Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 14

Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 14
14 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR SLÖKKVILIÐSBÍLAR Á SÝNINGU Slökkviliðsbílar og annar tæknibúnaður til slökkvistarfa er í fyrirrúmi á fjögurra daga sýningu sem stendur yfir í Peking í Kína. Fyrirtæki víða að úr heiminum kynna bún- að sinn á sýningunni. Hundruð manna hafa látið lífið í eldsvoðum í Kína það sem af er árinu. Rannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar: Áhrifaríkt lyf án aukaverkana HEILBRIGÐI Tilraunalyfið DG031 sem Íslensk erfðagreining hefur prófað á 172 Íslendingum með góðum árangri kemur upphaf- lega frá þýska lyfjarisanum Bayer AG. Efnið er lítil lyfjasam- eind sem hindrar virkni tiltek- inna prótína sem hvetja til mynd- unar bólguvaka sem aftur eru taldir geta leitt til hjartaáfalls. ÍE öðlaðist nýtingarrétt á DG031 í nóvember á síðasta ári og við það tækifæri sagði Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækis- ins, að um merkilegan áfanga væri að ræða í sögu fyrirtækis- ins. „Lyfjaefnið hefur þegar farið í gegnum mörg skref lyfja- þróunar og prófana. Meðal ann- ars hefur verið sýnt fram á að það er öruggt í inntöku og því fylgja engar meiriháttar auka- verkanir. Við höfum því flýtt um nokkur ár því ferli sem þarf til að breyta uppgötvunum okkar í rannsóknum á erfðafræði hjarta- áfalls í ný lyf gegn stærstu dán- arorsök íbúa hins iðnvædda heims.“ Með niðurstöðunum sem kynntar voru í gær hefur ÍE færst nær takmarki sínu Lyfinu DG031 hefur enn ekki verið gefið nafn en að sögn kunn- ugra getur gott heiti á lyfi auð- veldað markaðssetningu þess. - shg Nýtt hjartalyf er handan við hornið Prófanir Íslenskrar erfðagreiningar á nýju lyfi leiða í ljós að það hefur marktæk áhrif á áhrifaþætti hjartaáfalls. Tilraunum er ólokið en komist lyfið á markað mun verðmæti fyrirtækisins margfaldast að því er stjórnendur þess segja. HEILBRIGÐI Íslensk erfðagreining er komin vel á veg í þróun lyfs sem getur fyrirbyggt hjartaáföll. Tilraunum er ekki lokið en niður- stöður nýjustu rannsókna lofa góðu. Verð á bréfum í Decode hækkaði talsvert eftir að fréttirn- ar voru kunngerðar. Íslensk erfðagreining kynnti í gær helstu niðurstöður prófana á tilraunalyfinu DG031 en 172 sjúklingar á hjartadeild Landspít- ala-háskólasjúkrahúss tóku þátt í tilraununum. Niðurstöðurnar sýna að lyfið hefur tilætlaða virkni á fleiri en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammta- stærðir lyfsins sem prófaðar voru minnkuðu styrk tiltekins bólguvaka en erfðarannsóknir ÍE hafa sýnt fram á að þessi bólgu- vaki tengist aukinni hættu á hjartaáfalli. Þetta bendir til þess að lyfið geti minnkað líkurnar á því að fólk fái hjartaáfall en þó á eftir að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Engar alvarleg- ar aukaverkanir komu í ljós í lyfjaprófununum. Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, er uppgötvunin einn merkasti áfanginn í sögu fyrir- tækisins. „Hugmyndin með fyrirtækinu var sú að við gætum einangrað erfðavísa sem leiða til algengra sjúkdóma og nú hafa fyrstu skrefin verið tekin til að þróa lyf á grundvelli slíkra rann- sókna. Þetta er að ég held í fyrsta sinn í heiminum sem að menn hafa tekið meingen erfðavísis sem fylgir áhætta á sjúkdómi og notað það til að hanna lyf sem hefur verið tekið í gegnum klínískar rannsóknir.“ Kári segir að efnahagslegar forsendur Íslenskrar erfðagrein- ingar myndu gjörbreytast ef fyrirtækinu tækist að koma lyf- inu á markað en líkurnar á því hafa margfaldast við fund erfða- vísisins mikilvæga. Kári útilok- aði ekki samstarf við önnur lyfja- fyrirtæki á lokasprettinum en sagði jafnframt að þau yrðu þá að gera ÍE gott tilboð því fyrirtækið hafi borið alla áhættuna fram að þessu. Viðskipti með bréf í Decode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, tóku mikinn kipp þegar tíðindin spurðust út en um gengi þeirra má nánar lesa aftar í blaðinu. Þriðja og síðasta stig prófana á virkni lyfsins hefst á næstunni og er markmið þeirra að kanna hvort lyfið fækki hjartaáföllum í hópi þátttakenda. Ef allt gengur að óskum verður lyfið sett á markað eftir 3-5 ár. sveinng@frettabladid.is Nýja lyfið: Mikil rann- sóknarvinna HEILBRIGÐI Þótt rannsóknir ÍE á lyfinu DG031 hafi aðeins staðið yfir í tæpt ár þá má segja að öll saga fyrirtækisins hafi miðað að þessum áfanga. Erfitt er að meta fjölda þess starfsfólks sem hefur komið að verkinu en víst er að það teygir anga sína víða. Erfðafræði- rannsókna- og lyfjaþróunardeildir ÍE hafa borið hitann og þungann af vinnunni en starfsfólk á sviði tölfræði, aðgerðagreiningar, tölvumála og jafnvel ættfræði hafa einnig komið að málum. Þá er ótalinn þáttur starfsfólks Land- spítala-háskólasjúkrahúss. - shg ■ EVRÓPA BRETAR Í BASRA Breskir hermenn taka sér líklega stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers. Herflutningar: Bretar fara nær Bagdad ÍRAK, AP Bretar hafa skilning á vanda Bandaríkjahers í Írak og líta vinsamlegum augum á beiðni þeirra um að breskir hermenn taki sér stöðu á herstjórnarsvæði Bandaríkjahers svo Bandaríkja- menn geti ráðist af meiri krafti gegn vígamönnum. Þetta sagði Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands í gær. Því má telja lík- legt að Bretar taki sér stöðu nær Bagdad en hingað til. Ítalir eru hins vegar ekki jafn jákvæðir í garð Bandaríkja- manna. Antonio Martino varnar- málaráðherra sagði í gær að það kæmi ekki til greina að flytja ítal- ska hermenn nær Bagdad þar sem mikið hefur verið um árásir. ■ Veiðiferð: Björn drap veiðimann SVÍÞJÓÐ Björn banaði veiðimanni nyrst í Svíþjóð. Maðurinn hafði farið ásamt fimm félögum sínum til að veiða elgi en var einn þegar björninn réðist á hann. Að sögn sænska Aftonbladet er talið að veiðimaðurinn og hundur hans hafi raskað ró bjarnarins sem var lagstur í hýði. Við það hafi björninn reiðst og ráðist á veiðimanninn sem náði að skjóta björninn einu sinni. Það stöðvaði þó ekki björninn sem sló manninn í höfuðið og er talið að hann hafi látist samstundis. Björninn stóð síðan vörð um líkið þar til hann drapst sjálfur. - bþg SJÁLFSMORÐ ALGENGASTA DÁN- ARORSÖKIN Sjálfsmorð kostar fleiri írska og norður-írska ung- linga lífið en nokkur önnur dán- arorsök samkvæmt nýrri skýrslu sem birt var í gær. Þrír af hverj- um tíu 15 til 24 ára einstaklingum sem látast fremja sjálfsmorð. Sjálfsmorð eru í fyrsta sinn tíðari dánarorsök en bílslys. BJÖRN DREPUR KONU Björn barði konu til bana og særði sjö til viðbótar alvarlega þegar hann gekk berserksgang nærri borg- inni Brason í Transylvaníu í Rúmeníu. Rannsókn á birninum leiddi í ljós að hann þjáðist af hundaæði. SJÁVARÚTVEGUR Fiskmarkaður hefur verið opnaður á Siglufirði. Ólafur Kárason, formaður bæjarráðs Siglufjarðar, segir að markaðurinn sé opnaður vegna aukinnar fisk- gengdar á miðunum fyrir norðan land. „Ýsu- og þorskveiði hefur verið að aukast og við vonum að tölu- verðum hluta aflans verði landað á Siglufirði,“ segir Ólafur. „Þetta fer mjög vel af stað. Við bindum miklar vonir við markaðinn, þar sem Siglufjörður liggur mjög vel við miðunum hér fyrir norðan. Þá opnar markaðurinn ákveðna mögu- leika fyrir útgerðarmenn og fisk- verkendur.“ Siglufjörður var töluvert í frétt- um um síðustu mánaðamót þegar Þormóður rammi - Sæberg ákvað að hætta rækjuveiðum í bili vegna lélegrar veiði. Ólafur segir at- vinnuástandið alls ekki vera alslæmt. „Aðkomubátar hafa verið að sækjast eftir því að róa frá Siglu- firði og við höfum verið að bæta aðstöðuna fyrir þá og þar með auka atvinnutækifærin í bænum.“ ■ Siglfirðingar auka atvinnutækifærin: Opna nýjan fiskmarkað FISKMARKAÐURINN Á SIGLUFIRÐI Steingrímur Óli Hákonarson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins, og Hafþór Kolbeins- son starfsmaður afgreiða sextán tonn af fiski. Að fiskmarkaðnum standa Þormóður rammi - Sæberg, GM fiskverkun, Norður- frakt og Steingrímur Óli. KÁRI STEFÁNSSON Kári segir uppgötvun fyrirtækisins vera eina þá merkilegustu í sögu þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ÍSLENSK ERFÐAGREINING Fyrirtækið fékk nýtingarrétt á lyfinu DG301 fyrir tæpu ári síðan, en því hefur ekki enn verið gefið nafn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.