Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 8
8 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Tækniháskólinn og Háskólinn í Reykjavík:
Sameinast næsta sumar
HÁSKÓLAR Stofnaður verður nýr
háskóli sem tekur yfir rekstur
Háskólans í Reykjavík og Tækni-
háskóla Íslands. Samkomulag
um þetta var undirritað í gær í
Þjóðminjasafninu.
Stefnt er að því að starfsemin
verði endanlega sameinuð næsta
sumar. Þá verður skólinn næst
stærsti háskóli landsins með í
kringum 2.600 nemendur og um
180 fasta starfsmenn.
Byggt verður nýtt hús fyrir
nýja skólann og er stefnt að því
að flytja hann undir eitt þak í júlí
árið 2007.
Fram að þessu hefur Háskól-
inn í Reykjavík verið rekinn af
Verslunarráði Íslands og Tækni-
háskóli Íslands verið ríkishá-
skóli.
Hluthafar í rekstrarfélagi
nýja skólans eru Verslunarráð
Ísland, Samtök iðnaðarins og
Samtök atvinnulífsins. Félaginu
verður ekki heimilt að greiða arð
af starfseminni og mun hann
renna óskiptur til frekari upp-
byggingar.
Núverandi rektorar, Guðfinna
S. Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, og
Stefanía Karlsdóttir, rektor
Tækniháskólans, munu báðar
starfa þangað til starfsemi skól-
anna verður endanlega sameinuð
í júní á næsta ári.
- ghg
Vill loka samningamenn
inni uns deilan er leyst
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki munu
blanda sér í kennaraverkfallið, en deilendur ekki geta skotið sér undan ábyrgð.
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin ræddi
kennaraverkfallið á reglubundn-
um fundi sínum í gær. Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, mennta-
málaráðherra segir að ríkisstjórn-
in haldi fast í fyrri yfirlýsingar
um að blanda sér ekki í deiluna
hvorki með lagasetningu né íviln-
unum handa sveitarfélögum.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra segir frétt ríkisútvarps-
ins um að lög verði sett á verkfall-
ið standi það til mánaðamóta sé
tilhæfulaus með öllu. „Það hafa
engar slíkar umræður farið fram.
Deiluaðilar hljóta að gera sér
grein fyrir sinni ábyrgð og þeir
verða að hafa frið.“ Halldór úti-
lokar líka ívilnanir og segir að
staðið verði við þann ramma sem
settur var í nýlegri yfirlýsingu
ríkis og sveitarfélaga um tekju-
skiptingu.
Menntamálaráðherra segir að
deilendur hljóti að gera sér grein
fyrir sívaxandi þrýstingi jafnt frá
ríkisstjórn og samfélagi um að
semja. „Spurningin er sú hvort
ekki sé rétt að loka deiluaðila inni
þar til þeir hafa samið. “
Björgvin G. Sigurðsson, tals-
maður Samfylkingarinnar í
menntamálum, segir þvert á móti
að ríkisstjórnin og sérstaklega
menntamálaráðherra geti ekki
skotið sér undan ábyrgð. „Stjórn-
völd verða að koma að deilunni
með afdráttarlausum hætti. Í
fyrsta lagi vegna þess að ríkið
samdi myndarlega við viðmiðun-
arstétt grunnskólakennara. Í öðru
lagi vegna þess að ríkið skuldar
milljarða vegna lagabreytinga og
verður að veita sveitarfélögum
hlutdeild í fjármagnstekjuskatti
útaf einkahlutafélagavæðingu.“
Björgvin útilokar lagasetningu á
þessu stigi en vekur athygli á að
skilgreina þurfi hvað felist í sliku
t.d. hvort kjaradómur ákveði laun
eða verkfallsréttur verði tekinn
af kennurum.
Gunnar I. Birgisson, Sjálf-
stæðisflokki og formaður
menntamálanefndar þingsins
segir að beita eigi lagasetningu
aðeins ef neyðarástand skapast:
„Sá punktur er að nálgast mjög
hratt.“
a.snaevarr@frettabladid.is
Halldór Ásgrímsson:
Ekki bara
tekjujöfnun
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir að tekju-
jöfnun sé síður en svo eina mark-
miðið í skattamálum. Samkvæmt út-
reikningum sem
ASÍ vann fyrir
Fréttablaðið hef-
ur skattbyrði
láglaunamanns
þyngst frá því
staðgreiðslukerf-
ið var tekið upp
1988 en skattpró-
sentan verður
álíka og þá þegar
skattalækkanir
ríkisstjórnarinn-
ar hafa tekið
gildi. Ólafur
Darri Andrason
hagfræðingur ASÍ sagði að sífellt
hefði verið að draga úr jöfnunará-
hrifum skattkerfisins.
Halldór Ásgrímsson segir að
jöfnunaráhrif skattkerfisins hafi
aukist og minnkað sitt á hvað, þar
komi vaxta- og barnabætur líka inn
í myndina . „En það hefur líka verið
mikil umræða um jaðaráhrif og
samstaða um að draga úr þeim. Það
er líka markmið að draga úr
skattsvikum og hvetja til tekjuöfl-
unar. Ég geri ekki lítið úr jöfnunar-
áhrifum. Hins vegar tel ég að hækk-
un skattprósentu frá upptöku stað-
greiðslukerfisins hafi hvatt til
skattsvika.“
- ás
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI SKRÁÐRA FÍKNIEFNA-
BROTA ÁRIN 1999 TIL 2002*
DÓMARINN TALDI KONUNA
HAFA REITT HANN TIL REIÐI
– hefur þú séð DV í dag?
Fær enga refsingu fyrir að
misþyrma eiginkonu sinni
Skattbyrðin miðað við 1988:
10 þúsund krónum
minna í vasann
STJÓRNMÁL Skattprósentan á að
lækka niður í um 35% í lok kjör-
tímabilsins eða svipað og hún var
1988 þegar staðgreiðslukerfið var
tekið upp. Hins vegar hefur mað-
ur sem hafði 50 þúsund krónur á
mánuði 1988 10 þúsund krónum
minna eftir í vasanum nú en hann
hefði haft ef skattkerfið hefði
haldist óbreytt. Tekjurnar væru
orðnar 136 þúsund 2004 ef þær
hefðu fylgt verðhækkunum og er
mismunur á skattbyrðinni 7.5%
samkvæmt útreikningum ASÍ fyr-
ir Fréttablaðið.
Niðurstaðan skánar ef reiknað
er með 4% fyrirhugaðri tekju-
skattslækkun. Að henni lokinni
vantar um 5 þúsund krónur upp á
að launamaðurinn fái það sama í
vasann og 1988 og munar 3.7%.
Eftir 4% lækkun munar 0.8% á
skattbyrði 100 þúsund króna
mannsins frá 1988 (nú 272 þús-
und krónur) og skattbyrði 150
þúsund króna (nú 409 þúsund)
mannsins frá 1988 er nánast sú
sama eftir 4% lækkun og hún var
þá.
- ás
Á Héraði:
Endurnýja
samstarfið
SVEITARSTJÓRN Héraðslistinn hefur
ákveðið að ganga til viðræðna við
sjálfstæðisflokkinn um myndun
meirihlutastjórnar á Héraði.
Funda átti á mánudagskvöld en
viðræðunum var frestað vegna
veðurs, segir Skúli Björnsson odd-
viti listans. „Héraðslistinn og Sjálf-
stæðisflokkur funduðu hvor í sínu
lagi og þar voru menn á því að
reyna þetta mynstur fyrst. Hópur-
inn var að hluta til í samstarfi og
skilaboðin frá kjósendum voru
skýr,“ segir Skúli. Það skýrist á
næstunni hvort flokkarnir nái að
nýju saman. - gag
Alþingi:
Neytendur fái
umboðsmann
NEYTENDUR Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, Samfylkingunni mælti í gær
fyrir frumvarpi á alþingi um að
stofnað verði sérstakt embætti um-
boðsmanns neytenda. Lagt er til að
neytendahluti starfsemi Samkeppn-
isstofnunar verði færður undan
henni og til nýja embættisins. Verk-
efni hans verði að veita fyrirtækjum
nauðsynlegt aðhald gegn óheftri
markaðsfærslu, hafa eftirlit með
lögumum neytendavernd, upplýsa
neytendur um réttindi sín á markaði
og gæta hagsmuna neytenda. - ás
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
Fleiri markmið en
jöfnunaráhrif í
skattakerfinu.
FÝKUR Í MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir með storminn í fangið á leið af ríkisstjórnarfundi þar sem
kennaraverkfallið var til umræðu í gær.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
TVEIR FIMM ÞÚSUND KALLAR
Hefðu bæst í vasa láglaunamanns ef skattkerfið frá 1988 hefði haldið sér, framreiknað til
þessa dags.
Ár Fjöldi
1999 962
2000 780
2001 910
2002 994
*Heimild: Hagstofa Íslands
SAMKOMULAG UM SAMRUNA
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Stefanía Karlsdóttir, rektor Tækniháskóla Íslands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M