Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 55

Fréttablaðið - 04.10.2004, Síða 55
Ipswich náði með 1-2 útisigri áCoventry að komast á toppinn í 1. deildinni ensku en liðið er þar samsíða Wigan. Heiðar Helguson og Brynj- ar Björn Gunnars- son léku allan leik- inn fyrir Watford sem steinlá gegn Crewe Alexandra, 3-0, í 1. deildinni á Englandi um helgina. Ívar Ingimarsson lék einnig allan leikinn fyrir Reading sem gerði markalaust jafntefli við Burnley. Guðjón Valur Sigurðsson áttistórleik þegar lið hans Essen bar sigurorð af Pfull- ingen með 32 mörkum gegn 25 í þýsku úvalsdeild- inni í gær. Essen vermir áttunda sæti deildarinnar, er með sex stig eftir fimm leiki. Guðjón Valur skoraði níu mörk í leiknum fyrir Essen. Ídönsku úrvalsdeildinni í handboltatapaði Skjern, sem Aron Kristjáns- son þjálfar og Ragnar Óskarsson leikur með, gegn Kolding, 34-31. Ragnar skoraði tvö mörk en Skjern er í fimmta sæti deildarinnar með átta stig eftir fjórar umferðir. Stigahæsti tennismaður heims,Svisslendingur- inn Roger Federer, bar í gær sigurorð af Bandaríkjamannin- um Andy Roddick, öðrum stigahæsta spilaranum, í úr- slitaleik á opna taí- lenska meistara- mótinu sem fram fór í Bangkok. Federer vann í tveimur settum, 6-4 og 6-0. MÁNUDAGUR 4. október 2004 23 Almennur hluti 1a Þann 20. og 21. október n.k. frá kl. 19:00 og 22:00 fer fram Skyndihjálparnámskeið RKÍ í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Námskeiðið er alls 8 kennslustundir og að mestum hluta bóklegt. Námskeiðið er ætlað þjálfurum og leiðbeinendum í íþróttum og er nauðsynlegt þeim þjálfurum sem hyggjast ljúka Þjálfarastigi 1 hjá íþróttahreyfingunni. Skráning hjá ÍSÍ í 514-4000 eða á namskeid@isisport.is Skráningar skulu berast í síðasta lagi mánudaginn 18. október en einungis er pláss fyrir 20 einstaklinga á námskeiðið. Þ já lf ar an ám sk ei ð Í S Í Þjálfaranámskeið ÍSÍ www.isisport.is Helgina 15. – 17. október verður Þjálfari 1a – almennur hluti haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Siglufirði. Lágmarksaldur þátttakenda er 16 ár Námskeiðið er undanfari annara námskeiða sem síðar verður boðið uppá og þannig fyrsta námskeiðið í samræmdu kerfi íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið er 20 kennslustundir, að meginhluta bóklegt, og er ætlað leiðbeinendum barna í íþróttum. Nemandi sem lýkur þessu námskeiði ásamt því að ljúka sérgreinahluta þjálfarastigs 1a hlýtur réttindi sem aðstoðarmaður eða leiðbeinandi hjá íþróttaskóla eða yngstu flokkum. Verð á námskeiðið er kr. 12.000,- Skráningar þurfa að berast á netfangið namskeid@isisport.is eða í síma 514-4000 í síðasta lagi miðvikudaginn 13. október. Þeir sem hafa lokið Grunnstigi ÍSÍ eru gjaldgengir á Almennan hluta 1b. Þeir sem hafa lokið ÍÞF102, ÍÞG1x2 í framhaldsskóla og Skyndihjálpar- námskeiði eru gjaldgengir á Almennan hluta 2a. Þjálfaramenntun íþróttahreyfingarinnar fæst metin til eininga í framhaldsskólum samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Frekari upplýsingar má finna á www.isisport.is Skyndihjálparnámskeið RKÍ ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM FÓTBOLTI Wolfsburg trónir á toppi þýsku 1. deildarinnar eftir sigur á Gladbach, 2-1, um helgina. Wolfs- burg hefur byrjað tímabilið frá- bærlega og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum. Argentínumaður- inn Alessandro D’Alessandro skoraði fyrra mark Wolfsburg en hann hefur verið í fantaformi hjá félaginu það sem af er tímabilinu. Erik Gerets, hinn belgíski þjálfari Wolfsburg, var þó ekki í skýjunum eftir leikinn og sagði að leikmenn Gladbach hefðu verið sterkari aðilinn í leiknum. „Við börðumst vel og ég er ánægður með það,“ sagði Gerets. Bayern München komst í þrið- ja sæti deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af meisturum Werder Bremen, 2-1, á útivelli. Bæjarar, sem rúlluðu yfir Ajax, 4- 0, í meistaradeildinni í vikunni sýndu að þeir eru að ná sér á strik eftir slaka byrjun og komust með sigrinum upp í þriðja sæti deild- arinnar. „Við vorum vel skipulagðir og það hjálpaði okkur að leikmenn Bremen virtust eiga í vandræð- um,“ sagði Felix Magath, þjálfari Bæjara, eftir leikinn. „Við erum komnir nálægt toppnum og spil- um betur með hverjum leiknum,“ sagði Magath. Juventus gefur ekkert eftir Juventus heldur toppsætinu í ítölsku A-deildinni eftir nauman útisigur á Udinese, 1-0, í gær. Það var Marcelo Zalayeta sem skoraði sigurmark Juventus á 61. mínútu. Úkraínski framherjinn Andryi Shevchenko var í fínu formi hjá AC Milan og skoraði tvö mörk í 3- 1 sigri liðsins á Reggina. Brasilíu- maðurinn Kaka bætti við þriðja markinu. Nýliðar Messina halda áfram að koma á óvart en liðið er nú í öðru sæti deildarinnar með ellefu stig. Messina tók Siena í bakaríið, 4-1, á heimavelli og er spútniklið deildarinnar það sem af. Gamla brýnið Gianfranco Zola skoraði annað marka Cagliari sem vann Brescia 2-1 á laugardaginn. Pachon í stuði Nýliðar Getafe voru í miklu stuði í spænsku úrvalsdeildinni í gær þegar þeir tóku á móti Athletic Bilbao. Getafe fór með sigur af hólmi, 3–1, og skoraði Valentin Pachon öll mörk Getafe í leiknum. Barcelona komst á topp spæns- ku deildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Numancia, 1–0, á Nou Camp. Það var sænski marka- hrókurinn Henrik Larsson sem skoraði sigurmarkið tuttugu mínútum fyrir leikslok en Barcelona hefur tveggja stiga forystu á meistara Valencia sem gerðu jafntefli, 1–1, gegn Real Betis á útivelli á laugardaginn. Vandræði Real Madrid halda áfram en liðið tapaði fyrir Deportivo, 1–0, á heimavelli í gærkvöld og er í tíunda sæti deildarinnar. ■ WOLFSBURG FAGNAR Leikmenn Wolfsburg, Thomas Brdaric, Stefan Schnoor og Thom- as Rytter, fagna hér sigurmarki Schnoor gegn Gladbach. SHEVCHENKO OG KAKA Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko og Brasilíumaðurinn Kaka fagna hér en þeir skoruðu öll mörk AC Milan um helgina. Wolfsburg enn á sigurbraut Vann sinn sjötta leik í sjö leikjum í þýsku deildinni um helgi- na og situr á toppnum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.