Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 18
18 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
MÓTMÆLT Í LA PAZ
Frumbyggjar Bólivíu flykktust til höfuð-
borgarinnar La Paz til að krefjast réttar-
halda yfir Gonzalo Sanchez de Lozada,
fyrrum forseta, sem þeir segja bera ábyrgð
á dauða 56 manns í blóðugum mótmæl-
um fyrir ári síðan. Þeir hvöttu þingið líka til
að samþykkja þjóðnýtingu gasauðlinda
Bólivíu.
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra segir að um-
mæli Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur um að Framsóknarflokkur-
inn sé „ömurlegur flokkur“ boði
ekki gott. Aðspurður um framtíð
R-listans segir Halldór að sam-
starfið hafi gengið vel. Framtíð
þess verði ákveðin á vettvangi
flokksins í Reykjavík og ótíma-
bært að vera með yfirlýsingar um
það.
„Það eru skiptar skoðanir um
það og hafa verið lengi. Það er
nauðsynlegt að traust sé á milli
aðila.“
–Ríkir traust?
„Já, að vissu leyti, en það boðar
aldrei gott ef samstarfsflokkur er
kallaður ömurlegur eins og heyrð-
ist hjá varaformanni Samfylking-
arinnar. Ég hef ekki heyrt slík orð
hjá samstarfsmönnum mínum í
garð hennar eða hennar flokks.“
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét
þessi orð falla í þættinum Silfri
Egils á Stöð 2 á sunnudag. „Þetta
datt út úr mér en auðvitað segir
maður ekki svona um virðulegan
stjórnmálaflokk. Hins vegar
stend ég við að mér finnst niður-
læging hans mikil í samstarfinu
við Sjálfstæðisflokkinn.“ -ás
TÍBET „Tíbet er vanþróað land. Það
er stórt land og ríkt að náttúru-
auðlindum en okkur skortir tækni
og þekkingu til að nýta þær. Því er
það svo að ef við verðum áfram
hluti Kína getum við notið góðs af
því, að því tilskyldu að Kína taki
tillit til menningar okkar og um-
hverfis og veiti okkur einhverjar
tryggingar fyrir því,“ sagði Dalai
Lama í viðtali við tímaritið Time.
Í viðtalinu sagði Dalai Lama að
mörgum Tíbetum þætti sem hann
hefði svikið þá með því að gefa
eftir baráttuna fyrir sjálfstæði
landsins sem Kínverjar hernámu
fyrir rúmlega hálfri öld síðan.
Hann sagði hins vegar að það
væri í þágu Tíbeta sjálfra að vera
áfram innan Kína, en þó því að-
eins að Kínverjar veittu Tíbetum
meiri réttindi en hingað til.
„Þrátt fyrir nokkrar framfarir
í efnahagslífi og þróun búum við
enn við alvarlegar ógnir gagnvart
hefðum okkar, trúfrelsi og um-
hverfinu. Á landsbyggðinni er
ástand mennta- og heilbrigðis-
kerfisins mjög slæmt. Þetta er
líkt og hið mikla bil milli ríkra og
fátækra í Kína,“ sagði hann um
stöðu mála í Tíbet.
- bþg
■ NORÐURLÖNDUngur Norðmaður:
Nefnir sig
eftir Keikó
NOREGUR Ungur Norðmaður hefur
látið breyta nafni sínu í Keik-
oburger, eða Keikóborgara upp á
íslensku. Hann segir þetta frá-
bært því nú geti hann fengið út-
gefið vegabréf og ökuskírteini
með einstæðu nafni.
Espen Keikoburger Scheide
segist hafa fengið hugmyndina
þegar hann var inni á vef skatta-
yfirvalda. „Þá sá ég eyðublað
fyrir nafnabreytingu. Ég trúði
ekki að ég fengi nafnið sam-
þykkt,“ sagði hann í samtali við
norska blaðið Verdens Gang.
Keikóborgaranafnið hefur hann
notað sem kenninafn á netinu og í
framhaldi af þessu í almennum
samskiptum við fólk.
- bþg
Hreinna gólf og beinna bak
Verð með VSK.
3.725 kr.
• Þvottavatn í einu hólfi
• Skolvatnið i öðru hólfi
• Fótstigin rúllupressa
Tveggja hólfa Rocket-ræstifatan
(15 l) hefur fótstigna rúllupressu
sem kemur í veg fyrir hokur við
þrifin. Einföld og þægileg lausn
fyrir heimilið og minni
svæði hjá stofnunum
og fyrirtækjum.
INGIBJÖRG SÓLRÚN Kallaði Framsókn
„ömurlegan stjórnmálaflokk“ í Silfri Egils.
„Auðvitað segir maður ekki svona,“ segir
hún eftir á.
Halldór gagnrýnir Ingibjörgu Sólrúnu:
Varaformaðurinn tekur orð sín aftur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/T
EI
TU
R
VANHANEN Í SJÚKRALEYFI Lækn-
ar skipuðu Matti Vanhanen, for-
sætisráðherra Finnlands, að taka
sér nokkurra daga frí frá störf-
um eftir að hann greindist með
blóðtappa.
STOLIN ÆVISAGA Útgefandi
danskrar ævisögu um Henry
Kissinger, fyrrum utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, hefur aft-
urkallað hana úr búðum. Ástæðan
er sú að dagblaðið Berlingske
Tidende hefur sakað höfund bók-
arinnar um ritstuld úr eldri ævi-
sögu Kissingers.
MÓTMÆLI HJÁ SAAB Nokkur þús-
und starfsmenn í síðustu bíla-
verksmiðju Saab í Svíþjóð lögðu
niður störf í tvo klukkutíma til að
ræða þá stöðu sem er komin upp
í verksmiðjunni. Sex þúsund
manns vinna í verksmiðjunni og
fækka á um fimm hundruð
manns á næsta ári.
Dalai Lama segir sjálfstæði ekki lausnina fyrir Tíbet:
Framtíðin betri
innan Kína
DALAI LAMA MEÐ KARLI BRETAPRINS
Dalai Lama hefur búið utan heimalands síns um nærri hálfrar aldar skeið. Lengst af barð-
ist hann fyrir sjálfstæði Tíbets en nú vill hann tryggja hagsmuni þess innan Kína.
INDLAND, AP Indverskur glæpa-
maður sem sakaður er um að
hafa myrt meira en 130 manns á
nokkurra áratuga glæpaferli
sínum var skotinn til bana í skot-
bardaga við lögreglu í fyrri nótt.
Þar með lauk nærri fjörutíu ára
glæpaferli hans sem varð
kveikjan að gerð kvikmyndar og
tilefni margra samsæriskenn-
inga.
Hinn sextugi Koose Muniswa-
my Veerappan fékkst aðallega
við smygl á fílabeini og sjald-
gæfum sandelviði. Hann átti í
stöðugum útistöðum við lög-
reglu á þessu tímabili og var
stærstur hluti þeirra á annað
hundrað einstaklinga sem hann
myrti lögreglumenn. Hann er
einnig sagður hafa hengt alla þá
sem hann grunaði um að njósna
um sig fyrir lögreglu.
Veerappan varð frægur fyrir
glæpi sína og lán sitt við að
sleppa úr greipum lögreglunnar.
Frægð hans var sögð jafnast á
við frægð helstu kvikmynda-
stjarna Indlands og það varð
ekki til að draga úr frægð hans
þegar hann rændi einum fræg-
asta leikara landsins.
Lán hans við að sleppa úr
höndum lögreglu virtist, þar til í
fyrri nótt, engan enda ætla að
taka og hallast því margir að því
að hann hafi notið verndar
stjórnvalda eða stjórnenda lög-
reglunnar. Engin staðfesting
hefur þó fengist á því. ■
Nær fjörutíu ára glæpaferli lauk í skotbardaga:
Sögufrægur glæpamaður skotinn
FJÖLMENNI Á VETTVANGI
Margir lögðu leið sína á staðinn þar sem
Koose Muniswamy Veerappan háði síðasta
skotbardaga sinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »