Fréttablaðið - 20.10.2004, Side 31
23MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004
ISDN POSAR
Heimildarbeiðni tekur aðeins
3-5 sek. í stað 20-30 sek.
Allt að átta posar í einu
Hver heimild kostar
aðeins 1 kr. í stað 4 kr.
Fyrirtæki og verslanir sem nýta posa í starfsemi sinni geta
breytt venjulegri símalínu í ISDN stafræna símatengingu.
Með ISDN stafrænni símatengingu stóraukast afköstin á
álagspunktum og þar af leiðandi þjónustan um leið.
Fáðu nánari upplýsingar í síma 800 4000 eða á siminn.is.
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
/
s
ia
.i
s
/
N
M
1
1
8
1
8
Nemendur í Háskólanum í
Reykjavík fá ókeypis aðgang
að gögnum Kauphallarinnar.
Nemendur Háskólans í Reykjavík
fá ókeypis aðgang að upplýsing-
um í á netinu af íslenskum fjár-
málamarkaði frá Kauphöll Ís-
lands. Samningur þessa efnis var
undirrituður fyrir skömmu og
nær hann til um 150 nemenda.
Auk þess að geta fylgst með
viðskiptum, tilboðum og fréttum
geta nemendur skoðað og greint
söguleg gögn, skoðað ársreikn-
inga og kennitölur félaga, gert
ýmiss konar samanburð á fjár-
festingarkostum og margt fleira.
„Það er frábært tækifæri fyrir
nemendur okkar að geta haft
sömu sýn á íslenskan fjármála-
markað og verðbréfamiðlarar og
aðrir fagmenn hafa,“ segir Þórdís
Sigurðardóttir, forstöðumaður
MBA-náms við HR. Þar að auki
styrkir þetta samkeppnisstöðu
Háskólans í Reykjavík enn frekar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallarinnar, tekur í sama
streng og segir það koma sér vel
að nemendur, sem margir hverjir
komi til með að starfa við fjár-
málamarkaði, fái þetta tækifæri
til að kynnast þeim upplýsinga-
kerfum sem notuð eru. Hann
segir því sjálfsagt að fella niður
gjöld til þess að veita nemendum
aðgang.
- th
HÁSKÓLINN Í REYJAVÍK Nemendur fá nú gjaldfrjálsan aðgang að gögnum frá Kauphöll Íslands.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Fá ókeypis aðgang
Um leið og frumvarp til fjárlaga var birt
1. október síðastliðinn gaf fjármálaráðu-
neytið út nýja þjóðhagsspá. Í spánni er
gert ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári
verði 5,5%, verðbólga 3%, atvinnuleysi
3% og viðskiptahalli nemi 7,25% af
landsframleiðslu.
Margir halda að því meiri sem hagvöxt-
urinn er, því betra. Vandamálið er að ef
hagvöxtur er umfram aukningu í fram-
leiðslugetu þá leiðir hann til ójafnvægis
sem síðar þarf að leiðrétta á einn eða
annan hátt. Þessar tölur sýna að þensla
er að skapast í þjóðarbúskapnum, þ.e.
hagvöxtur er meiri en framleiðslugeta
þjóðarbúsins stendur undir og því skap-
ast þrýstingur á verðlag og verðbólga
hækkar. Eftirspurn eykst umfram fram-
leiðslu og kemur það fram í auknum
innflutningi og þar með auknum við-
skiptahalla. Áætlun fjármálaráðuneytis
fyrir þetta ár lýsir því aukinni þenslu í
þjóðarbúskapnum.
Fjármálaráðuneytið sá hins vegar ekki
þessa þenslu fyrir ári síðan. Þá gerði
ráðuneytið ráð fyrir 3,5% hagvexti á
þessu ári, 2,5% verðbólgu, 2,5% at-
vinnuleysi og viðskiptahalla upp á 3,25%
af landsframleiðslu. Þessi mynd lýsir
ágætu jafnvægi í þjóðarbúskapnum og
er því allt önnur en nú er dregin upp.
Sem dæmi um hversu mikið spáin hefur
breyst á einu ári þá spáði fjármálaráðu-
neytið 4% vexti þjóðarútgjalda fyrir ári
síðan, en nú er gert ráð fyrir 8,25% vexti.
En hvað um komandi ár? Sú mynd sem
fjármálaráðuneytið dregur upp er afar
svipuð spánni fyrir þetta ár, þ.e. mikill
hagvöxtur eða 5% og verðbólga um-
fram verðbólgumarkmið eða 3,5%. Þá
er gert ráð fyrir ívið minna atvinnuleysi
en á þessu ári, eða 2,75%. Aftur á móti
er enn meira ójafnvægi í viðskiptum við
útlönd þar sem búist er við mesta við-
skiptahalla í hálfa öld, eða 11% af
landsframleiðslu. Spáin fyrir árið 2006
er næstum sú sama, nema viðskipta-
hallinn er sá mesti frá upphafi lýðveldis-
ins og hagvöxtur minni, þ.e. enn meira
ójafnvægi en á árunum 2004-5.
Í spá sinni gerir fjármálaráðuneytið ráð
fyrir þensluástandi næstu árin. Verð-
bólga er umfram verðbólgumarkmið og
mikill viðskiptahalli mun væntanlega
auka þrýsting á að gengi krónunnar
veikist og gæti því bætt enn í verðbólg-
una. Með styrkri hagstjórn væri hægt að
vinna á móti þenslunni og styðja við
stöðugleika í þjóðarbúskapnum. Ekki er
að sjá að fjármálaráðuneytið geri ráð
fyrir slíkum aðhaldsaðgerðum í sinni
spá.
ÞJÓÐARBÚSKAPURINN
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR
Er meiri hagvöxtur betri?
BYGGINGARFRAMKVÆMDIR „Margir halda að því meiri sem hagvöxturinn er því
betra. Vandamálið er að ef hagvöxtur er umfram aukningu í framleiðslugetu þá leiðir
hann til ójafnvægis sem síðar þarf að leiðrétta á einn eða annan hátt.“
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N