Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 1
● keflavík tók kvennaleikinn Meistarakeppni KKÍ: ▲ SÍÐA 22 Njarðvík burstaði Keflavík ● og gefur út plötur Steinar Berg: ▲ SÍÐA 30 Reisir fimm stjörnu tjaldstæði ● í ráðhúsinu Jóhann G. Jóhannsson: ▲ SÍÐA 27 Tindar og Pýramídar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 MÁNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG ÁFRAM HVASSVIÐRI um norð- vestan- og vestanvert landið. Rigning norðan til en þurrt syðra og rofar til. Hiti 2- 11 stig, svalast á Vestfjörðum. Sjá síðu 6 4. október 2004 – 271. tölublað – 4. árgangur ● hús ● fasteignir Gamli Árbærinn í uppáhaldi Húbert Nói Jóhannesson: IÐNAÐARSTÖRF ÚR LANDI Plast- prent flytur verkefni til Eystrasaltslanda þar sem launakostnaður er bara brot af því sem hér er. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir óstjórn í launamálum hins opinbera íþyngja íslenskum iðnaði. Sjá síðu 2 MATARSKATTUR OG MENNTUN Samfylkingin kynnti áherslur sínar í þing- byrjun í Alþingishúsinu í gær. Gangi hag- vaxtarspár eftir ætlar flokkurinn að beita sér fyrir að hagnaðurinn verði til að matar- skattur lækki og skólar fái meiri peninga. Sjá síðu 4 HERNAÐUR Á GAZA Sjö Palestínu- menn létust í átökum við Ísraelsher í gær. Forsætisráðherra Ísraels ætlar ekki að draga herlið sitt til baka frá norðurhluta Gaza- svæðisins. Sjá síðu 6 OFFITA BARNA Bandaríska vísindaaka- demían hefur skilað skýrslu um offitufarald- ur á meðal bandarískra barna. Lagt er til að farið verði í allsherjar herferð til að sporna gegn útbreiðslu vandans. Sjá síðu 10 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 27 Íþróttir 18 Sjónvarp 28 KENNARAVERKFALL 159 fötluð börn hefja aftur skólagöngu í dag eftir að undanþágunefnd kennara og sveit- arfélaganna veitti fimm skólum undanþágu til kennslu á föstudag. „Undanþágan breytir fyrst og fremst því að lífið kemst aftur í eðlilegt horf. Miklu skiptir að rútína hans verði aftur eðlileg,“ segir Sunna Halldórsdóttir, móðir Kára Freys Þorfinnssonar, sex ára gamals drengs, sem hóf nám í Öskjuhlíðarskóla í haust. Móðir Sunnu kom vestan af fjörðum til að hlaupa undir bagga og gæta Kára Freys á morgnana meðan á kenn- araverkfallinu stæði. Eftir hádegi fór Kári Freyr síðan í dagvistun eins og hann er vanur. Sunna segir allt verða betra þegar Kári getur farið aftur í skólann enda sé hann ekki einn af þeim sem getur setið kyrr fyrir framan sjónvarp eða tölvu heldur þurfi alltaf að hafa ofan af fyrir honum. Undanþágurnar fengu Safamýr- arskóli, Öskjuhlíðarskóli, Brúar- skóli fyrir nemendur Stuðla og barna- og unglingadeildar Land- spítalans, skóli fyrir börn með fé- lagsleg, geðræn og hegðunarleg vandkvæði í Vestmannaeyjum og Kleppjárnsreykjaskóli fyrir nem- endur meðferðarheimilisins að Hvítárbakka. Ellefu beiðnum um undanþágur var hafnað. ■ EFNAHAGSMÁL Hækkandi skatt- byrði og lakari samkeppnisstaða eru meðal þess sem leiða mun af vaxandi samneyslu Íslendinga að mati Samtaka iðnaðarins. Opinber umsvif eru óvíða meiri en á Ís- landi en sem hlufall af þjóðar- framleiðslu er samneyslan tæp þrjátíu prósent. Þorsteinn Þorgeirsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins, segir að engin þjóð innan vébanda OECD láti jafn stórt hlutfall landsframleiðslunnar fara í gegn- um hið opinbera. Mikil aukning hefur orðið í samneyslunni á síð- ustu árum, ekki síst í tíð núver- andi ríkisstjórnar, og nefnir Þor- steinn sérstaklega mennta- og heilbrigðisgeirann í þessu sam- bandi. Stór hluti aukningarinnar er vegna launahækkana opinberra starfsmanna. Árið 1970 nam samneyslan fjórtán prósentum af landsfram- leiðslunni en í dag stappar hún nærri þrjátíu prósentum. Þor- steinn viðurkennir að hluti skýr- ingarinnar sé fólginn í smæð landsins þar sem bjóða verði upp á ákveðna lágmarksþjónustu hvað sem stærð þjóðarinnar líður. „Engu að síður er ástæða til að staldra við þegar við erum komin í efsta sætið,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn varar við auknum op- inberum umsvifum meðan á stór- iðjuframkvæmdum stendur. „Núna verður ríkisstjórnin að tryggja að ríkisfjármálin leiði ekki til frekari hækkunar hagvaxtar því þá aukast líkurnar á vaxtahækkun- um sem geta leitt til tímabundinn- ar gengisstyrkingar og síðan til gengisfalls. Það er skynsamlegra að halda aftur af samneyslu og op- inberum útgjöldum næstu árin. Eftir það er svo meira tilefni til að auka útgjöldin ef við förum inn í samdrátt því þá geta ríkisfjármál- in haft mildandi áhrif.“ Þorsteinn segir þessa þróun koma sér illa fyrir allar greinar sem eru í alþjóð- legri samkeppni því að þegar raun- gengi er orðið mjög hátt þá versn- ar samkeppnisstaða þeirra. Við þetta bætist svo aukin skattbyrði. „Við sjáum að fyrirtæki eru farin að flytja mörg störf til útlanda af þessum sökum,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson. sveinng@frettabladid.is Sjá einnig síðu 2 Hærri skattar og verri afkoma Ef hið opinbera gáir ekki fljótlega að sér mun skattbyrði aukast og af- koma fyrirtækja versna. Samneysla sem hlutfall af landsframleiðslu er nú hæst á Íslandi af öllum OECD-ríkjunum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA KÁRI FREYR ÞORFINNSSON Á LEIÐ Í SKÓLANN 159 fötluð börn eru á leið í skóla eftir að undanþágunefnd kennara og sveitarfé- laga gaf fimm skólum undanþágu frá kennaraverkfalli. Kári Freyr er sex ára og byrjaði í Öskjuhlíðarskóla í haust. Nú kemst líf hans aftur í eðlilegt horf þótt hann hafi verið svo heppinn að amma hans hafi komið vestan af fjörðum til að gæta hans meðan á verkfallinu stóð. Ræða forseta Alþingis: Ekki árás á forsetann ALÞINGI Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segir að hann hafi með þingsetningarræðu sinni á föstudaginn verið að koma Al- þingi til varnar eftir atburði sumarsins. Enginn vafi sé á því að staða þingsins hafi veikst eftir að forseti lýðveldisins synjaði fjölmiðlalögunum stað- festingar og við þessu verði að bregðast svo fljótt sem auðið er. „Ræðan mín var hvorki árás á stjórnarandstöðuna né for- seta Íslands því að það eina sem ég gerði var að rekja í ör- stuttu máli hvað gerðist í sum- ar og setja það í sögulegt sam- hengi,“ segir Halldór. Sjá síðu 8 Fimm skólar sem fengu undanþágu í kennaraverkfalli: 159 fötluð börn fara í skólann í dag Óshlíð: Sluppu frá aurskriðum LÖGREGLA Nokkrir flúðu inn í svo- kallaða vegskála vegna aurskriða í Óshlíð milli Ísafjarðar og Bol- ungarvíkur upp úr klukkan hálf átta í gærkvöld. Rigning og hvass- viðri var á Ísafirði í allan gærdag. Fólkið sem var á tveimur bílum varð vart við skriðurnar og náði að flýja inn í vegskálana sem til þess eru fallnir að leita skjóls í í skriðum og flóðum. Aurskriðurn- ar lokuðu vegskálunum og komst fólkið ekki út án hjálpar. Var bæði hringt í lögregluna á Ísafirði úr farsíma og neyðarsíma í skálan- um. Fólkið komst út eftir tæpan klukkutíma þegar vegagerðin hafði mokað það út. ■ 36%50% FYRIRLESTUR Hlutverk lyga í stjórn- málum verður til umræðu á hádegisfundi í Norræna húsinu sem hefst klukkan 12.05 í dag. Jón Ólafsson heimspekingur flytur er- indi sem hann nefnir Vald og stýring. HALLDÓR BLÖNDAL Halldór segir að ræða hans við setningu Alþingis hafi fengið góðar undirtektir hjá fólki sem hann hefur hitt.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.