Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 6
6 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Ísafjarðarbær ósáttur við vinnubrögð undanþágunefndar:
Þrjár beiðnir af
ellefu samþykktar
Orkuveitan:
Leynd um Línu Net
UNDANÞÁGUR Þrjár undanþágu-
beiðnir af ellefu voru samþykktar á
sjöunda fundi undanþágunefndar.
Fimm beiðnum var hafnað og
þremur frestað.
Hamraskóli í Reykjavík fékk
undanþágu fyrir 23 kennara sjö ein-
hverfra barna, Hafralækjarskóli í
Aðaldal fyrir einn kennara nem-
enda á meðferðarheimili og Hlíðar-
skóli á Akureyri fyrir fimm kenn-
ara fimmtán nemenda með geðræn-
an vanda, samkvæmt fundargerð.
Á fundi nefndarinnar voru mót-
mæli fræðslunefndar Ísafjarðar-
bæjar tekin fyrir. Nefndin er ósátt
við að þremur einhverfum börn
bæjarins hafi ekki verið gert kleift
að sækja skóla. „Sú mismunun sem
í því felst milli landshluta er óá-
sættanleg.“
Skúli S. Ólafsson forstöðumaður
Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísa-
fjarðarbæjar segir ekki hafa verið
mönnum ljóst að væri kennurum á
undanþágu greitt samkvæmt ráðn-
ingasamningi og að allir sem að
börnunum kæmu væri kallaðir til
væru líkurnar mestar á undanþágu.
Málið verði strax skoðað. - gag
Fékk ósk sína
áttfalt uppfyllta
Skólastjóri Hamraskóla mat að þrjá kennara þyrfti til kennslu ein-
hverfra svo neyðarástandi yrði aflétt. Hann fékk 23. Fulltrúi sveitarfé-
laganna segir hagsmuni annarra en barnanna ráða undanþágunum.
UNDANÞÁGUR Sjö einhverfir nem-
endur Hamraskóla í Grafarvogi
snúa til kennslu í dag. Jákvætt
svar fékkst í fjórðu tilraun þegar
beiðninni var breytt úr undan-
þágu fyrir þrjá kennara í 23.
Yngvi Hagalínsson skólastjóri
segir að vel hefði verið hægt að
leysa neyð nemendanna með
kennurunum þremur.
„Ég hef sótt í þrígang áður um
undanþágur. Þá hef ég sótt um
fyrir þá sérkennara sem kenna í
sérdeildinni og alltaf fengið höfn-
un,“ segir Yngvi.
Sigurður Óli Kolbeinsson full-
trúi Launanefndarinnar í undan-
þágunefndinni segir í bókun í
fundagerð gærdagsins að verið sé
að sækja um undanþágu fyrir
mun fleiri starfsmenn en nauð-
synlegt sé til að
afstýra neyðará-
standi: „KÍ er
augljóslega að
hafa einhverja
aðra hagsmuni
að leiðarljósi en
hagsmuni þeirra
barna sem sótt er
um undanþágu
vegna.“
Þórarna Jónas-
dóttir fulltrúi
kennara í undan-
þágunefndinni segir aldeilis ekki
verið að setja hagsmuni kennara
börnunum framar. Hún tjái sig
ekki um einstakar beiðnir sem
komi fyrir nefndina.
Yngvi segir kröfur Kennara-
sambandsins um alla kennarar til
kennslu hafa komið sér á óvart.
Mismunandi sé hve mikið börnin
sæki tíma hjá kennurunum í al-
mennum bekkjum. Það fari niður í
tvo tíma en sé mest um tólf tímar.
Hann treysti sér ekki að upplýsa
hvernig starfskraftar kennaranna
verði nýttir umfram tímakennsl-
una. Það sé viðkvæmt mál og í at-
hugun.
„Börnin þekkja sérdeildina og
eru vön að vera þar. Þau verða
hins vegar ein með kennurunum
og starfsmanni sérdeildar í þeim
tímum sem þau eiga að sækja í
almennu bekkina með bekkjar-
félögum. Það er undarleg staða,“
segir Yngvi.
Umsókn Fellaskóla fyrir alla
sex kennara tveggja einhverfra
barna í nýstofnaðri sérdeild var
frestað þrátt fyrir loforð borgar-
innar um full laun kennurunum til
handar. Þorsteinn Hjartarson
skólastjóri segir tilgreinda
ástæðu hafa verið ónógar upplýs-
ingar. Málið verði skoðað.
gag@frettabladid.is
SVEITARSTJÓRNARMÁL Fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins í Orkuveitu
Reykjavíkur fá ekki að sjá endur-
skoðendaskýrslu Línu Nets eins og
þeir hafa beðið um. Lína Net var
dótturfélag Orkuveitunnar.
Guðlaugur Þór Þórðarson, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
segir að stjórn Línu Nets hafi synj-
að beiðninni. Meirihluta stjórnar-
innar mynda þeir Alfreð Þorsteins-
son og Stefán Jón Hafstein, fulltrú-
ar Reykjavíkurlistans. Guðlaugur
segir að þetta sýni hvað lítið sé að
marka lýðræðisumræðu Reykja-
víkurlistans. „Þarna hafa þeir tapað
gríðarlegum fjárhæðum sem skatt-
greiðendur borga en engin skýring
er gefin á því og við fáum ekki að
sjá skýrslur um málið.“ - ghg
VEISTU SVARIÐ?
1Skattar á hvaða neysluvöru hækka eftillögur norrænna heilbrigðisráðherra
ná fram að ganga?
2Úr hvaða fangelsi strauk ungur mað-ur í fyrradag?
3Hvar standa reykvískir grásleppu-skúrar sem til stendur að varðveita?
Svörin eru á bls. 38
edda.is
Spenna og dulúð
Mögnuð ævintýrabók um
tímaflakk, dularfullu borgina
Belezza, hertogaynjuna sem
þar ræður ríkjum,
mandóluræðarana hennar og
galdra- og vísindamenn
Talíu. Frábær spenna frá
upphafi til enda.
„Eitt mest spennandi
ævintýri sem ég hef lesið
árum saman.“
- Wendy Cooling, The Children's
Bookseller
„Frábærlega skrifað“
- Eoin Colfer, höfundur
Artemis Fowl
YFIRMENNIRNIR
Björn Brekkan Björnsson flugrekstrarstjóri,
Hafsteinn Hafsteinsson forstjóri og Benóný
Ásgrímsson yfirflugstjóri.
Nýr flugrekstrarstjóri:
Manna-
breytingar
hjá Gæslunni
LANDHELGISGÆSLAN Björn Brekkan
Björnsson, þyrluflugmaður hjá
Landhelgisgæslunni, hefur tekið
að sér að vera flugrekstrarstjóri
Landhelgisgæslunnar, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu.
Benóný Ásgrímsson sem sinnt
hefur flugrekstrarstjórastarfinu
síðastliðin fjögur ár verður áfram
yfirflugstjóri.
Jafnframt hefur Sigurður Ás-
geirsson þyrluflugstjóri verið
ráðinn öryggisfulltrúi og þjálfun-
arstjóri og Þórarinn Ingi Ingason
þyrluflugmaður hefur tekið að sér
að vera umsjónarmaður fagbóka.
- bþe
M
YN
D
/D
AG
M
AR
S
IG
U
RÐ
AR
D
Ó
TT
IR
■ MIÐ-AUSTURLÖND
LÖGÐU STJÓRNARBYGGINGAR
UNDIR SIG Rúmlega tuttugu vopn-
aðir Palestínumenn náðu tveimur
stjórnarbyggingum í Jenín á Vest-
urbakkanum á sitt vald í gær. Með
því vildu þeir leggja áherslu á
kröfur sínar um auknar bætur til
handa aðstandendum þeirra sem
falla í átökum við Ísraela.
ÍSRAELI MYRTUR Ísraeli var skot-
inn til bana í skotárás milli palest-
ínsku Tulkarem og Jenín á Vestur-
bakkanum. Þar í grenndinni eru
fjórar byggðir ísraelskra land-
tökumanna sem hafa oft orðið fyr-
ir árásum palestínskra vígamanna.
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON
Segir leyndina um Línu Net sýna að
lítið sé að marka lýðræðisumræðu
Reykjavíkurlistans.
YNGVI HAGALÍNSSON
Skólastjóri um 350 barna í 1. til 10. bekk Hamraskóla hafði í þrígang fengið höfnun á
undanþágubeiðni til kennslu fyrir þrjá kennara í sérdeild einhverfra. Undanþágan fékkst í
fjórðu tilraun þegar sótt var um fyrir 23 kennara.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
,,Það hefði
vel verið
hægt að
leysa skóla-
göngu
barnanna
með mun
færri starfs-
mönnum.
■ 30. DAGUR VERKFALLS
ÁRANGUR FUNDARINS ÓLJÓS
Ásmundur Stefánsson ríkissátta-
semjari telur ekki að lög verði
sett á verkfall kennara. Hann
leggur ekki mat á hvort þokast
hafi í sam-
komulagsátt á
fundi samn-
inganefnda
kennara og
sveitarfélaga í
gær.
Ásmundur segir að hann sjái ekki
forsendu fyrir miðlunartillögu
eins og staðan sé. Fundi verði
haldið áfram klukkan fjögur í
dag. „Við hittumst í minni hópum
fyrir þann tíma,“ segir Ásmund-
ur. Hvort það gefist betur sé
óljóst: „Það hefur engin aðferð
skilað árangri hingað til.“
Samninganefndirnar tóku þá af-
stöðu á fundi gærdagsins að tjá
sig ekki efnislega um fundinn.
KRÖFUGANGA OG ÚTIFUNDUR
Kennarar ganga niður Laugar-
veginn við undirleik Lúðrasveitar
verkalýðsins
klukkan þrjú í
dag.
Þeir stefna á
Ingólfstorg
þar forysta
Kennarasam-
bandsins og grunnskólakennara
ásamt Maríu Gylfadóttur for-
manns Heimilis og skóla – lands-
samtaka foreldra, Jóni Pétri Zim-
sen grunnskólakennara og Hönnu
Hjartardóttur formanns Skóla-
stjórafélags Íslands flytja ávörp.
HÖFÐA TIL ÁBYRGÐAR Heimili og
skóli – landssamtök foreldra
hvetja foreldra til að senda tölvu-
póst á kjörna fulltrúa í bæjar- og
sveitarstjórnum þar sem krafist
sé svara um hvernig þeir ætli að
axla ábyrgð um skólaskyldu.
Samtökin mælast til að í bréfinu
standi: „Nú er nóg komið og mér
finnst kominn tími til að þú axlir
þína ábyrgð og semjir við kenn-
ara. Barnið mitt á rétt á kennslu
og þér ber skylda til að veita
hana.“
- gag