Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 36
28 20. október 2004 MIÐVIKUDAGUR
Við hrósum...
... Guðmundi Hrafnkelssyni fyrir að taka því karlmannlega að vera tekinn út
úr landsliðinu eftir samfellda nítján ára dvöl. Viggó Sigurðsson, nýráðinn
landsliðsþjálfari, ákvað að velja hann ekki á World Cup en Guðmundur er
ekki fúll. Hann tekur ákvörðun Viggós af æðruleysi enda búinn að fá sinn
skerf af leikjum sem eru orðnir á fimmta hundraðið.
„Ég sagði honum að taka fulla ábyrgð á gjörðum
sínum en hann virtist ekki skilja mig.“
Giga Popescu, umboðsmaður Adrians Mutu, gerði sitt besta til að koma
kókaínhausnum Mutu aftur til jarðar án nokkurs sýnilegs árangurssport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
17 18 19 20 21 22 23
Miðvikudagur
OKTÓBER
HANDBOLTI Marga rak í rogastans
þegar markvörður kvennaliðs
Víkings, Erna María Eiríksdóttir,
mætti til leiks gegn Valsstúlkum í
1. deild kvenna í handbolta á dög-
unum með forláta hlíf á hausnum,
hlíf sem notuð er í ólympískum
hnefaleikum.
Erna María vakti mikla athygli
með hlífina og sagði hún í samtali
við Fréttablaðið að hún væri ein-
göngu að verja höfuðið á sér með
því nota hlífina.
„Ég fékk slæmt höfuðhögg
fyrir páska og eftir það fór ég að
hugsa málið. Ég talaði við fjöl-
marga lækna og þeir voru allir á
einu máli um að það væri nauð-
synlegt fyrir markverði í hand-
bolta að verja sig með öllum til-
tækum ráðum því þeir væru farn-
ir að fá inn á borð til sín fullt af til-
fellum um heilahristing og önnur
höfuðmeiðsl úr handboltanum.
Með þessari hlíf er ég líka að
verja andstæðinga mína því
markvarðarstaðan í dag er orðin
þannig að þeir mega fara út úr
teignum og það eykur hættuna á
því að leikmenn skelli saman,“
sagði Erna María.
Það er hins vegar ljóst að
hún mun ekki spila með þessa
hlíf á næstunni því dómara-
nefnd HSÍ hefur bannað
henni að nota hana. Sam-
kvæmt reglugerð 4.9 í lögum
HSÍ frá 2001 er hvers kyns
höfuðverja eða andlitsgríma
bönnuð í kappleik þar sem þau
gætu skaðað leikmenn. Hákon
Sigurjónsson, formaður dóm-
aranefndar HSÍ, sagði í samtali
við Fréttablaðið í gær að þetta
væru reglur frá Alþjóðlega
handknattleikssambandinu og
það væri ekki á færi dómara-
nefndarinnar að breyta þeim eða
veita undanþágu.
Förum bara eftir reglum
„Þessar reglur hafa verið
settar og við gerum ekkert ann-
að en að fara eftir þeim. Það
kemur fjöldinn allur af læknum
að þessum reglugerðum og þeir
sjá ekki ástæðu til að leyfa þessa
hlíf. Það segir sig líka sjálft að ef
markverðir geta ekki spilað
öðruvísi en með slíkar hlífar
vegna fyrri meiðsla þá eiga þeir
ekki að spila,“ sagði Hákon. Að-
spurður hvort það væri ekki ein-
földun á reglunum og fáránleg
forræðishyggja vildi Hákon ekki
kannast við það en viðurkenndi að
það gilti einu hvort leikmaður
hefði áður fengið höfuðhögg eða
ekki – hann mætti ekki spila með
þessa hlíf.
Höfuðið er viðkvæmt
Erna María hefur ekki sagt sitt
síðasta orð og ætlar að fara með
málið alla leið til Alþjóða hand-
knattleikssambandins þar sem
hún vonast til að menn opni augun
og leyfi notkun hlífarinnar. „Í
raun og veru ætti að skylda alla
markverði til að nota þessa hlíf,“
sagði Erna María.
Jónas Halldórsson, sérfræð-
ingur í taugasálfræði, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið í gær að það
gæfi auga leið að það væri ekki
gott fyrir höfuðið að fá bolta á
miklum hraða í sig. „Ég hef ekki
heyrt af þessari hlíf en ef mark-
vörður velur þetta og þetta háir
honum ekki þá finnst mér það
vera hið besta mál. Það eiga allir
að reyna að verja höfuðið á sér
eftir fremsta megni og ég fagna
því að til séu íþróttamenn sem
hugsa um þessi mál. Höfuðið er
viðkvæmt og að meiðast á því
svæði er mun alvarlega en að
meiðast á einhverjum útlim – höf-
uðmeiðsl geta haft alvarlegar af-
leiðingar í för með sér það sem
eftir er lífsins,“ sagði Jónas.
oskar@frettabladid.is
Hættulegt vopn eða
hluti af leiknum?
Erna María Eiríksdóttir, markvörður Víkings í handboltanum spilaði
með höfuðhlíf gegn Val í deildinni á dögunum en hefur nú verið bannað
að leika með hlífina af dómaranefnd HSÍ.
■ ■ LEIKIR
c 19.15 Þór Ak. og Haukar mætast á
Akureyri í norðurriðli 1. deildar
karla í handbolta.
■ ■ SJÓNVARP
18.15 Meistaramörk á Sýn.
Endurtekinn þáttur frá því í
gærkvöld.
18.30 Meistaradeildin á Sýn. Bein
útsending frá leik AC Milan og
Barcelona í Meistaradeild Evrópu
í fótbolta.
20.40 Meistaramörk á Sýn. Mörkin
úr leikjum kvöldsins í
Meistaradeildinni sýnd.
21.15 Meistaradeildin á Sýn.
Útsending frá leik Panathinaikos
og Arsenal í Meistaradeild Evrópu
í fótbolta.
22.20 Handboltakvöld á RÚV.
00.50 Meistaramörk á Sýn. Mörkin
úr leikjum kvöldsins í Meistara-
deildinni sýnd.
Kári Árnason:
Með tilboð
frá Svíþjóð
FÓTBOLTI Víkingurinn Kári Árnason,
sem átti frábært tímabil með
Víkingum í Landsbankadeildinni í
sumar, hefur nú undir höndum
tilboð frá sænska liðinu
Djurgaarden og mun hann nota
næstu daga til að fara yfir það
með fjölskyldu sinni. Hann sagði í
samtali við Fréttablaðið að hann
teldi mjög líklegt að hann myndi
ná samkomulagi við félagið en
Víkingar hafa þegar samþykkt
tilboð sænska liðsins í Kára.
Kári dvaldi til reynslu hjá
félaginu fyrir skömnmu ásamt
Grindvíkingnum Grétari Hjartar-
syni en Grétar sagði við Frétta-
blaðið í gær að hann hefði ekki
fengið tilboð frá sænska liðinu en
sagðist jafnframt vera á leið til
enska liðsins Doncaster til
reynslu á næstu dögum. ■
Átta leikir í meistaradeild Evrópu í kvöld:
Rijkaard snýr aftur
til Milanóborgar
FÓTBOLTI Hollendingurinn Frank
Rijkaard, sem stýrir nú liði
Barcelona, fer á fornar slóðir þeg-
ar lærisveinar hans sækja AC
Milan heim í meistaradeildinni í
kvöld. Rijkaars var einstaklega
sigursæll leikmaður með AC Mil-
an á meðan hann lék með liðinu en
hann getur ekki beðið eftir því að
sigra liðið í kvöld.
„Það er sérstakt fyrir mig að
koma aftur hingað. Ég átti fimm
frábær ár með AC Milan og það er
ekki hægt að gleyma þeim. Ég
verð hins vegar að gleyma aðdáun
minni á félaginu í kvöld því að
verkefni okkar er að fara með
sigur af hólmi í leiknum. Við ætl-
um að stjórna leiknum og spila
skemmtilegan fótbolta til sigurs,“
sagði Rijkaard. ■
FRANK RIJKAARD Hlakkar til að mæta
gömlu félögunum í AC Milan í kvöld sem
þjálfari Barcelona.
HÆTTULEGT VOPN
Erna María með höf-
uðhlífina góðu sem
hefur verið bönnuð af
dómaranefnd HSÍ.
Erna María ætlar ekki
að gefast upp og hef-
ur sent beiðni til Al-
þjóða handknattleiks-
sambandsins.
Fréttablaðið/E.Ól.
[ LEIKIR GÆRDAGSINS ]
MEISTARADEILD EVRÓPU
A-riðill
Liverpool–Deportivo 0–0
Mónakó–Olympiakos 2–1
1–0 Saviola (2.), 2–0 Chevanton (10.),
2–1 Okkas (60.)
STAÐAN:
Mónakó 3 2 0 1 4–3 6
Olympiakos 3 1 1 1 2–2 4
Liverpool 3 1 1 1 2–1 4
Deportivo 3 0 2 1 0–2 2
B-riðill
Leverkusen–Roma 3–1
0–1 sjálfsmark (26.), 1–1 Junior (48.),
2–1 Kryznowek (59.), 3–1 Franca (90.)
Real Madrid–Dynamo Kiev 1–0
1–0 Owen (35.)
STAÐAN:
Leverkusen 3 2 0 1 8–5 6
D. Kiev 3 2 0 1 7–3 6
Real Madrid 3 2 0 1 5–5 6
Roma 3 0 0 3 3–10 0
C-riðill
Ajax–M. Tel-Aviv 3–0
1–0 Sonck (4.), 2–0 de Jong (21.), 3–0
van der Vaart (33.).
Juventus–Bayern München 1–0
1–0 Nedved (76.).
STAÐAN:
Juventus 3 3 0 0 3–0 9
Bayern 3 2 0 1 5–1 6
Ajax 3 1 0 2 3–5 3
Maccabi 3 0 0 3 0–5 0
D-riðill
Fenerbahce–Lyon 1–3
0–1 Pernambucano (55.), 0–2 Cris (66.),
1–2 Nobre (68.), 1–3 Frau (87.)
Sparta Prag–Man. Utd 0–0
STAÐAN:
Lyon 3 2 1 0 7–4 7
Man. Utd. 3 1 2 0 8–4 5
Fenerbahce 3 1 0 2 4–9 3
Sparta Prag 3 0 1 2 1–3 1
Sigurmark Michael Owen skoraði gríðar-
lega mikilvægt sigurmark fyrir Real í gær.
Bristol brýst í gegn Reshea Bristol skor-
aði 18 stig og gaf 8 stoðsendingar í gær.
1. deild kvenna í körfu:
30 stig frá
Önnu Maríu
KÖRFUBOLTI Anna María
Sveinsdóttir skoraði 30 stig í 15
stiga sigri Keflavíkur, 64–79, á ÍS
í Kennaraháskólanum í gær.
Keflavíkurliðið tók strax
völdin og Anna María gaf tóninn
með því að skora 13 af 28 stigum
Keflavíkur í fyrsta leikhluta en
Keflavík hafði yfir 16–28 eftir
hann. Í hálfleik munaði orðið 19
stigum, 30–49, og þó svo að
Stúdínur næðu að laga sinn leik
eftir hlé var sigur Keflavíkur
aldrei í hættu.
Anna María skoraði eins og
áður sagði 30 stig en hún hitti úr
13 af 20 skotum sínum en auk
þess tók hún 7 fráköst og gaf
4 stoðsendingar. Reshea Bristol
var með 18 stig, 9 fráköst, 8
stoðsendingar og 6 stolna bolta,
María Ben Erlingsdóttir bætti við
13 stigum og 6 fráköstum og 100%
skot og vítanýtingu á 21 mínútu.
Hjá ÍS voru þær Signý
Hermannsdóttir og Alda Leif
Jónsdóttir með 14 stig og Hafdís
Helgadóttir bætti við 12. Signý
var auk þess með 11 fráköst og
Alda Leif gaf 8 stoðsendingar. ■
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM