Fréttablaðið - 20.10.2004, Page 30
Hart í útgáfuheimi hér
Nýir eigendur Fróða munu hafa leitað til nokkurra
kröfuhafa og boðið þeim að greiða fjórðung
þeirrar upphæðar sem fyrirtækið skuldar. Nýi eig-
andinn er prentsmiðjan Oddi. Oddi var væntan-
lega stór kröfuhafi í Fróða áður en fyrirtækið var
keypt og óvíst um hve mikið af þeim skuldum fé-
lagið fær. Tímarit Fróða halda áfram að koma út
en líklegt er að Oddi hyggist ekki eiga fé-
lagið til langframa og leitar nú leiða til að
hnýta lausa enda áður en hægt verður
að ganga frá sölu til áhugasamra fjár-
festa.
Dagskrá vikunnar - Dagskráin
Þá eru einnig væringar í útgáfu Dag-
skrár vikunnar. Blaðið hefur komið út
í nokkur ár og séð fólki fyrir sjónvarpsdag-
skrá og ágætum afþreyingarskrifum.
Nýjasta tölublaðið kemur hins vegar út
undir nýju nafni. Það heitir nú Dagskráin
og útgefandinn er dagskrain.is en var
áður Þyrnirós ehf. Sömu níu starfsmennirnir eru
hins vegar á bak við útgáfuna. Ólíklegt er
að þessar breytingar komi til vegna vel-
gengni í rekstrinum.
Nýr framkvæmdastjóri hjá
Landsbankanum
Landsbankinn tilkynnti í gær um breyt-
ingar á skipulagi. Hermann Jónas-
son tekur við starfi fram-
kvæmdastjóra í nýstofnuðu
sölu- og markaðssviði bankans.
Í frétt frá bankanum kemur
fram að til standi að efla sölu-
og markaðssvið Landsbankans
og aðlaga skipurit bankans á
nokkrum sviðum að þeirri
áherslubreytingu. Í gær var
einnig tilkynnt um stofnun sviðs
einkabankaþjónustu og skattaráð-
gjafar. Þar verður Ingólfur Guð-
mundsson framkvæmdastjóri.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 3849
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 403
Velta: 949 milljónir
+0,10%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Samræmd vísitala neysluverðs í
september var 2,8 prósentum
hærri en í fyrra. Þetta komr fram á
vef Hagstofu Íslands í gær. Verð-
bólgan hér er því hærri en að
meðaltali í EES löndnunum en þar
var meðalhækkunin tvö prósent á
sama tímabili.
Atorka er komið með yfir níu-
tíu prósent hlut í Sæplasti. Atorka
gerði hluthöfum yfirtökutilboð
þann 24. september sl.
Hlutabréf í Þýskalandi tóku kipp
upp á við í gær. DAX vísitalan
hækkaði um 1,25 prósent og er
nú 3.964 stig.
Síld og fiskur hafar gert samn-
ing um kaup á búnaði frá Marel
til notkunar við úrbeiningu og
snyrtingu á svínakjöti. Stefnt er að
því að uppsetningu verði lokið í
janúar á næsta ári.
22 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Greiningardeild Landsbankans
sér fleira en hagvöxt og hamingju
í spilum efnahagslífsins á næst-
unni. Greiningardeildin óttast að
verðbólga rjúki upp árið 2006 og
hefur áhyggjur af því að tök á
efnahagsmálum séu ekki nógu
hörð og að hagvaxtarverkirnir
kunni að vera þungbærir við lok
núverandi uppsveiflu.
Á fjölsóttum morgunverðar-
fundi í gær fóru fulltrúar grein-
ingardeildarinnar yfir forsendur
hagspár bankans til næstu sex
ára. Björn Rúnar Guðmundsson,
hagfræðingur hjá Landsbankan-
um, segir að margt í umhverfi
efnahagsmála bendi til þess að
stormasöm aðlögun kunni að
fylgja núverandi uppsveiflu.
Að mati Björns Rúnars hefur
hið opinbera ekki stillt fram-
kvæmdir sínar nægilega vel í takt
við hagsveifluna. Þannig hafa
opinberar framkvæmdir jafnan
verið meiri í uppsveiflu en sam-
kvæmt hefðbundnum hagstjórn-
arkenningum ætti þessu að vera
öfugt farið. Þá segir hann að áætl-
aður tekjuafgangur á næsta ári sé
ekki nægjanlegur.
„Við hefðum viljað sjá meiri
afgang. Við tökum ekki afstöðu til
þess hvernig menn ætla að ná
þessum afgangi. Við bara segjum
sem svo að þetta er tæki sem þarf
að beita við þessar aðstæður. Það
er ákveðinn afgangur sem er
settur fram. Sé hann borinn sam-
an við afganginn sem var síðast
þegar það var uppsveifla þá stef-
na menn að því að vera með minni
afgang núna og það er það sem
við höfum áhyggjur af. Að það
verði ekki nóg,“ segir hann.
Hættan sem felst í of miklum
hagvexti felst í því að eftirspurn í
hagkerfinu verði meiri en fram-
leiðsluþættir geti sinnt. Það veld-
ur því að verð á vörum, þjónustu
og vinnuafli hækkar. Að mati
Björns Rúnars eru þá ákveðnir
þættir í núverandi stöðu sem
kunna að draga úr slíkum áhrif-
um og nefnir hann sérstaklega
ástand á vinnumarkaði. Hagvexti
undanfarinna ára hefur ekki fylgt
mikil fjölgun starfa og því megi
gera ráð fyrir að enn sé nokkur
hópur fólks sem sé reiðubúinn að
vinna.
Þá segir Björn að fjölgun í
hópi erlendra starfsmanna hafi
jákvæð áhrif á efnahagshorfurn-
ar. „Við erum búin að læra að
nýta okkur erlenda vinnuaflið
þannig að það er einhvers konar
alþjóðavæðing í þeim efnum. Það
er nokkuð sem mun örugglega
hjálpa okkur mjög mikið,“ segir
hann.
thkjart@frettabladid.is
vidskipti@frettabladid.is
Peningaskápurinn…
Actavis 51,20 -0,58% ... Bakkavör
28,20 - ... Burðarás 15,00 +0,33% ... Atorka 5,55 0,91% ... HB Grandi
7,40 - ... Íslandsbanki 11,65 - ... KB banki 505,00 +0,80% ... Landsbank-
inn 14,80 -0,67% ... Marel 53,80 -0,37% ... Medcare 6,25 - ... Og fjar-
skipti 3,78 - ... Opin kerfi 27,20 +0,74% ... Samherji 13,60 - ... Straumur
9,80 - ... Össur 94,50 -0,53%
Áhyggjur af vaxtarverkjum
Sæplast 6,36%
Kögun 1,58%
Atorka 0,91%
Landsbankinn -0,67%
Actavis -0,58%
Össur -0,53%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
nánar á visir.is
Ef Decode nær að þróa og markaðs-
setja hjartalyfið DG031 mun það
hafa veruleg áhrif á rekstur fyrir-
tækisins í framtíðinni. Fréttir um
að öðrum fasa lyfjaþróunar væri
lokið ollu snarpri hækkun á verði
hlutabréfa í fyrirtækinu á Nasdaq
markaðinum í gær.
Hlutabréfin hækkuðu töluvert í
viðskiptum fyrir opnun kauphallar-
innar í New York en gengu að miklu
leyti til baka eftir því sem leið á
daginn. Töluvert mikil viðskipti
voru með bréfin í gær.
Að sögn Guðmundu Óskar Krist-
jánsdóttur hjá greiningardeild
Landsbankans kom á óvart að bréf-
in hafi ekki hækkað meira og vísar
hún til þess að í september hafi
hlutabréf í Atherogenics hækkað
um áttatíu prósent í kjölfar
áþekkra frétta. Hugsanlega skýrist
það af því að stofnanafjárfestar
hafi litið til fréttanna sem tækifær-
is til að koma bréfum í Decode í
verð. Þá kom það fram í Hálf fimm
fréttum KB banka í gær að síðasti
fasi lyfjaþróunar, sem ekki er enn
kominn í gang, sé sá dýrasti og um-
fangsmesti og líklegastur til að
sigla þróunarferlinu í strand. Þetta
kunni að skýra hófstillt viðbrögð
fjárfesta við tíðindunum.
„Þeir eru komnir mjög langt þótt
stærsti hjallinn sé enn þá eftir.
Eftir fasa þrjú koma svo leyfisum-
sóknir, markaðssetning og sala
lyfsins. Þá verða þeir búnir að
breyta vísindalegri niðurstöðu í
viðskiptalegt tækifæri og þar
liggja miklir tekjumöguleikar,“
segir Guðmunda Ósk Kristjánsdótt-
ir.
- þk
GUÐMUNDA ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR
Segir að Decode sé komið langt á veg
með þróun lyfsins en stærsti hjallinn sé
enn þá eftir.
Bjóst við meiri hækkun
Sérfræðingur í verðbréfavið-
skiptum segist hafa búist við
að bréf í Decode hækkuðu
meira í kjölfar frétta í gær.
FYLGJAST SPENNTIR MEÐ Fjöldi manns hlýddi á umfjöllun Landsbankans um hagspá næstu ára á morgunverðarfundi í gær.
Greiningardeild Lands-
bankans vill sjá meira að-
hald í ríkisfjármálum og ótt-
ast ofþenslu í efnahagslífinu.
Fjölgun í erlendu vinnuafli
mun hafa jákvæð áhrif á
hagsveifluna.
Nýtt hlutafé
í Bakkavör
Bakkavör hyggst bjóða fjárfest-
um að kaupa nýtt hlutafé að
nafnvirði 790 milljónir króna.
Tillaga um heimild til slíkrar
hækkunar liggur fyrir hluthafa-
fundi sem haldinn verður á
fimmtudag í næstu viku.
Miðað við gengi bréfa Bakka-
varar á markaði má gera ráð
fyrir að verðmæti hinna nýju
hluta verði á bilinu 20 til 22
milljarðar króna. Nær fullvíst er
talið að þessi hlutafjáraukning
verði notuð til að fjármagna
kaup á breska matvælafyrirtæk-
inu Geest.
Núverandi hluthafar munu
hafa forkaupsrétt á stærstum
hluta nýja hlutafjárins. Í tillögu
stjórnar er þó gert ráð fyrir að
stjórnin geti selt starfsmönnum
og aðilum sem tengjast félaginu
hlutafé fyrir fjörutíu milljónir
að nafnvirði. - þk