Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 46
Breska hljómsveitin The Prodigy, sem nýlega gaf út sína fimmtu plötu, Always Outnum- bered, Never Outgunned, heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld, þá fimmtu í röðinni hér á landi. Sveitin hefur í rúm tíu ár verið í fremstu röð á sviði dans- tónlistar. Er hún fræg fyrir svala slagara á borð við Their Law, Poison, Firestarter og Smack My Bitch Up þar sem rokki og danstónlist er blandað saman á smekklegan hátt. Þreyttur eftir síðustu plötu Liam Howlett, forsprakki sveit- arinnar, gaf sér stuttan tíma í gær frá hljóðversvinnu til að spjalla við Fréttablaðið og virk- aði bara hress í símanum þrátt fyrir annríkið. „Ég er að gera alls konar hluti þessa dagana, halda tónleika, taka upp nýtt efni. Ég hef verið mjög skap- andi síðan við kláruðum síðustu plötu,“ segir Howlett. „Þegar við lukum við The Fat of the Land var ég mjög þreyttur á að vera í hljóðveri en eftir þessa plötu hélt ég bara áfram að semja tónlist.“ Og hvernig hljóma nýju lögin? „Þú heyrir það á morgun,“ segir Howlett og hlær. „Við spil- um eitt nýtt lag á Íslandi sem heitir Warning. Þetta er nokkuð hart lag sem Keith syngur. Það er blanda af drum&bass og pönki. Það er öðruvísi en það sem við höfum áður gert.“ Frábærir áhorfendur á Íslandi Hlakkar þú til Íslandsfarar- innar? „Já, virkilega. Það er frábært á Íslandi. Tónleikarnir sem við höfum haldið þar hafa alltaf verið góðir Áhorfendurnir eru frábærir og veita okkur góðan stuðning.“ Ætlið þið að gera eitthvað sér- stakt þegar þið komið hingað til lands, t.d. að heimsækja Bláa lónið? „Við erum sérstakir,“ segir Howlett í hneykslunartón en hlær síðan. „Við erum með nýja plötu og nýtt lag til að spila fyrir ykkur en við ætlum ekki að heimsækja Bláa lónið, við höfum komið þangað áður. Hvernig er veðrið þarna ann- ars? – „Það er bara fínt,“ svara ég. „Það er búið að rigna aðeins en ekkert frost eða neitt svoleið- is, bara frekar hlýtt.“ – „Gott,“ svarar Howlett. „Þá þarf ég ekki að taka úlpuna mína með.“ Er síðan stefnan sett á miðbæ Reykjavíkur eftir tónleikana? „Já, engin spurning. Við för- um heim snemma um morgun- inn. Við ætlum að vaka alla nótt- ina og sofa svo í flugvélinni.„ Barnið breytir ekki persónunni Þú ert nú orðinn fjölskyldu- maður og verður líklega sallaró- legur í bænum, ekki satt? „Nei, ég verð ennþá brjálað- ari,“ segir hann ákveðinn en hlær síðan. „Ég er afslappaður heima hjá mér en þegar ég fer út á lífið er gott tækifæri til að láta öllum illum látum. Annars er ég alltaf afslappaður. Ég er búinn að eignast barn, sem hefur bætt tilveru mína á öllum sviðum. En fjölskyldulífið hefur ekki breytt tónlistinni minni eða mínum persónuleika. Ég geri hlutina bara betur núna og horfi á þá frá öðru sjónarhorni.“ Nú eru liðin sjö ár síðan The Fat of the Land kom út. Af hverju þessi langa bið? „Þegar sú plata kom út vildi ég komast í frí. Við vorum út- brunnir og búnir að spila á of mörgum tónleikum. Ég hafði engan tíma til að semja nýja tón- list og þess vegna ákvað ég að gera ekkert í eitt ár. Árið 2001 fór ég aftur í hljóðverk og samdi ný lög en þau voru ekki nógu fersk. Ég endaði ég á að semja Baby’s Got a Temper. Í lok árs- ins 2002 fannst mér lögin sem ég hafði samið ekki hljóma eins og Prodigy. Ég byrjaði aftur frá grunni og ákvað að gera þessa plötu. Mig langaði að fara aftur í bítin og sampla aftur eins og plötusnúður. Það hljómaði bara rétt.“ Það er ég sem ræð Keith Flint og Maxim Reality syngja ekkert á nýju plötunni. Hvernig stendur á því? „Hlutirnir eru bara góðir ef þeir gerast á eðlilegan hátt. Ef eitthvað hljómar skringilega reyni ég ekki að þvinga það til að gerast. Allir áttu von á því að ég myndi nota Keith aftur en mig langaði bara ekki til þess. Mig langaði að gera aftur það sem væri virkilega traust, og 34 15. október 2004 FÖSTUDAGUR Stærsta hljóðkerfið til þessa BRJÁLAÐARI en nokkru sinni fyrr THE PRODIGY Liam Howlett, í miðjunni, ásamt félögum sínum í The Prodigy. Sveitin heldur sína fimmtu tónleika hér á landi í Laugar- dalshöll í kvöld. Hljóðkerfið sem sett verður upp fyrir tónleika Prodigy í kvöld verður það stærsta sem sett hefur verið upp í Laugardalshöll. Hljóðkerfið sem var notað á seinustu tónleik- um sveitarinnar árið 1998 í Laugardalshöll, verður nú einungis notað uppi á sviði hjá hljómsveitinni og ef einhvern tímann hefur verið hætta á að þakið rifni af Höllinni þá er það í kvöld. Tónleikar The Prodigy hafa alltaf verið mikið fyrir augu og eyru og var það ósk meðlima Prodigy að stærð hljóðkerfisins yrði jafn ógurlegt og raun ber vitni. Ásamt þessu verður mikil ljósasýning og stór sviðsmynd sem The Prodigy tekur með sér til að allt verði eins og best verður á kosið. Enn er hægt að ná sér í miða á tónleikana á Nestisstöðvum Esso á höfuðborgarsvæðinu en miðasala hefur tekið snarpan kipp síðustu daga og eru örfáir miðar eftir. Frá hádegi í dag verður síðan einungis hægt að kaupa miða í Laugardalshöll. Við vorum útbrunnir og búnir að spila á of mörgum tónleikum. Ég hafði engan tíma til að semja nýja tónlist og þess vegna ákvað ég að gera ekkert í eitt ár. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.