Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 14
14 15. október 2004 FÖSTUDAGUR Á STANSTEAD Lögreglubifreið ekur hjá Airbus A340-600 farþegaflugvél Virgin Atlantic sem gert var að lenda á Stansted-flugvelli í Essex á Englandi í gær eftir sprengjuhótun sem barst símleiðis. Vélin var nýfarin í loftið frá Heathrow á leið til Hong Kong með 214 farþega innanborðs og 18 manna áhöfn. Skipulagsstofnun um Sorpstöð Suðurlands: Sorpfjallið orðið of hátt UMHVERFISMÁL Niðurstaða Skipu- lagsstofnunar er að sorpfjall Sorpstöðvar Suðurlands sé orðið hærra en deiliskipulag geri ráð fyrir. Hins vegar tekur stofnunin til greina það álit Umhverfis- stofnunar, að jafnvel geti reynst hættulegt að hrófla við haugnum til lækkunar, að sögn Ásdísar Hlakkar Theódórsdóttur aðstoð- arskipulagsstjóra. „Á þessu byggði álit sem Skipulagsstofnun lét frá sér um þetta mál,“ sagði hún. „Við töld- um að þarna væri hægt að fara út í breytingu á deiliskipulagi til að gera ráð fyrir hækkun á haugnum, án þess að farið yrði að hrófla við honum.“ Sveitar- félagið Ölfus fer með skipulags- vald á svæðinu. Sveitarstjórnin hefur tilkynnt lokun sorpstöðv- arinnar 25. október og innheimtu dagsekta vegna þess að sorpfjall- ið sé orðið 3 - 7 metrum of hátt samkvæmt deiliskipulagi. Þessu hafnar stjórn stöðvarinnar. „Ef sveitarfélagið er sátt við þá þróun að þarna sé gert ráð fyrir hærri haug heldur en gert var á sínum tíma, þá er það leiðin til lausnar að breyta deiliskipulagi í samræmi við það,“ sagði aðstoðarskipulags- stjóri. -jss VEÐURFAR Sjávarhiti norður af landinu gerir að verkum að norð- anáttinni fylgir ekki sami kuldi og fólk hefur átt að venjast. „Að öðru jöfnu verður norðan- áttin mildari en annars væri, meira að segja svo að þegar snjó- að hefði áður þegar sjórinn var kaldur hitar hann nú loftið svo mikið að getur orðið að rigningu sem áður var snjór að vetri til,“ segir Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri. Hann segir gamla þjóðtrú, trúlega komna frá sjómönnum við Faxaflóa á 19. öld, að ef rigndi þrisvar fyrir jól yrði vetur mildur. „Þetta byggir nátt- úrlega á því að fremur verður rigning en snjór í norðanáttinni ef sjórinn er hlýr.“ Páll segir áhrif breytinga á sjávarhita fyrir norðan landið bæði mikil og langvinn, þar sem áhrifa geti gætt árum saman og um allt Norðurhvelið, meðan áhrif veðurfyrirbrigðis á borð við El Niño í Kyrrahafi vari bara í eitt til tvö ár. „Hafís orsakar að sveifl- urnar eru jafn miklar og raun ber vitni. Þetta eru stórbrotnar breyt- ingar sem verða hérna norðurfrá. Heilmikill brunnur, ýmist heitur eða kaldur, er á milli Íslands og Grænlands og Noregs og norður um Svalbarða. Allir vindar sem yfir hann blása þegar hann er heitur verða hlýrri en þeir hefðu annars verið. Ef hlýnar um 5 gráður á svæðinu milli áratuga þá verður svona hálfri gráðu heitara um allt norðurhvelið og það er ekkert lítið,“ segir Páll og bendir á að hlýnun vegna gróðurhúsaá- hrifa síðustu hundrað ár sé talin nema um 0,7 gráðum. Erfitt mun að segja til um hvað ræður hlýnun sjávarins. „Nú sein- ast hafði sín áhrif að tiltölulega mikil sunnanátt var milli Íslands og Noregs á tíunda áratugnum,“ segir Páll, en hún varði í nokkur ár og bar heitan sjó norður. „Og við njótum þess núna.“ Að sama skapi segir Páll að lítið hafi verið um sunnanátt á þessum slóðum áður en kólnaði með hafísárunum 1965 til 1971. „Þá var meira að segja tiltölulega mikil vestanátt fyrir norðan, frá ísköldum Græn- landsstraumnum sem kemur hér norðan með Grænlandi,“ segir Páll og bendir um leið á að ein- hverjar tilviljanir ráði líka og því ekki sjálfgefið að kuldaskeið fylgi hlýindum í sjónum. olikr@frettabladid.is HERNAÐUR Frjálsu félagasamtökin í Palestínu (PNGO) hafa sent frá sér ákall til Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um að skerast í leikinn og stöðva árásir Ísraelshers á palestínsku þjóðina. Árásir hafa staðið á norðanverðu Gaza-svæðinu síðan 28. septem- ber síðastliðinn. Samtökin segja árásirnar hafa farið stigvaxandi og snúi bæði að almenningi og eignum fólks með þungavopnum, bæði skriðdrekum og herflugvélum. „Fyrstu ellefu daga árásanna, sem nefndar hafa verið „Dagar yfirbótar“ (e. Days of Penitence) hafa 115 Palestínu- menn verið drepnir, þar á meðal 31 barn. Að minnsta kosti 75 hús verið eyðilögð og um 400 þúsund fermetrar af ræktarlandi lagðir í auðn af Ísraelsher,“ segja samtök- in og benda á að árásirnar hafi að mestu beinst að Jabaliya-flótta- mannabúðunum, en þar sé ein- hver þéttasta byggð fólks í heimi. „Þúsundir palestínskra íbúa þjást vegna íþyngjandi aðgerða Ísraels- hers sem þýða að skortur er hvort tveggja á mat og vatni, auk þess sem lokað er reglulega fyrir raf- magn,“ segja samtökin sem vilja að Sameinuðu þjóðirnar geri út sendinefnd sem gripið geti til aðgerða sem ýti undir virðingu Ísraela við alþjóðalög. -óká JÓN KRISTJÁNSSON Á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar í nóvember verður einnig rædd ný skýrsla, „Áfengisstefna á Norðurlöndum“, þar sem fram kemur að áfengi sé nær því eins skaðlegt heilsu manna og tóbaksreykingar. Ráðherrafundur: Stefnumótun í áfengismálum STJÓRNMÁL Norrænu forsætisráð- herrarnir hafa beint því verkefni til félags- og heilbrigðisráðherr- anna, að þeir undirbúi vettvang þar sem þeir geti unnið sameigin- lega, meðal annars innan ESB og WHO, þegar um stefnumótun í áfengismálum er að ræða. Í til- kynningu kemur fram að haldinn verði aukafundur um áfengis- stefnu í Norrænu ráðherranefnd- inni 18. október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í menningarhúsinu Norðurbryggju í Kaupmannahöfn og að honum loknum boðar Jón Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra til fréttamannafundar, en Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni í ár. - óká Opinn fundur VG um sveitarstjórnarmál Hótel Loftleiðum, þingsal 1 laugardaginn 16. október 2004 kl. 13:00 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri fjalla um helstu verkefni sveitarfélaga, samskipti við ríkisvaldið, eflingu sveitarstjórnarstigsins, tekjustofna o.fl. Umræður og fyrirspurnir. kl. 14:30 VG og næstu sveitarstjórnarkosningar Framsöguerindi: Samskiptin við ríkið: Reinhard Reynisson, Húsavík Umhverfismál: Katrín Jakobsdóttir, Reykjavík Atvinnumál og nýsköpun: Bjarni Jónsson, Skagafirði Skólamál: Valgerður H. Bjarnadóttir, Akureyri Almennar umræður Umræðustjórar: Stefanía Traustadóttir, Ólafsfirði og Ársæll Guðmundsson, Skagafirði. AP M YN D / AN D R EW P AR SO N S, P A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Frjáls samtök í Palestínu: Kalla eftir aðgerðum Sameinuðu þjóðanna SÁRUM MANNI HJÁLPAÐ Palestínskir sjúkraliðar á leið með særðan mann á spítalann Kamal Edwan í Beit Lahiya á norðurhluta Gaza síðasta miðvikudag. Ísraelsher tók í vikunni ákvörðun um að halda áfram og auka umfang aðgerða sem hófust fyrir hálfum mánuði, að sögn til að koma í veg fyrir eldflaugaárásir Palestínumanna á „jaðarbyggðir“ Ísraels, með því að fara með skriðdreka dýpra inn í bæinn Beit Lahiya. AP M YN D /A D EL H AN A Norðanáttin er mildari af því að sjórinn er hlýrri Þjóðtrú segir að vetur verði mildur ef rignir þrisvar fyrir jól. Hlýrri sjór fyrir norðan land hitar vindinn þannig að fremur rignir en snjóar. Miklar sveiflur í hita sjávar valda loftslagsbreyting- um á norðurhveli sem jafnast á við gróðurhúsaáhrif. NORÐANBLÍÐA Í REYKJAVÍK Sjávarhiti gerir að verkum að ekki verður eins kalt í norðanáttinni sem nú er í Reykjavík og annars hefði verið. Páll Bergþórsson veðurfræðingur segir breytingar á sjávarhita og svo gróðurhúsaáhrif stundum fara saman, en stundum vega hvort á móti öðru. „Þetta er samspil tveggja þátta sem eru töluvert óskyldir,“ segir hann. SORPFJALLIÐ Ábúendur í nágrenni urðunarstaðarins hafa afhent undirskriftarlista til sveitar- stjórnar Ölfuss, þar sem þeir segjast ekki sjá til fjalla fyrir sorphaugnum. Actavis og Hvíta húsið: Auglýsingar verðlaunaðar VIÐURKENNING Lyfjafyrirtækið Act- avis og auglýsingastofan Hvíta húsið hafa unnið til viðurkenning- ar frá The Global Awards fyrir auglýsingaherferðina Creating Value in Pharmaceauticals. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að The Global Awards veiti viðurkenningar fyrir framúrskar- andi efni í markaðssetningu á sviði heilsuverndar. „Verðlaunin eru al- þjóðleg og sérstök áhersla lögð á að efnið höfði til fólks óháð stað, tungumáli og menningu,“ segir þar en auglýsingaherferðin er sögð lið- ur í alþjóðlegu kynningarátaki sem Hvíta húsið vann fyrir Actavis. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.