Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 16
16 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
BÚRIÐ HREINSAÐ
Tígrisdýr horfa á meðan starfsmaður dýra-
garðs í Chonburi-héraði í Taílandi hreinsar
vistarverur þeirra. Meira en tuttugu tígris-
dýr í dýragarðinum hafa látist af völdum
fuglaflensu.
Herstöðvaandstæðingar:
Samfylking komi
út úr skápnum
STJÓRNMÁL Samtök herstöðvaand-
stæðinga saka Samfylkinguna um
að „bera kápuna á báðum öxlum“ í
nýjum hugmyndum framtíðar-
hóps flokksins í varnarmálum.
Stefán Pálsson, formaður Sam-
taka herstöðvaandstæðinga, segir
að sú leið sem lögð sé til minni
nokkuð á svokallaða „fataskipta-
leið“ sem framsóknarmenn að-
hylltust á áttunda áratugnum. „Ef
marka má fréttir vill Samfylking-
in halda í varnarsamninginn en
losna við herinn. Það er mótsagna-
kennt, enda gengur varnarsamn-
ingurinn fyrst og fremst út á
rekstur Bandaríkjamanna á þess-
ari sömu herstöð.“
Stefán segir að fyrir þingkosn-
ingarnar 1999 hafi Samfylkingin
viljað leyfa Bandaríkjamönnum
að fara ef þeir vildu. „Þá var ekki
minnst á varnarsamninginn.“
Stefán segir að sífellt fleiri í
forystu Samfylkingarinnar sjái
hve fáranlegt það sé að reyna að
ríghalda í bandaríska herstöð.
„Hins vegar teldi ég það mun
æskilegra og hreinlegra að flokk-
urinn segði það berum orðum í
stað þess að reyna að bera kápuna
á báðum öxlum.“ -ás
Reykjavík að verða
alþjóðleg rokkborg
Yfir eitt þúsund útlendingar koma til landsins gagngert til að fara á tónleika á Iceland
Airwaves-hátíðinni sem hefst í dag. Erlendum gestum hefur fjölgað undanfarin ár.
Reykjavík hefur sterka ímynd sem borg áhugaverðrar tónlistar.
MENNING Iceland Airwaves-hátíð-
in var fyrst haldin árið 1999. Þá
voru rétt rúmlega þúsund manns
samankomnir eina kvöldstund í
Flugskýli fjögur á Reykjavíkur-
flugvelli og hlustuðu á leik
þriggja erlendra hljómsveita og
fjögurra íslenskra. Nú, fimm
árum síðar, stendur hátíðin í
fimm daga, hún
er haldin á sex
stöðum í miðborg
Reykjavíkur og
fram koma 137
hljómsveitir, sól-
óistar og plötu-
snúðar. Meiri-
hlutinn er ís-
lenskur en 22
koma utan úr
heimi.
Þorri gesta í
flugskýlinu forð-
um var íslenskur en nú hafa yfir
þúsund útlendingar keypt sér
miða í gegnum
söluskrifstofur
Icelandair aust-
an hafs og vest-
an og viðbúið
að enn fleiri
hafi komið til
landsins á eigin
vegum og fest
sér miða á Ís-
landi. Von er á
um 150 fjöl-
miðlamönnum,
sem er talsverð
aukning frá því
sem var í fyrra.
Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri er ánægður með tónlistar-
veisluna enda kærkomin viðbót
við annað sem laðar útlendinga
til landsins. „Alllir viðburðir eru
góðir, ekki síst þeir sem haldnir
eru utan háannatíma.“ Magnús
segir erfitt að meta sérstaklega
gagnsemi landkynningarinnar
sem af Iceland Airwaves hlýst
enda koma yfir átta hundruð
blaðamenn til landsins á ári
hverju og skrif þeirra renna oft
saman við annað. „Við höfum
hins vegar ekki séð þess merki
að tónlistin ein og sér dragi fólk
til Íslands. Þegar við spyrjum
erlenda gesti hvers vegna þeir
komu til landsins er það lang-
oftast vegna náttúrunnar. Við
eigum enn eftir að sjá það svart á
hvítu að tónlist hafi þar eitthvað
að segja, en sá dagur kann að
koma,“ segir Magnús.
Þróast frá ári til árs
Fyrirtækið Hr. Örlygur annast
framkvæmd Iceland Airwaves
en Icelandair og Reykjavíkur-
borg styðja myndarlega við bak-
ið á hátíðinni. Í fyrra féllst borg-
in á að leggja fimmtán milljónir
króna til verkefnisins á fjórum
árum og verðmæti framlags
Icelandair er metið á um tíu
milljónir á ári. Er það fólgið í
farseðlum, kynningarstarfi og
beinhörðum peningum.
Þorsteinn Stephensen hjá Hr.
Örlygi unir nokkuð glaður við
sitt. Tvö þúsund og fimm hund-
ruð miðar eru í boði og ógjörn-
ingur, eins og sakir standa, að
fjölga þeim. „Við seljum í raun
,,Von er á
um 150
fjölmiðla-
mönnum,
sem er tals-
verð aukn-
ing frá því
sem var í
fyrra.
TRYGGINGASTOFNUN
Útgjöld eru sögð hafa stóraukist vegna
kostnaðar við sjúkraþjálfun.
Tryggingastofnun:
Um 2,4
milljarðar í
sjúkraþjálfun
HEILBRIGÐISMÁL Áætlað er að
Tryggingastofnun muni greiða
um 1,4 milljarða króna vegna
sjúkraþjálfunar á þessu ári, að
því er fram kemur á fréttavef
stofnunarinnar. Er það rúmum
milljarði meira en hún greiddi af
sömu sökum fyrir tíu árum.
Orsakir þessarar aukningar
eru sagðar margþættar. Viðhorf
lækna og sjúklinga til sjúkra-
þjálfunar hafi breyst. Sjúkrahús
hafi í auknum mæli útskrifað
sjúklinga fyrr en áður og endur-
hæfing þeirra því flust yfir til
sjúkraþjálfara. Þá hafi öryrkjum
fjölgað umtalsvert, sem er talinn
hluti skýringar á auknum kostn-
aði TR vegna sjúkraþjálfunar-
innar. ■
bætum vi› einni
viku. útsölulok ver›a
flví 27 október.
opnunartími:
virka daga kl. 11 - 18
laugardaga 11 - 16
(loka› sunnudag)
nike lagersala allt a› 70% afsláttur
n‡legar vörur a.m.k. 40% afsláttur
n‡jar vörur 20% afsláttur
peysa.........
buxur.........
gallar.........
bolir...........
skór...........
sundbolir...
bolir.........
buxur.......
peysur......
1990
1990
4990
990
1990
790
Ver›dæmi
490
1490
1490
Ver›dæmi
n‡jar vörur
www.ithrottabudin.com
extra afsl. af útsöluvörum á kassa,
a›eins sí›ustu dagana. Fleiri vörur komnar!
20%
daglega
STEFÁN PÁLSSON
Herstöðvaandstæðingar vilja að Samfylking kveði skýrt upp úr um herinn á Miðnesheiði.
ICELAND AIRWAVES 2003
Von er á mun fleiri útlendingum á hátíðina í ár en í fyrra.
MAGNÚS
ODDSSON
„Tónlistin ein og sér
dregur fólk ekki til
Íslands.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R