Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.10.2004, Blaðsíða 18
18 15. október 2004 FÖSTUDAGUR SPÝR ELDI Mexíkanska eldfjallið Colima spýr eldi og eimyrju þessa dagana. Fjallið er skammt sunnan við landamæri Mexíkó og Banda- ríkjanna. Útgerð á Suðurnesjum: Veikir ekki reknir á sjó KJARAMÁL „Við höfum aldrei rekið mann út á sjó sem er með vottorð upp á veikindi og held við förum ekki að taka upp á því núna,“ segir Andrés Guðmundsson, út- gerðarstjóri hjá Þorbirni-Fiska- nesi. Í samningum útgerðar- félagsins við sjómenn er ákvæðu um að „ekkert mæli á móti“ að skipverji fari á sjó ef ljóst sé samkvæmt læknisvottorði að hann verði orðinn vinnufær innan örfárra daga. Andrés segir að ákvæðið hafi verið í samningum útgerðarinnar árum saman og mistúlkun að lesa það svo að reka eigi veika menn á sjó. Sambærilegt ákvæði segir hann vera að finna í sjómannalög- um. „Þar er þetta í ákvæðum sem snúa að því að gefa háseta rétt á að fara á sjó þó hann sé ekki búin með veikindi sín ef hann sýnir fram á að hann geti það með lækn- isvottorði.“ Andrés segir ákvæð- ið, sem stjórn Sjómanna- og vél- stjórafélags Grindavíkur gagn- rýndi harðlega í vikunni, sé baka- til í samningum útgerðarinnar við sjómenn og haft þar meira til upp- lýsingar um rétt manna í tengsl- um við veikindi. „Hingað til hefur ekki talist slæmt að upplýsa menn um réttindi þeirra,“ bætir hann við. - óká Íslensk samkeppnislög erubyggð á fyrirmyndum frá hinum Norðurlöndunum og hafa dómar sem fallið hafa í sam- keppnismálum fyrir rétti á Norðurlöndunum verið notaðir sem fordæmi í dómum hér á landi. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær bauð Samkeppnisstofn- un olíufélögunum þremur í janúar að viðurkenna sekt sína á meintu ólöglegu samráði og greiða sektir sem numu alls um 1,8 milljörðum króna. Olíufélaginu var gert að greiða 300 milljónir, Olís 420 milljónir og Skeljungi 480 milljón- ir. Þá hafði verið dreginn frá afsláttur vegna sýndrar samvinnu við rannsókn málsins. Olíufélögin höfnuðu boði Samkeppnisstofnun- ar. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að meginástæðan fyrir ákvörðun olíufélagann hafi verið sú að þau teldu fullvíst að sektirn- ar yrðu lækkaðar töluvert færi málið fyrir dómstóla og þau dæmdust sek. Forsendan fyrir því mati olíufélaganna er sú að ekki tíðkast í löndunum í kringum okk- ur að beita hærri sektum í sam- bærilegum málum en sem nemur 2,4 prósentum af heildarveltu fyrirtækisins sem dæmt er. Al- gengustu sektirnar eru þó nær einu prósenti. Eitt fordæmi um samráðs- dóm Á Íslandi er aðeins eitt for- dæmi um dómsmál er fyrirtæki voru dæmd fyrir að hafa ólög- legt samráð. Var það grænmet- Frumvarp um skráningu fyrirtækja: Samskráning heimiluð ALÞINGI Geir H. Haarde fjármála- ráðherra lagði fram frumvarp á Al- þingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskatts- skrá. Markmið frumvarpsins er að gera móður- og dótturfélögum kleift að vera ein skattaleg eining þannig að heildarvirðisaukaskattur félag- anna verði jafn hár og hann hefði orðið ef öll starfsemi félaganna hefði verið rekin í einu félagi. Ef frumvarpið verður að lögum taka þau gildi um næstu áramót. -sda ■ EVRÓPA ■ AFRÍKA LYNNE OG DICK CHENEY Lynne er ósátt við Kerry vegna ummæla um dóttur sína í kappræðum hans og Bush. Lynne Cheney: Ósátt við John Kerry BANDARÍKIN, AP „Ég fékk annað tækifæri til að meta John Kerry og það eina sem ég get sagt er þetta: Þetta er ekki góður maður,“ sagði Lynne Cheney, eiginkona Dick Cheney, varaforseta Banda- ríkjanna, þegar hún kynnti eigin- mann sinn á kosningafundi. Hún er ósátt Kerry fyrir að hafa blandað samkynhneigðri dóttur Cheney-hjónanna inn í kappræður forsetaefnanna í fyrrinótt. Aðspurður um samkynhneigð sagði Kerry að hún væri ekki val heldur nokkuð sem réðist við fæð- ingu og sagði að dóttir Cheney væri sér væntanlega sammála. Lynne Cheney þótti Kerry hafa gengið of nærri einkalífi dóttur sinnar. ■ ELLEFU LÉTUST Í RÚTUSLYSI Ellefu farþegar létust og 31 slas- aðist þegar rúta fór fram af hömrum í norðurhluta Albaníu. Rúmlega fjörutíu manns voru í rútunni, sem var nýkomin frá Kosovo. FORSETI SÓR EMBÆTTISEIÐ „Ríkisstjórnin verður að endur- reisa Sómalíu úr rústum. Nær all- ar stofnanir þjóðarinnar hafa verið eyðilagðar,“ sagði Abdull- ahi Yusuf þegar hann sór emb- ættiseið sem forseti Sómalíu í gær. Sómalía hefur verið stjórn- laus síðan 1991. ÞORBJÖRN-FISKANES Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur gagnrýndi harðlega í vikunni ákvæði í samningum útgerðarfélagsins Þorbjarnar- Fiskaness við sjómenn. Útgerðin segir gagnrýnina á misskilningi byggða. DIMMT YFIR HJÁ OLÍUFÉLÖGUNUM Stóru olíufélögin þrjú eiga yfir höfði sér verulega háar sektir vegna samráðs. Deilt um fordæmi fyrir sektarupphæðum Olíufélögin höfnuðu tilboði Samkeppnisstofnunar í janúar um að greiða sektir á bilinu 300 til 480 milljónir því þau töldu víst að dómstólar lækki sektina umtalsvert. Það sé í samræmi við fordæmi í dómum á Norðurlöndunum. Samkeppnisráð lítur hins vegar til EES-reglna um sektir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.