Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 34
Áhugasamir krakkar reyna að koma auga á fótboltakappa eftir landsleikinn gegn Svíum í fyrradag. SJÓNARHORN Ljúf helgi á Laugarvatni Olga Lúsía Pálsdóttir grafíklistakona er ættuð frá Rússlandi en hefur búið á Íslandi í sextán ár og draumahelginni sinni vill hún hvergi eyða nema hér. „Ég myndi vilja leiga mér sumarbústað einhvers staðar nálægt Laugarvatni vegna þess að ég er ástfangin af staðnum. Ég myndi vilja hafa frið og ró, sól og blíðu vegna þess að þessi staður er svo sérstakur og fallegur og það stafar sérstökum ljóma af fólkinu sem býr þar. Ég myndi vilja skoða svæðið og kannski fengi ég innblástur fyrir verkin mín, labbandi með myndavél og skissupappír þangað til ég fyndi hinn fullkomna stað til að skapa listaverk. Á laugardagskvöldið myndi ég njóta lífsins í bústaðnum, elda góðan mat með manninum mínum og eiga rómantíska stund.“ Olga hefur í nógu að snúast þessa dagana því sýning opnar á verkum hennar á Kaffi Kúltúr í Alþjóðahúsinu um helgina í tilefni Rússneskra daga. Sýningin heitir „Gullið haust“ og stendur til 24. október. Olga Lúsía sækir innblástur í íslenska náttúru. DRAUMA HELGIN 15. október 2004 FÖSTUDAGUR12 ? ?VISSIR ÞÚ ... ...að í Baton Rouge í Louisiana-fylki í Bandaríkjunum er haldið árlegt gítar- kast? ...að árið 1992 tóku sextíu ungabörn þátt í keppni um hver gæti grátið hæst í Tokyo í Japan? ...að Yu keisari í Kína bauð einu sinni 1.500.000 dollara verðlaun til þess sem gæti komið konu sinni til að brosa? ...að á tíu sekúndna fresti deyja sext- án manneskjur á jörðinni en 45 fæð- ast? ...að við jarðarför konu rómverska keisarans Nero, Poppeu, var meira ilmvatni stráð en Arabía gæti fram- leitt á ári? ...að meðlimir Suki-ættbálkarins í Afríku skrifa ættingjum sínum bréf í ár eftir að þeir deyja? Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.