Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 22
Guðfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands mun halda Hugvísindaþing
2004 föstudaginn 22. október og laugardaginn 23. október. Aðgangur er
ókeypis og er dagskrá að finna á vefsíðunni hugvis.hi.is.
Námskeið í hársnyrtingu:
Slétt hár og mjúkar línur
Íslenskt og bandarískt fagfólk í
hárgreiðslu hafði vinnubúðir á
Grand hóteli um síðustu helgi
fyrir norska kollega sína sem
flykktust hingað tugum saman á
haustnámskeið í greininni.
„Romantic/pönkirissm“ heitir
línan sem lagt var upp
með og unnið út frá,
að sögn Elsu Har-
aldsdóttur, hár-
greiðslumeistara í Salon Veh.
Stofan hennar var ein þriggja
stofa sem undirbjuggu nám-
skeiðið fyrir Ís-
lands hönd og
lögðu þar fram
vinnu. Hinar
voru Mojo/Monroe og Rauðhetta
og úlfurinn. Elsa segir útfærsl-
urnar hafa verið margvíslegar á
rómantísku pönklínunni. „Þarna
var leikið með miklar andstæður
í hári. Mjög snöggklippt hár á
móti meiri lengd, slétt hár og
mjúkar línur,“ segir hún og
kveðst afar ánægð með árangur-
inn af námskeiðinu. ■
Íslendingar í Evrópukeppni:
Hlutu gull og silfur
Tveir Íslendingar tóku þátt í
keppni Evrópusamtaka hótel-
og ferðamálaskóla um síðustu
helgi í Bled í Slóveníu og
frammistaða þeirra var glæsi-
leg. Guðrún Birna Brynjars-
dóttir, nemi á ferðamálabraut,
fékk gull í keppni um ferða-
kynningar og Svanur Már
Scheving bakaranemi silfur í
keppni um gerð eftirrétta. Þau
eru bæði nemendur við
Menntaskólann í Kópavogi. Í
samtökunum eru 350 skólar í
40 löndum og um helmingur
skólanna tók þátt í keppninni í
ár. Að sögn Sigríðar Þrúðar
Stefánsdóttur, fagstjóra ferða-
greina hjá MK, sem fór með ís-
lensku nemendunum hefur
Menntaskólinn í Kópavogi
verið í samtökunum í 7 ár og
þetta er sjötta árið sem hann
kemur heim með verðlaun.
Þetta er þó í fyrsta sinn sem
báðir fulltrúar Íslands komast
í toppsæti. „Þessi frammistaða
sýnir á hvaða stigi okkar skóli
er í samanburði við aðra enda
er virkilega tekið eftir fólkinu
okkar í þessum keppnum,“
segir Sigríður Þrúður.
Við slógum á þráðinn til
Guðrúnar Birnu, sem var að
vonum ánægð með árangurinn.
Ferðakynningin var liðakeppni
þar sem tíu lið tóku þátt og hún
kveðst hafa verið í liði með
tveimur stúlkum og einum
strák. Stúlkurnar voru frá Ítal-
íu og Hollandi og strákurinn
frá Króatíu. „Við áttum að sýna
hvernig við ætluðum að sann-
færa landa okkar um að heim-
sókn til Slóveníu og þá sérstak-
lega Bled væri eftirsóknar-
verður kostur og höfðum einn
dag til að undirbúa okkur.
Reyndum að hafa kynninguna
líflega og settum upp smá leik-
rit,“ segir hún. „Það sló alger-
lega í gegn.“
gun@frettabladid.is
Guðrún Birna og Svanur Már stóðu
sig frábærlega í keppninni. Þau eru
bæði á síðustu önn í MK.
Rómantíska stefnan í allri sinni dýrð. Pönkið allsráðandi. Baldur Rafn Gylfason, annar eigandi
Mojo/Monroe, með hendur í hári eins
módelsins.
Módel íslensku hárgreiðslumeistaranna sem sýndu rómantísku pönklínuna. Fatnaðurinn var frá Uniformi og Kron.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA