforrita og skáktölva í Reykjavík í gær, verð- ur framhaldið í dag, ef ekki leng- ur, segir Kristian Guttesen, tæknistjóri Hróksins. Hann segir þau óvæntu úrslit hafa átt sér stað að skákforritið sterka, Fritz 8, tapaði fyrir forriti sem hlaðið var niður af netinu. Hægt er að fylgj- ast með mótinu á heimasíðu Hróksins, hrokurinn.is. ■ SVONA ERUM VIÐ BOTNLANGASKURÐIR EFTIR ALDRI OG KYNI Á HVERJA 100 ÞÚSUND ÍBÚA Aldur Karlar Konur 10 88 153 10-19 383 383 20-29 312 246 30-39 157 124 40-49 83 82 50-59 77 31 60-69 84 40 70-79 30 26 80-84 0 42 85+ 0 0 Heimild: Vefur Landlæknis www.baendaferdir.is s: 570 2790 K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A K Ö -H Ö N N U N /P M C til Würzburg í Þýskalandi 2. - 5. desember 2004 9. - 12. desember 2004 Jólaferð okkar er að þessu sinni heitið til Würzburg í Þýskalandi, borgar sem í ár fagnar 1300 ára afmæli sínu. Borgin mun því skarta sínu fegursta í desember. Hrein upplifun er að fara á jólamarkaðina sem geyma ótal jólagjafahugmyndir; bragða á jóladrykknum „Glühwein“ og jólastemmingin eykst á hverju horni. Úrval veitingastaða er gott, hótelið þægilegt og staðsett miðsvæðis. Verð kr. 55.000 á mann í tvíbýli Innfalið: Flug, skattar, gisting í tveggja manna herbergi á 3* hóteli með morgunverði í 3 nætur, ferðir milli flugvallar og hótels, skoðunarferð til Rothenburg ob der Tauber og íslensk fararstjórn. Í LEIFSSTÖÐ Áætlunarflug til San Francisco í Bandaríkj- unum gæti orðið til þess að flýta þurfi stækkun flugstöðvar Leifs Eiríkssonar vegna þess hve farþegum fjölgi sem fara um völlinn. Leifsstöð: Umferð kall- ar á stækkun SAMGÖNGUR Svo gæti farið að fram- kvæmdum við stækkun Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar yrði flýtt í kjölfar þess að Icelandair ætlar að hefja beint áætlunarflug til San Francisco. Að sögn Höskulds Ás- geirssonar, framkvæmdastjóra flugstöðvarinnar, mun farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölga mikið við þessa nýju flugleið, en á síðustu tveimur árum hefur farþegum fjölgað um 35 prósent, sem er mesta fjölgun flugfarþega í allri Vestur-Evrópu. Gert er ráð fyrir stækkun móttökusalar í vetur og framkvæmda vegna rýmis og bún- aðar fyrir farangursflokkun og vopnaleit strax á næsta ári. Áætlað er að fyrirhugaðar framkvæmdir kosti um 2,5 milljónir króna. ■ Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Stórsókn hjá John Kerry WASHINGTON, AP Demókratinn og forsetaframbjóðandinn John Kerry er kominn með meira fylgi en keppinautur hans, George W. Bush Bandaríkjaforseti, sam- kvæmt skoðanakönnun banda- ríska tímaritsins Newsweek. Könnunin var gerð eftir sjón- varpskappræður forsetafram- bjóðendanna fyrir skömmu en Kerry þótti koma vel út úr þeim. 47 prósent aðspurðra sögðust myndu kjósa Kerry en 45 prósent voru á bandi Bush. Ralph Nader, sem býður sig fram sjálfstætt, hlaut 2 prósenta fylgi. Hvað varðar kappræðurnar sjálfar sögðu 61 prósent að Kerry hefði borið sigur úr býtum en að- eins 19 prósent sögðu að Bush hefði staðið sig betur. 16 prósent sögðu að þeir hefðu staðið sig jafnvel. Aðeins fjórar vikur eru síðan repúblikanar höfðu töluvert for- skot á demókrata í könnunum eft- ir vel heppnað flokksþing í New York. Samkvæmt könnun Newsweek hafði Bush þá 52 pró- senta fylgi en Kerry aðeins 41 prósents fylgi. Forsetakosning- arnar í Bandaríkjunum eru 2. nóv- ember næstkomandi.■ ALÞINGI Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana á Alþingi verða í beinni útsend- ingu bæði í Útvarpi og Sjónvarpi frá því 10 mínútur fyrir klukkan átta í kvöld, fram til klukkan 10. JOHN KERRY John Kerry á baráttufundi sem hann hélt í Flórída fyrir skömmu. Kerry virðist vera að sækja í sig veðrið um þessar mundir. AP /M YN D SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTAVIÐTAL SETNINGARRÆÐA FOR- SETA ALÞINGIS HALLDÓR BLÖNDAL, FORSETI ALÞINGIS Gaf sér tíma til að fylgjast með leik Chelsea og Liverpool í gær enda er Eiður Smári Guðjohnsen í miklu uppáhaldi hjá honum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.