Fréttablaðið - 20.10.2004, Síða 33
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004 25
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700
Matarlist og leikhús
Leikhúsmatseðill
milli kl. 18.00 - 20.00
ÞrIggja rétta kvöldverður
á 4.500 kr.
Upplýsingar á www.holt.is
• • •
• • •
• • •
Náttúran er alltumlykjandi á
sýningu Tolla í Smiðjunni.
Í Smiðjunni – listhúsi við Ármúla
verður opnuð sýning á verkum
Tolla á morgun, fimmtudag. Sýn-
ingin ber heitið „Í ljósaskiptun-
um“ og segir Tolli að myndirnar
séu dálítið dramatísk minni úr
íslenskri náttúru og ferð sinni um
Strandirnar á kajak í sumar,
þegar hann reri með félögum sín-
um frá Ingólfsfirði og norður fyr-
ir Hornbjarg. „Ég sýni einnig
vatnslitamyndir sem ég málaði í
Aðaldalnum í Þingeyjarsýslu,“
segir hann, „þannig að náttúran er
alltumlykjandi.“
Það kveður við nokkuð nýjan
tón hjá Tolla á þessari sýningu frá
því sem áður hefur verið, hvort
heldur er í formum eða litum.
„Já, það eru fjögur eða fimm ár
síðan ég sýndi síðast hér í Reykja-
vík. Á þeim árum hefur ýmislegt
breyst. Ég hef verið að sýna víða
um Evrópu og einbeitt mér að því
að finna pláss fyrir myndir mínar
þar. Það er hins vegar gaman að fá
tækifæri til þess að sýna aftur hér
í Reykjavík.“
Tolli segir að myndirnar á sýn-
ingunni séu meira og minna sjáv-
ar- og veðramyndir. „Hitabylgju-
sumarið sem var á Íslandi í ár
gerði það að verkum að fyrir
norðan og vestan lagði inn haf-
þoku. Þegar leið á daginn fóru
skýin að leysast upp og sólin að
teikna inn í landið í gegnum slæð-
urnar. Þetta var ævintýralegt,
liggur við zen-búddískt ástand.
Kyrrð og mikilfengleiki í senn.
Svo voru það þessar gömlu mann-
vistarleifar; gamlar tóftir og
gamlar bryggjur inni í þessari
mögnuðu náttúru. Það er fátt sem
segir manni eins skýrt sögu þessa
lands og tilvistarbrot sem eru að
hverfa í tímann. Þau segja okkur
allt um það hvaðan við erum að
koma.
Verkin eru auðvitað bullandi
melankólía. Myndirnar eru
fremur sprottnar af tilfinninga-
legum foresendum en rökrænum.
Landslagið sem ég mála er ekki
endilega konkret fjall, heldur
sæki ég þetta inn í tilfinningalegt
minni, hræri saman ýsmum áhrif-
um og niðurstaðan er ákveðin nos-
talga – og í nostalgíunni eru oft
vegvísar um framtíðina. Við erum
alltaf að reyna að búa til eitthvað
nýtt, en þegar við stöndum á
krossgötum þurfum við að finna
leiðina áfram með því að fara
langt aftur. Þannig er það bæði
hvað varðar okkar persónulega líf
og í samfélaginu.“ sussa@frettabladid.is
Sólin teiknar landið í gegnum slæður
Eins konar
dagbók
Króatíski listamaðurinn Nica
Radic opnar sýningu á verki sínu,
Journal, í anddyri Nýlistasafnsins
á Laugavegi 26 á morgun. Verkið
hefur hún unnið síðustu vikur hér
á Íslandi en hún hefur verið gesta-
listamaður hér á landi í boði
Norrænu samtímalistamiðstöðv-
arinnar í Helsinki og Nýlista-
safnsins. Verkið er einskonar dag-
bók sem hún hefur haldið hér á
landi um samskipti sín við land og
þjóð. Hún mun einnig sýna tvö
eldri vídeóverk; „(pause)“ og
„kind of like“. Nica er fædd í
Króatíu en býr um þessar mundir
í Vín. Hún hefur haldið sýningar
í Grita Insam Gallery í Vín og í
Nútímalistasafninu í Zagreb. ■
Ljóðakvöld á
Súfistanum
Bókaforlagið Bjartur stendur
fyrir bókmenntakvöldi á kaffihús-
inu Súfistanum, Laugavegi 18,
miðvikudaginn 20. október. Til-
efnið er útkoma ljóðabókanna
Svona er að eiga fjall að vini eftir
Véstein Lúðvíksson, Kjötbærinn
eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bók
spurninganna eftir Pablo Neruda.
Lesið verður úr þessum bókum og
leikið af fingrum fram, auk þess
sem krýndir verða sigurvegarar í
ferskeytlukeppni sem Bjartur
efndi til í lok sumars. Dagskráin
hefst kl. 20.30, er öllum opin og er
aðgangur ókeypis. ■
TOLLI Það er fátt sem segir manni eins skýrt sögu þessa lands og tilvistarbrot sem eru
að hverfa í tímann.