Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 12
12 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Danskur þingmaður:
Ákærður fyrir að misnota dreng
KAUPMANNAHÖFN, AP Danskur þing-
maður var færður til yfirheyrslu í
gær eftir að þingið aflétti þing-
helgi yfir honum svo hægt væri
að kæra hann fyrir kynferðislega
misnotkun á ungum dreng. Þá var
nafn þingmannsins gert opinbert,
en hann heitir Flemming Oppfeldt
og er þingmaður frjálslyndra.
Í stuttu viðtali við danska ríkis-
útvarpið áður en hann var hand-
tekinn sagði Oppfeldt að hann
myndi sýna lögreglu samvinnu
við rannsókn málsins en vildi
ekkert gefa upp um málsatvik.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Dana og flokks-
bróðir Oppfeldt, sagðist ekki
nægilega geta lýst yfir andúð
sinni á verknaðinum sem málið
feli í sér. Oppfeldt er 48 ára og
hefur setið á þingi frá síðustu
þingkosningum 2001. Hann var
einnig á þingi á tímabilinu 1994-
98. Hann sagðist ætla að segja sig
úr flokknum í kjölfar innbyrðis
rannsóknar. ■
Saksóknari í líkfundarmálinu kref-
st, að sakborningarnir þrír verði
hver um sig dæmdir til að sæta að
lámarki tveggja ára fangelsi, við
lok aðalmeðferðar málsins í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Enn
fremur taldi saksóknari tveggja og
hálfs árs fangelsi vera hæfilega
refsingu. Tveir sakborninga, þeir
Jónas Ingi Ragnarsson og Grétar
Sigurðsson mættu í dómsal í gær
en Tomas Malakauskas mætti ekki.
Óku fram hjá spítala
Bæði Grétar og Tomas segja Vai-
das ekki hafa viljað læknishjálp
áður enn hann lést og ekki hafi
hvarflað að þeim að hann væri að
deyja. Burt séð frá því hvort vitn-
isburður þeirra Grétars og Tomas-
ar um að Vaidas hafi neitað lækn-
ishjálp sé réttur segir saksóknari
að þeim hefði mátt vera ljóst að
Vaidas hafi verið í lífsháska. Sak-
sóknari segir sakborningana ekki
hafa haft nein alvarleg áform um
að koma Vaidasi undir læknis-
hendur. Til dæmis hafi þeir ekið,
með Vaidas í bílnum, fram hjá
Landspítalanum í Fossvogi sköm-
mu áður en hann lést.
Krefjast sýknu og vægrar
refsingar
Verjandi Grétars krefst að hann
verði sýknaður af innflutningi
fíkniefnanna sem Vaidas
Jucevicus smyglaði innvortis til
landsins. Hann segir þátttöku
Grétars ekki hafa komið til fyrr
en fíkniefnin hafi verið komin til
landsins og þá hafi brotið verið
fullframið. Verjendur allra sak-
borninga fóru fram á að skjól-
stæðingar þeirra yrðu sýknaðir af
því að hafa ekki komið manni í
lífshættu til hjálpar. Þeim hefði
alls ekki verið ljóst um lífsháska
Vaidasar. Vaidas hafi verið með
fullri meðvitund þar til örfáum
mínútum áður en hann lést og að
hann hafi sjálfur haft alla mögu-
leika á að leita sér sjálfur hjálpar.
Verjandi Jónasar Inga krefst að
hann verði sýknaður að mestu.
Eini þáttur hans í innflutningi
fíkniefnanna hafi verð að halda á
skilti með nafni Vaidasar í Leifs-
stöð eftir að hann hafi komið úr
tollskoðun. Jónas hafi ætlað að
taka á móti honum en það hafi
Heimilisofbeldi:
Refsingu
frestað
DÓMSMÁL Refsingu yfir manni
vegna heimilisofbeldis var frestað
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær,
en hann var ákærður fyrir að hafa
tekið eiginkonu sína hálstaki og
hrint henni til og frá þannig að hún
tognaði á hálsi.
Við mat á refsingu var litið til
þess að sambúð fólksins hefði ver-
ið stormasöm án þess að áður hefði
komið til kæru. Í þetta skipti hafi
maðurinn lagt til hennar í mikilli
bræði og segir dómurinn konuna
frekar hafa valdið því. En hjónun-
um ber saman um að hann hafi
haldið að hún hafi haldið fram hjá
honum með vinnufélaga sínum. ■
VÆNDISKONUR MÓTMÆLA
Um þrjú þúsund vændiskonur og eigendur
vændishúsa efndu til mótmæla við þing-
húsið í Seúl í gær. Fólkið segir ný lög sem
þingið setti gegn vændi ógna lífsviðurværi
sínu. „Tryggið réttinn til lífs“ stendur á
borðum fólksins.
FORGANGSKRAFA Krafa Jónasar
Kristjánssonar, fyrrverandi rit-
stjóra DV, í þrotabú útgáfufélags-
ins DV upp á tæplega tvær og
hálfa milljón var viðurkennd sem
forgangskrafa með úrskurði Hér-
aðsdóms Reykjavíkur í gær.
SEKTAÐUR Maður á fimmtugs-
aldri var í Héraðsdómi Reykjavík-
ur dæmdur til að greiða 150 þús-
und króna sekt fyrir að vera með
hníf á almannafæri í Mosfellsbæ í
apríl á þessu ári. Maðurinn otaði
hnífnum að tveimur piltum sem
kölluðu eftir hjálp lögreglu.
■ DÓMSMÁL
Krefst minnst tveggja
ára fangelsisdóms
Saksóknari krefst þess að sakborningar í líkfundarmálinu verði dæmdir hver um sig til að sæta að
lágmarki tveggja ára fangelsis. Verjendur sakborninga krefjast sýknu og vægra refsinga.
JÓNAS INGI RAGNARSSON OG TOMAS MALAKAUSKAS
Tomas var ekki viðstaddur málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar saksóknari
sagði hæfilega refsingu vera tveggja og hálfs árs fangelsi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
HJÖRDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
Í DÓMSSAL
AÐALMEÐFERÐ Í
LÍKFUNDARMÁLINU
SVEITARSTJÓRNARMÁL Tilkoma Hval-
fjarðarganga hefur ekki haft nein
teljandi áhrif á vinnumarkað á
Vesturlandi en ferðakostnaður
einstaklinga á svæðinu hefur
minnkað um allt að 31 prósent.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi sem
kynnt var í gær.
Meginniðurstöður skýrslunnar
eru þær að göngin hafi komið
Vesturlandi í sömu stöðu og Suð-
urland var fyrir opnun ganganna.
Hafa samskipti Vestlendinga við
íbúa höfuðborgarsvæðisins stór-
aukist. Þá leiðir rannsóknin í ljós
að væntingar Vestlendinga til
framtíðar Vesturlands hafi stór-
aukist eftir tilkomu ganganna.
Heildarávinningur Vestlend-
inga af göngunum eru 503 milljón-
ir króna á ári, þar af koma 394
milljónir í hlut Akurnesinga og
nærsveitarmanna, 50 milljónir til
íbúa Borgarfjarðar og Dalamenn
og íbúar Snæfellsness deila jafnt
með sér fjórtán milljónum á ári.
Yfirleitt gildir að jákvæðra áhrifa
ganganna gætir mest meðal
þeirra Vestlendinga sem búa næst
göngunum en síðan dregur úr
þeim eftir því sem fjær dregur.
Að sögn Vífils Karlssonar, hag-
fræðings og atvinnuráðgjafa
Samtaka sveitarfélaga á Vestur-
landi, mældist engin breyting á
þróun meðallauna eða atvinnu-
leysis eftir tilkomu ganganna.
„Það vekur hins vegar athygli að
íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa
stóraukið sókn sína inn á vinnu-
markað Vestlendinga, sérstaklega
í hálaunastörf,“ segir Vífill. Hann
bendir í þessu sambandi á
stjórnendastöður á Grundartanga,
kennarastöður á Bifröst og störf
hjá Landmælingum á Akranesi.
Vífill segir að jákvæð áhrif
Núpsvatnabrú skemmd:
Þjóðvegurinn
lokaðist
LÖGREGLA Þjóðvegurinn lokaðist í
gær þegar brúin yfir Núpsvötn
við Lómagnúp skemmdist í óveðr-
inu. Yfirborð brúarinnar opnaðist
þegar málmgrindur sem lagðar
voru í brúna fyrir skömmu flett-
ust upp.
Að sögn lögreglunnar í Vík var
veginum lokað snemma í gær en
ekki var hægt að laga brúna
vegna veðurofsans þar sem ekki
var stætt á brúnni. Seint í gær-
kvöldi var brúin enn lokuð. Átti
að reyna að gera við hana um
kvöldið eða nú í morgunsárið ef
veður leyfði.
- th
Ný skýrsla um áhrif Hvalfjarðarganga:
Ávinningur Vestlendinga
um hálfur milljarður á ári
ÁHRIF HVALFJARÐARGANGA
Akranes- Borgar- Snæfells- Dalir
svæði fjörður nes
Ávinningur notenda
Ferðakostnaður, einkaumferð -30,9% -13,2% -7,5% -8,5%
Ferðakostnaður, þung atvinnuumferð -42,1% -24,1% -11,7% -14,2%
Ferðakostnaður, létt atvinnuumferð -44,3% -25,1% -12,9% -13,0%
Ferðaöryggi - minni líkur á slysi -55% -36,2% -17,6% -21,4%
Vinnumarkaður
Almenn laun 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%
Atvinnuleysi 0,0% 0,0% 0,0% 0,0%
Vöru- og þjónustumarkaður
Matvöruverð -3,06% –2,14% -2,14% -2,14%
Eignamarkaður
Virði íbúða +18,6% +13,0% +13,0% +13,0%
Virði atvinnuhúsnæðis +15,0% +10,5% +10,5% +10,5%
Heimild: Skýrsla SSV um áhrif Hvalfjarðarganga
FRÁ KAUPMANNAHÖFN
Danskur þingmaður liggur undir grun um að hafa misnotað ungan dreng kynferðislega.