Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 2
2 15. október 2004 FÖSTUDAGUR Hafa þurft að leita aðstoðar lögreglu vegna barna: Agaleysi og eltinga- leikur í Egilshöll VERKFALL Börn eru í reiðileysi og sýna agaleysi í verkfalli kennara, segir Hjörleifur Helgason, vakt- stjóri í Egilshöll. Hann segir að- sóknina að íþróttamiðstöðinni hafa aukist mikið. Börn frá átta ára aldri séu mætt upp úr níu á morgnana og þau síðustu fari heim um tíu á kvöldin. „Börnin eru villt og hafa ekk- ert við að vera í verkfalli kenn- ara. Þau nota húsnæðið sem leik- svæði og eru þá ekki að koma á æfingar eða á skauta. Þau eru í eltingaleik og feluleik. Erfitt er að eiga við þau,“ segir Hjörleifur. „Agaleysið lýsir sér þannig að börnin brúka munn, hlutir hafa verið skemmdir hérna í húsinu, þau taka ekki tilsögn og eru gróf í orðum og gerðum,“ segir Hjör- leifur. Hjörleifur telur að það stafi af lítilli festu í verkfallinu. Hann segir einn starfsmanna hafa þurft að hringja á lögregluna þegar þrír drengir létu öllum ill- um látum í höllinni. Krakkarnir séu velkomnir á skauta og að nýta sér Egilshöllina meðan það sé gert innan þeirra reglna sem þar gilda. - gag Benda hvorir á aðra Forystumenn kennara og samninganefndar sveitarfélaga benda hvorir á aðra þegar rætt er á hverju strandi að klára kjarasamninga og ljúka kennaraverkfalli sem hefur staðið í nær fjórar vikur. KJARABARÁTTA Tvennt kemur í veg fyrir að kennarar geti gengið að tilboði samninganefndar sveitar- félaganna frá í síðustu viku, segir Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands. Annað er að samninganefnd sveitarfélaganna hafi ekki enn sýnt hvað nákvæm- lega sé verið að bjóða kennurum, en hitt er að vinnutímalækkun komi ekki fram fyrr en seint og síðar meir. „Í fyrsta lagi hafa þeir ekki sagt okkur hvað þeir eru að bjóða okkur. Það er grundvallaratriði. Við höfum verið með mjög skýra kröfu upp á ákveðna upphæð. Við höfum spurt á móti hvað það sé í raun sem þeir eru að bjóða okkur þannig að við getum séð hver okk- ar prósenta er og hver þeirra prósenta er. Því hafa þeir ekki getað svarað,“ segir Eiríkur. Hitt er að þrátt fyrir að sveit- arfélögin bjóði kennslulækkun komi hún ekki fram fyrr en sein- na, einn klukkutími eftir ár og annar ekki fyrr en eftir fjögur ár. „Ef vinnutímabreytingin væri í nútíðinni en ekki einhvern tíma inni í framtíðinni liti myndin öðruvísi út. Fólk sem er búið að vera einhverjar vikur í verkfalli og fórna miklu horfir á daginn í dag og daginn á morgun og næstu daga. Það kaupir það enginn út úr verkfalli fyrir eitthvað sem á að gerast 2008.“ Annað sem kemur í veg fyrir þetta er að ef forsendur samn- ingsins bresta á samningstíman- um glata kennarar seinni tíman- um ef þeir segja samningnum upp, en það segir Eiríkur ekki koma til greina. - bþg KJARABARÁTTA „Kennarar tóku ákvörðun um að fara í verkfallið, það ákváðu ekki sveitarfélögin, og kennarar ákveða hvenær því lýkur,“ segir Birgir Björn Sigur- jónsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna. Um hvað skýri mikla aðsókn í kennaranám þrátt fyrir lág laun segir hann: „Mér hefur sýnst að aðsóknin í störf kennara og í námið sýni að launin séu ekki hindrun. En ég get einnig sagt að ef eitthvað þarf að laga er það fyrst og fremst laun yngstu kennaranna. Það er í okkar augum forgangshópurinn,“ segir Birgir Björn. „Mér finnst það raunverulega ekki með jafn ljósum hætti í til- lögum forystu kennara og okkar. Mér finnst hún svona frekar vilja gera meira fyrir alla.“ Birgir Björn segir að hann heyri á kennurum að sveitarfélög- in hafi ekki fjárhagslega getu til að verða við kröfum þeirra. „Af þeim sökum hafa þeir verið að snúa sér til allra mögulega ann- arra, sérstaklega ríkisins, með kröfur um að það borgi það sem upp á vantar,“ segir Birgir Björn. Það sýni að kröfur kennara séu of háar og óraunsæar: „Ég á líka erfitt með að sjá hvernig ríkið getur farið að koma inn og borga hluta launa hjá ein- stökum starfsmannahópum sveit- arfélaganna.“ Deilan sé mjög snúin. Birgir Björn segir vonbrigði að kennarar hafi ekki litið á samning sveitarfélaganna sem lagður var fyrir þá í síðustu viku. Tilboðið hafi verið mun hærra en það fyrra sem hljóðaði uppá 18,6% hækkun launatengdra gjalda. - gag „Fundurinn átti sér aldrei stað. Þeir vita samt af mér og það er spurning hvort þeir nýti sér það ekki. Ég bíð spenntur.“ Þórhallur Sverrisson lék fótboltaáhugamanninn Tóta í myndinni Íslenski draumurinn og í auglýs- ingu um Íslandsmótið í fótbolta þar sem hann bauð Loga Ólafssyni landsliðsþjálfara á fund svo hann gæti gefið honum og Ásgeir Sigurvinssyni góð ráð um hvernig ætti að stýra landsliðinu. SPURNING DAGSINS Þórhallur, þáðu þeir ekki góðu ráðin? Vinstri grænir: Útsvarið hækki um 1% STJÓRNMÁL Þingflokkur vinstri grænna hefur lagt fram frumvarp sem felur í sér heimild til sveitarfélaga til að hækka út- svar um eitt prósentustig úr 13,03% í 14,03%. Stein- grímur J. Sig- fússon, formað- ur flokksins, segir að frum- varpið sé lagt fram vegna þess að sveitarfélögin sem heild hafi verið gerð upp með halla og safnað skuldum í einn og hálfan áratug. „Sú spennitreyja sem sveitar- félögin eru í kristallast í yfir- standandi kennaradeilu,“ segir Steingrímur. Vinstri grænir telja að sveitar- félögin myndu fá 5 milljarða í auknar tekjur með 1% hækkun út- svars. Þó ber þess að geta að ekki hafa öll sveitarfélög nýtt að fullu sínar heimildir og munar þar ein- um milljarði. -ás AÐ LEIK Í EGILSHÖLLINNI Opnunartími Egilshallarinnar var færður til klukkan níu svo börnin gætu nýtt íþróttaað- stöðuna meira í verkfalli kennara. Borið hefur á því að börnin staldri lengur við en leikn- um nemur. Skemmdir hafa verið unnar. Börnin á myndinni tengjast ekki efni greinarinnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. STJÓRNMÁL Hart var tekist á í um- ræðum á Alþingi í gær um barna- bætur og frammistöðu Framsókn- arflokksins í þeim málaflokki. Össur Skarphéðinsson, Samfylk- ingunni, sagði að frá því að Fram- sóknarflokkurinn settist í ríkis- stjórn og til 2003 hefðu ellefu milljarðar verið „plokkaðir af barnafólki“ með lækkun barna- bóta. Hefðu barnabætur verið 1% af landsframleiðslu þegar Fram- sókn tók við af Alþýðuflokki í rík- isstjórn en aðeins 0,55% í árslok 2003. „Hvar eru efndirnar á kosn- ingaloforðum? Eintóm svik og blekkingar,“ sagði Össur. Birkir Jón Jónsson, Fram- sóknarflokki, sagði að einum og hálfum milljarði hefði verið bætt við í barnabætur og ríkisstjórnin hefði lofað þremur til viðbótar fyrir lok kjörtímabilsins. „Það er því ekki rétt að tala um niður- skurð. Stefna Samfylkingarinnar er eintóm yfirboð.“ Össur Skarphéðinsson sagði að með þessu væri aðeins verið að „skila hluta ránsfengsins til baka“. -ás STEINGRÍMUR J. Sveitarfélögin í spennitreyju. Sólbakur: Landað var án átaka SJÁVARÚTVEGUR Landað var úr Sól- baki á Akureyri í gær. Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri Brims, segir að löndunin hafi gengið vel. „Það sást ekki nokkur einasti maður frá sjómannahreyfing- unni.“ Landað var sjötíu tonnum af þorski sem unnin verða í frysti- húsi félagsins á Akureyri. Verið er að skipta um svonefndan krapatank í skipinu og mun skipið halda aftur til hafs í dag. ■ Sýna okkur ekki hvað þeir bjóða Kennarar ákveða hvenær verkfalli lýkur EIRÍKUR JÓNSSON Áherslan er á að hækka laun yngstu kennaranna. „Við viljum gera það með því að hækka þá elstu hæfilega mikið og draga þá yngri upp að þeim.“ BIRGIR BJÖRN SIGURJÓNSSON Birgir segir að til tals hafi komið að semja til styttri tíma svo skrefin í launa- málum kennara væru ekki eins stór. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. TEKIST Á UM BARNABÆTUR Össur Skarphéðinsson gagnrýndi Framsókn, en Birkir Jón Jónsson benti á að stjórnin hefði sett milljarða í þennan málaflokk. Össur ræðst gegn Framsókn: 11 milljarðar teknir af barnafólki FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.