Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 20.10.2004, Qupperneq 37
MIÐVIKUDAGUR 20. október 2004 29 Það hefur ekki mikið farið fyrirsnillingnum Grant Hill síðustu árin í NBA-boltanum. Hill var skipt frá Detroit Pistons yfir í Orlando Magic í ágúst árið 2000 og hefur átt við þrálát ökkla- meiðsli að stríða allar götur síðan. Hann lék aðeins fjóra leiki á fyrsta tímabilinu sínu og 47 leiki fyrstu þrjú tímabilin. Hill hvíldi allt síðasta tímabil í von um að geta komið sterkur inn í vetur. Magic lék við Dallas Mavericks á sunnudaginn var og burstuðu Hill og félagar leik- inn, 114-93. Kappinn skoraði 20 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Er það góðs viti fyrir unnendur Hill, sem þótti á sínum tíma líklegastur sem arftaki Michaels Jordan í deildinni. Claude Anelka, bróðir NicolasAnelka hjá Manchester City, hef- ur sagt upp starfi sínu hjá Raith Rovers sem aðalþjálfari liðsins. Rovers hefur gengið af- leitlega það sem af er vetri, gert eitt jafntefli og tapað níu leikj- um. Áhangendur Rovers eru æfir yfir gangi mála og hefur An- elka fengið að finna á því. „Það er búið að vera erfitt að hlusta á fúkyrði í eigin garð viku eftir viku,“ sagði Anelka. „En það er svo sem skiljan- legt að þeir séu reiðir.“ Gordon Dalziel, fyrrum leikmaður Rovers, tekur við starfi Anelka. David Trezeguet, framherji Juvent-us, gekkst nýlega undir skurðað- gerð á öxl en kappinn hefur farið úr axlarlið þrisvar sinnum og kom því ekki annað til greina en aðgerð. Stjórn Juve staðfesti að Trezeguet yrði frá næstu þrjá mánuði og er það skarð fyrir skildi fyrir Juventus. Nokkrar af helstu tennishetjumheimsins hafa kvartað undan stífu prógrammi og fullyrða að þetta hafi slæm áhrif á íþróttina almennt þar sem menn séu úrvinda vegna þess álags sem fylgir í þ r ó t t i n n i . Lindsay Daven- port, ein besta t e n n i s k o n a heims um þess- ar mundir, sagði að það væri sorglegt að fylgjast með fólki þurfa að hætta við þátttöku í mótum sök- um orkuleysis. „Sjálf ligg ég heima með hita og held að líkaminn sé bara að gefast upp á of stórum skammti af tennis,“ sagði Davenport. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Viggó velur ekki Guðmund Eftir að hafa spilað yfir 400 landsleiki með íslenska landsliðinu í handbolta hefur Guðmundi Hrafnkelssyni verið tilkynnt að ekki verði not fyrir hans krafta á World Cup í næsta mánuði. HANDBOLTI „Landsliðsþjálfarinn hafði samband við mig og til- kynnti mér að ég yrði ekki valinn í landsliðið fyrir mótið í Svíþjóð,“ segir Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður og leikjahæsti maður íslenska landsliðsins í handbolta. Nýráðinn landsliðsþjálfari, Viggó Sigurðsson, hyggst velja lið sitt fyrir World Cup í Svíþjóð sem fram fer innan skamms og hefur þegar útilokað Guðmund. Telja margir að með þessu sé ferli þessa tæplega fertuga mark- varðar endanlega lokið með lands- liðinu en Guðmundur hefur und- anfarið leikið með þýska liðinu Kronau-Östringen. Sigurður Sveinsson, fyrrver- andi handboltahetja og samherji Guðmundar til margra ára, er sammála því mati. „Ég tel lítinn vafa leika á því að þetta táknar endalokin fyrir Guð- mund vin minn í marki landsliðs- ins. Hitt er svo annað mál að hann á skilið að fá hvíldina enda hefur hann staðið vaktina með mikilli prýði í langan tíma. Ég tel að með þessu sé Viggó að fylgja því eftir sem hann hefur sagt að það verði breytingar á landsliði Íslands undir hans stjórn og yngri leik- menn fái að spreyta sig.“ Viggó Sigurðsson vildi að- spurður ekki staðfesta að hafa úti- lokað Guðmund frá landsliðinu í næstu keppni. „Ég tilkynni hópinn þann 11. nóvember og svara engu fyrir þann tíma. Ég er bæði búinn að skoða og ræða við fjölmarga und- anfarið. Bæði þá sem hafa verið í liðinu og eins hina sem hafa ekki komið nálægt landsliðinu áður og það er allt opið eins og sakir standa.“ Guðmundur sjálfur er þó ekki ósáttur við að vera ekki valinn enda kappinn búinn að spila yfir 400 landsleiki á sinni tíð með landsliðinu sem hefur spannað nítján tímabil. „Ég hef skilað mínu með lands- liðinu og þessi tilkynning kom ekkert sérstaklega á óvart. Það eru því engin sérstök vonbrigði og nú get ég einbeitt mér betur með mínu félagsliði.“ albert@frettabladid.is Garðar Jóhannsson: Framlengir við KR FÓTBOLTI Framherjinn Garðar Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við KR til næstu tveggja ára. Samningur Garðars var runninn út en hann gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni fyrir tveimur árum. Hann lék ekkert með liðinu á nýafstöðnu tímabili eftir að hafa meiðst á hné á undirbúningstímabilinu en for- ráðamenn KR binda vonir við að hann komi sterkur til leiks á næsta tímabili. KR-ingar vonast einnig til að ná samkomulagi við markvörðinn Kristján Finnbogason á næstu dögum. Kristján hefur verið orðaður við bæði Grindavík og Val að undanförnu en Jónas Kristinsson, stjórnarformaður KR-sports, sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann væri bjart- sýnn á að Kristján léki áfram í her- búðum liðsins á næsta ári. ■ GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON Telja má líklegt að ferli hans sem landsliðsmanns sé lokið en hann verður ekki valinn í landsliðshópinn sem Viggó Sigurðsson mun tilkynna í næsta mánuði. Fréttablaðið/Teitur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.