Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 10
10 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Félagsmálaráð:
Tillaga um dýrari heimaþjónustu
BORGARMÁL Gjöld fyrir heimaþjón-
ustu, fæði og akstur í félagsstarfi í
Reykjavík hækka um tuttugu millj-
ónir króna á næsta ári miðað við
tillögur sem liggja fyrir í félags-
málaráði Reykjavíkur vegna gerð-
ar fjárhagsáætlunar næsta árs.
Björk Vilhelmsdóttir, formaður
ráðsins, segir að ekki sé verið að
hækka gjaldið hjá þeim sem þurfa
hjúkrun. Markmiðið sé að þeir sem
fái umönnun, til dæmis við að fara
á fætur á morgnana, greiði ekkert
fyrir þjónustuna en þeir sem ein-
ungis nýti sér þrif í heimahúsi
borgi fyrir þjónustuna. Um 87 pró-
sent notenda heimaþjónustu greiða
fyrir hana.
Guðrún Ebba Ólafsdóttir, full-
trúi Sjálfstæðisflokksins í félags-
málaráði, segir að með þessu séu
aldraðir og aðrir sem njóta þjón-
ustunnar látnir greiða fyrir niður-
skurð borgarinnar. „Það er verið að
sækja tuttugu milljónir í vasa
þeirra. Það er sama í hvaða búning
Reykjavíkurlistinn setur hækkun-
ina, það breytir því ekki að aldrað-
ir þurfa að greiða tuttugu milljón-
um meira fyrir þjónustuna.“
- ghg
BORGARMÁL Ekki kemur til greina
að aflétta kvöðum sem fylgja
skipulagi vegna matvöruverslun-
ar Bónuss og Hagkaupa í Spöng-
inni að sögn Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur, formanns skipu-
lagsnefndar borgarinnar.
Eigandi verslunarinnar Heim-
ilisvörur, sem er á athafnasvæð-
inu við Fossaleyni í Grafarvogi,
hyggst fara í mál við borgaryfir-
völd vegna þess að samkvæmt
skipulagskvöðunum má ekki opna
matvöruverslun þar.
„Tilgangurinn með kvöðunum
er að styrkja uppbyggingu
Spangarinnar, sem þá megin-
verslunarmiðstöð fyrir Grafar-
vogshverfið. Þetta er eitthvað
sem gert er alls staðar – líka í ná-
grannasveitarfélögunum,“ segir
Steinunn Valdís. „Þetta snýst um
skipulag. Þetta hefur ekkert að
gera um það hverjir reka þessar
verslanir. Hagkaup fékk þessu
úthlutað árið 1996 en þá var
Hagkaup í eigu Sigurður Gísla
Pálmasonar.“
Steinunn Valdís segir að auð-
vitað geti menn ákveðið að breyta
skipulaginu seinna.
„Aðstæður geta breyst. Ef það
verður ákveðið að breyta skipu-
laginu verður að liggja fyrir
hvaða afleðingar það muni hafa í
för með sér. Ef það yrði leyft að
opna matvöruverslun við Fossa-
leyni þyrfti að endurskilgreina
skipulagið í stærra samhengi, þar
með talið gatnakerfið en götur
þarna bera kannski ekki þá um-
ferð sem verslunarmiðstöðvum
fylgja. Það er allt önnur umferð
við verslunarmiðstöð en iðnaðar-
hverfi.“
Júlíus Vífill Ingvarsson, lög-
maður eiganda Heimilsvara, segir
að tilgangi kvaðanna sé náð. Búið
sé að byggja upp verslunarmið-
stöðina í Spönginni og tími til
kominn að heimila öðrum að opna
og reka matvöruverslanir í sam-
keppni við verslanirnar í Spöng-
inni.
„Þessu máli er á engan hátt
beint gegn Bónus,“ segir Júlíus
Vífill. „Skjólstæðingur minn áleit
einfaldlega að hann þyrfti ekki að
sæta þessum kvöðum að eilífu.
Hann taldi að kvaðirnar hefðu
verið settar til að Spöngin gæti
byggst upp í friði en ekki til þess
að stemma stigu við matvöru-
verslun á athafnasvæðum í Graf-
arvogi.“
trausti@frettabladid.is
FÓLKSFLUTNINGAR Guðlaugur Þór
Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins, segir aðspurður
að þörf sé á að skoða þær tölur
sem skýrt er frá í Fréttablaðinu
í gær varðandi fækkun íbúa á
höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn
ársfjóðung.
Þar kom fram að fleiri fluttu
frá höfðuborgarsvæðinu en til
þess á þriðja ársfjórðungi ársins.
Að sögn Stefáns Ólafssonar pró-
fessors er líklegasta skýringin á
því sú að meira atvinnuleysi sé á
suðvesturhorninu en á lands-
byggðinni.
„Þetta er athyglisvert en það
verður að taka inn í myndina um
hve stutt tímabil er að ræða,“
segir Guðlaugur Þór. „Við höfum
þegar bent á það að það er ákveð-
inn hópur fólks, sérstaklega
barnafólk, að flýja úr borginni og
til nágrannasveitarfélaganna þar
sem aðstæður virðast vera betri,“
segir hann.
„Það er ástæða til að hafa
áhyggjur af langtímaatvinnuleysi
á höfuðborgarsvæðinu sem er
nokkuð sem ekki hefur sést á
Íslandi fyrr en nú síðustu miss-
eri,“ segir Guðlaugur Þór. „At-
vinnuleysi er alltaf áhyggjuefni,“
segir hann.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarfulltrúi R-listans, segir að
Reykjavík hafi þá sérstöðu að þar
eru fleiri störf en íbúar. „Í því
ljósi þurfa kannski fleiri sveitar-
félög en Reykjavík að taka á at-
vinnumálum á höfuðborgarsvæð-
inu. Það er hins vegar áhyggju-
efni fyrir höfuðborgarsvæðið í
heild og vekur upp spurningar um
áherslu stjórnvalda í atvinnu-
sköpun, annars vegar á lands-
byggðinni og hins vegar á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Steinunn
Valdís. - sda
Ísafjarðardjúp:
Rækjuveiðar
bannaðar
SJÁVARÚTVEGUR Rækjuveiðar verða
ekki leyfðar í Ísafjarðardjúpi í
vetur ef farið verður að tillögum
Hafrannsóknastofnunar. Leggur
stofnunin ennfremur til að rækju-
veiðar verði ekki leyfðar í Arnar-
firði að svo stöddu.
Nýlokið er haustkönnun á
rækjumiðum á Vestfjörðum og eru
niðurstöður Hafrannsóknastofnun-
ar þær að mikil fiskgengd í Ísa-
fjarðardjúpi hafi að öllum líkind-
um leitt til hruns rækjustofnsins
þar. Í Arnarfirði var stofnvísitala
langt undir meðaltali og talið að
veiðar ógni stofninum þar.
- bþe
■ ÍRAK
SPRENGJUM SKOTIÐ Á ÞJÓÐ-
VARÐLIÐ Í það minnsta fjórir
íraskir þjóðvarðliðar létu lífið
þegar sprengjum var skotið á
bækistöðvar þeirra í Mashahid-
an, 40 kílómetra norður af
Bagdad. Írösk yfirvöld sögðu að
hundrað manns hefðu særst eða
látist. Bandaríkjamenn sögðu í
það minnsta fjóra hafa látist.
SPRENGJUÁRÁSIR Í MOSUL Tveir
óbreyttir borgarar létu lífið og
þrír særðust í þremur bíl-
sprengjuárásum í borginni Mos-
ul í norðanverðu Írak. Sprengju-
árásirnar áttu sér allar stað um
hádegisbilið.
Hverfafundir borgarstjóra eru nauðsynlegur vettvangur
milliliðalausrar samræðu milli borgaryfirvalda og íbúa.
Þeir eru árviss málþing um hagsmunamál íbúa og ég
vona að þú sjáir þér fært að koma og ræða málin á fundi
í þínu hverfi.
Hittumst heil,
Þórólfur Árnason
M
IX
A
•
fít •
0
3
0
1
4
Þjónustan í borginni
Næstu hverfafundir:
Grafarvogur – fimmtudaginn 21. október kl. 20 í Víkurskóla.
Miðborg – mánudaginn 25. október kl. 20 í Austurbæjarskóla.
hverfafundir borgarstjóra 2004
nánari upplýsingar á www.reykjavik.is
Háaleiti
– Blesugróf, Fossvogur, Gerði, Háaleiti, Múlar, Mýrar –
Álftamýrarskóla í kvöld kl. 20
LANGUR OG FLÓKINN KJÖRSEÐILL
Það tekur kjósendur í Polk-sýslu í Iowa í
Bandaríkjunum væntanlega lengri tíma að
kjósa en íslenska kjósendur. Þar þarf að
kjósa forseta, þingmenn á landsvísu og á
ríkisþingið, lögreglustjóra og fleiri embætt-
ismenn. Þó geta menn flýtt fyrir sér og
merkt við ákveðinn flokk sem verður til
þess að frambjóðandi þess flokks í hvert
embætti fær atkvæði kjósandans.
JÚLÍUS VÍFILL
Tilgangi
kvaðanna er
náð.
STEINUNN
VALDÍS
Málið snýst um
skipulag.
Kvöðunum ekki
aflétt í Grafarvogi
Eigandi Heimilisvara ætlar í mál við Reykjavíkurborg. Hann telur
einokun ríkja í verslunarrekstri í Grafarvogi. Borgaryfirvöld láta ekki
undan þrýstingi.
VERSLUNARMIÐSTÖÐIN SPÖNGIN
Deilt er um það hvort Bónus og Hagkaup eigi einar verslana að fá að selja matvæli í
Grafarvogi.
Borgarfulltrúar um flutning fólks frá höfuðborgarsvæðinu:
Atvinnuleysi er áhyggjuefni
GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON:
„Það er ástæða til að hafa áhyggjur af
langtímaatvinnuleysi á höfuðborgarsvæð-
inu sem er nokkuð sem ekki hefur sést á
Íslandi fyrr en nú síðustu misseri.“
130 HANDTEKNIR Íraskar örygg-
issveitir og bandarískir her-
menn handtóku nær 130 meinta
vígamenn í aðgerðum sínum
suður af Bagdad. Flestir voru
handteknir í borginni Iskandari-
yah, tæpa fimmtíu kílómetra
suður af höfuðborginni.
■ SAMGÖNGUR
ENGIN NORRÆNA Ferð Norrænu
frá Færeyjum til Seyðisfjarðar
var frestað í fyrrakvöld vegna
veðurs. Er þetta í annað skiptið á
skömmum tíma sem ferð ferj-
unnar til Íslands er frestað vegna
veðurs. Norræna hélt í gærkvöld
frá Færeyjum áleiðis til
Hjaltlands.
GJALD FYRIR AKSTUR HÆKKAR
Tillögur vegna fjárhagsáætlunar
Reykjavíkur gera ráð fyrir hækkun á
þjónustu við aldraða.